Viðskipti

Fréttamynd

Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins og afskrá það. Actavis er metið á um 287 milljarða krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 5,5 prósent. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í febrúar en stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Fastlega var búist var hækkuninni enda stendur verðbólga í 3,1 prósenti og hefur ekki verið hærri í áratug.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn gefur út 43,5 milljarða króna skuldabréf

Landsbankinn gekk í dag frá útgáfu á 500 milljóna evra skuldabréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 milljörðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október fyrir einu og hálfi ári. Útgáfan er liður í endurfjármögnun bankans á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga lækkar í Danmörku

Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðasta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Verðlækkanir á raftækjum, ekki síst einkatölvum sem hafa lækkað um 11,6 prósent síðastliðna tólf mánuði, leiða lækkunina nú. Á móti hækkaði verð á matvælum og drykkjum um 5,2 prósent.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Bandaríski seðlabankinn hélt vöxtum sínum óbreyttum í dag en við því bjuggust helstu fjármálasérfræðingar. Vextirnir verða því áfram í 5,25 prósentum. Fjárfestar hafa þó enn áhyggjur af hagvexti og veikri stöðu fasteignamarkaðarins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára.Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestra

Seðlabanki Bandaríkjanna mun greina frá því síðar í dag hvort ákveðið verði að gera breytingar á stýrivaxtastigi í landinu. Flestir gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en telja líkur á að bankinn muni lækka vexti síðar á árinu. Bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum í tæpt ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Murdoch vill enn kaupa Dow Jones

Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Árásir í Nígeríu hækka olíuverð

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og væntingar um meiri eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum á yfirstandandi ársfjórðungi en fyrri spár hljóðuðu upp á eiga helstan þátt í hækkununum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tap hjá EasyJet

EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, skilaði tapi upp á 12,7 milljónir punda, jafnvirði rétt rúmra 1,6 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en í fyrra en þá nam tap fyrirtækisins 28,9 milljónum punda, 3,7 millörðum króna.Félagið segir hærri álögur á farþega vegna síhækkandi stýrivaxta hafa skilað sér í fækkun farþega.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Refresco kaupir franskt fyrirtæki

Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem FL Group, Vífillfell og Kaupþing eiga meirihluta í, hefur eignast franska fyrirtækið Nuits Saint-Georges Production SAS en félagið er með aðsetur í Dijon héraði í Frakklandi. Þetta er fjórða fyrirtækið sem Refresco hefur keypt á síðastliðnum þremur mánuðum og rúmlega tvöfaldað veltu sína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Uppgjörið er undir væntingum og hefur gengi bréfa í Sampo lækkað í OMX-kauphöllinni í Helsinki í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignamarkaðurinn tekur við sér

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar af voru ríflega 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæpum 4,7 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána nam tæpum 9,3 milljónum króna. Sjóðurinn segir að svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto

Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bæði félögin voru fyrr á þessu ári orðuð við hugsanlega yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Carlsberg umfram væntingar

Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Actavis lækkar

Actavis birti í dag fyrsta ársfjórðungsuppgjör ársins. Hagnaður dróst saman um 15,3% í 27 milljónir evra, og undirliggjandi hagnaður (að frátöldu afskriftum á yfirverði vegna fyrirtækjakaupa) dróst saman um 7,8% og var 32,4 milljónir evra.Fjórðungurinn var sá tekjuhæsti í sögu félagins og jukust tekjur um 11,9% í 382,7 milljónir evra en árið áður var hagnaðurinn 341,9 milljónir evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignamarkaðurinn enn í góðum gír

Áfram er góður gangur á fasteignamarkaði miðað við nýbirtar tölur frá Fasteignamati ríkisins um veltu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings í dag. Í apríl voru þinglýstir 803 kaupsamningar sem er um 12% færri kaupsamningar en í mars. Það má rekja má til þess að viðskiptadagar í apríl voru færri vegna páskanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður TM eykst

Tryggingamiðstöðin skilaði hagnaði upp á 886 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 626 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartap af vátryggingastarfsemi nam fimm milljónum króna sem er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar tapið nam 215 milljónum króna. Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar segir tjónaþróun hér á landi áhyggjuefni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Marel yfir væntingum

Marel skilað hagnaði upp á eina milljón evra, jafnvirði 86,5 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 551 þúsund evrum, tæpum 47 milljónum íslenskra króna. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunur um innherjasvik í Bandaríkjunum

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur nú til rannsóknar viðskipti með hlutabréf í Dow Jones & Co., útgáfufélagi samnefndrar fréttaveitu og viðskiptadagblaðsins Wall Street Journal. Viðskiptin fóru fram nokkru áður en fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið á fyrsta degi maímánaðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Lánshæfiseinkunnir Alcoa og Alcan lækkaðar

Alþjóðalegu matsfyrirtækin Fitch Ratings, Moody's og Standard & Poor's segja öll að svo geti farið að lánshæfiseinkunnir álfyrirtækjanna Alcoa og Alcan verði lækkaðar nokkuð, allt upp undir þrjá flokka, í kjölfar þess að fyrirtækin eru komin í yfirtökuferli.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Reuters í yfirtökuviðræðum

Breska fréttastofan Reuters hefur staðfest að það eigi í samrunaviðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson. Thomson er sagt íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í Reuters sem hljóðar upp á 8,8 milljarða punda, jafnvirði 1.117 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dow Jones í nýju meti

Dow Jones hlutabréfavísitalan sló enn eitt metið á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum í dag þegar hún hækkaði um 22,75 punkta, 0,17 prósent og fór í 13.287,37 stig. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni er yfirtökutilboð álrisans Alcoa í Alcan, annan umsvifamesta álframleiðanda í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Arabar kaupa þotur frá Airbus

Flugfélagið Emirates hefur pantað fjórar A80 risaþotur frá Airbus. Flugfélagið hafði áður lagt inn pöntun fyrir 43 risaþotur af þessari gerð. Risaþotan er sú stærsta í heimi og kemur á markað síðar á þessu ári. Emirates fær fyrstu vélarnar hins vegar ekki afhentar fyrr en á næsta ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sölu á LaSalle hafnað

ABN Amro Holding NV, rekstrarfélag eins stærsta banka Hollands, hafnaði í dag yfirtökutilboði þriggja banka í Evrópu í LaSalle, banka í eigu ABN Amro í Bandaríkjunum. Tilboðið hljóðaði upp á 24,5 milljarða dali, jafnvirði 1.557 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bréf í Norsk Hydro taka stökkið

Gengi hlutabréfa í norska olíu- og álfélaginu Norsk Hydro fór í methæðir í norsku kauphöllinni í Osló eftir að álrisinn Alcoa hyggðist leggja fram yfirtökutilboð í álfyrirtækið Alcan á morgun. Gengi bréfa í kauphöllinni ruku upp í morgun en bréf í Norsk Hydro leiða hækkunina.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alcoa yfirtekur Alcan

Alcoa, einn umsvifamesti álframleiðandi í heimi, ætlar að gera yfirtökutilboð i álfélagið Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 2.100 milljarða íslenskra króna.Greitt verður með reiðufé og hlutabréfum í Alcan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt tilboð komið í ABN Amro

Þrír evrópskir bankar undir forystu Royal Bank of Scotland hafa gert 96,4 milljarða dala, 6.163 milljarða íslenskra króna, fjandsamlegt yfirtökutilboð í hollenska bankann ABN Amro. Inni í tilboðinu er tilboð í LaSalle, banka ABN Amro í Bandaríkjunum, sem breski bankinn Barclays gerði skilyrði um að yrði seldur í tilboði sínu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Landsbankinn í kauphugleiðingum

Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska fjármálafyrirtækið Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times sagði um helgina, án þess þó að geta heimildar, að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Microsoft og Yahoo að sameinast?

Gengi bréfa í bandarísku netveitunni Yahoo ruku upp um 17 prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir að dagblaðið The New York Post birti fréttir þess efnis að í vændum væri samruni Yahoo við hugbúnaðarrisann Microsoft.

Viðskipti erlent