Viðskipti Markaðurinn dregur andann eftir mikla hækkun Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Viðskipti erlent 26.3.2008 09:12 Svartsýni í Bandaríkjunum Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið lélegri í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs hafa sveiflast í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Viðskipti erlent 25.3.2008 16:08 Hagnaður Tiffany & Co eykst Skartgripafyrirtækið Tiffany & Co birti í dag hærri tölur um ársfjórðungshagnað en búist hafði verið við. Aukin sala utan Bandaríkjanna og sala í nýjum verslunum keðjunnar hjálpuðu við að draga úr áhrifum veiks efnahags sem hefur dregið úr eyðslu almennings Viðskipti erlent 24.3.2008 12:51 Hrun Ericsson kostar sænsku konungsfjölskylduna 260 milljónir Verð á bréfum í Ericsson hefur fallið um 60 prósent á síðustu mánuðum og skert verulega eign konungsfjölskyldunnar í fyrirtækinu. Hlutabréf konungsins í Ericsson fóru stighækkandi þar til síðasta sumar þegar þau voru metin á tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 24.3.2008 11:14 Fjármálakreppunni lokið? Fjármálasérfræðingar í Bandaríkjunum hafa verið afar jákvæðir í dag og hafa nokkrir þeirra kveðið svo fast að orði að aðgerðir bandaríska seðlabankans hafi leitt til þess að versta hríðin á hlutabréfamörkuðum sé yfirstaðin. Viðskipti erlent 20.3.2008 19:36 Kaupþing hækkar í Svíþjóð en íslenski markaðurinn lokaður Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 4,4 prósent í OMX-kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinU Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, lækkað um 1,1 prósent, í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Á sama tíma eru engin viðskipti með hlutabréf hér enda hlutabréfamarkaðurinn lokaður vegna Skírdagsins. Viðskipti innlent 20.3.2008 09:55 Markaðsaðstæður éta upp hagnaðinn Hagnaður svissneska alþjóðabankans Credit Suisse nam 7,76 milljörðum franka, jafnvirði 620,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Erfiðar markaðsaðstæður í byrjun árs munu líklega éta upp hagnað bankans á fyrsta ársfjórðungi, að mati stjórnenda. Viðskipti erlent 20.3.2008 09:14 Viðsnúningur á síðustu metrunum Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi Skipta, móðurfélags Símans, féll um rúm þréttan prósent á fyrsta degi frá útboðsgengi. Viðskipti innlent 19.3.2008 16:43 Úrvalsvísitalan fellur - átta mánuðir frá hæsta gildi Sléttir átta mánuðir voru í gær síðan Úrvalsvísitalan fór í sitt hæsta gildi áður en hún tók að falla. Vísitalan stóð í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra. Hún hefur fallið um 5,7 prósent í dag í mikilli lækkanahrinu og hefur því fallið um rúmlega 51 prósent síðan þá. Samkvæmt þessu þarf hún að hækka um 105 prósent eigi hún að ná sömu hæðum og fyrir átta mánuðum síðan. Viðskipti innlent 19.3.2008 13:53 Uppgjör Morgan Stanley yfir væntingum Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Forstjórinn spáir því að aðstæður verði erfiðar næstu mánuði. Viðskipti erlent 19.3.2008 12:45 Rauður dagur fyrir páska í Kauphöllinni Gengi FL Group og Existu féll um rúm þrjú prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag, á síðasta viðskiptadeginum fyrir páska. Á eftir fylgir Færeyjabanki, sem hefur fallið um tvö prósent. Allir bankarnir og fjármálafyrirtækin hafa lækkað í dag. Einungis gengi Össurar hefur hækkað, um 0,46 prósent. Viðskipti innlent 19.3.2008 10:14 Visa skráð á markað í dag Ef allt gengur eftir verður kortafyrirtækið Visa skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Tæpir átján milljarðar bandaríkjadalir, jafnvirði 1.384 milljarðar króna, söfnuðust í almennu hlutafjárútboði fyrir skráningu félagsins á markað og hefur viðlíka tala aldrei áður sést fyrir skráningu nokkurs félags í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 19.3.2008 09:32 Uppsveifla um allan heim - nema hér Helstu hlutabréfavísitölur hafa verið á mikilli hraðferð upp á við víða um heim í dag. Hlut að máli eiga uppgjör bandarísku fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldmans Sachs. Á sama tíma standa flest hlutabréf á rauðu í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 18.3.2008 15:31 Bear Stearns kominn á botninn Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns hefur fallið um 87 prósent í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi bréfa í bankanum féll um 50 prósent á föstudag eftir að stjórnendur hans greindu frá því að bankinn ætti í kröggum vegna lausafjárþurrðar í skugga mikilla afskrifta á verðbréfum sem tengjast þarlendum undirmálslánum. Lokagengi bréfa í bankanum var 30 dalir á hlut á föstudag. Viðskipti erlent 17.3.2008 11:34 Úrvalsvísitalan niður um þrjú prósent Gengi Existu, FL Group og Færeyjabanka féll um rúm fimm prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi FL Group fór niður fyrir átta krónur á hlut . Þá fór gengi 365 og SPRON sömuleiðis í sitt lægsta gildi frá upphafi. Gengi bréfa í 365 stendur í 1,32 krónum á hlut og SPRON í 4,86 krónum. Viðskipti innlent 17.3.2008 10:04 Fall á öllum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hafa fallið um 4,5 prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta er nokkuð í takti við mikla dýfu á hlutabréfamörkuðum víða um heim í kjölfar þess að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan keypti kollega sinn hjá Bear Stearns með miklum afslætti. Viðskipti innlent 17.3.2008 09:21 ESB hvetur banka til að greina frá tapi Leiðtogar Evrópusambandsin hvöttu alþjóðabanka fyrir helgina að hjálpa til við að róa markaði með því að gefa upp tap þeirra á síðustu mánuðum. Hvatningin kemur í kjölfar skýrslu sem sýnir að verðbólga á Evrusvæðinu hafi náð nýjum hæðum. Styrkur Evrunnar var meðal umræðuefna leiðtogafundar ESB en málið veldur vaxandi áhyggjum innan sambandsins. Viðskipti erlent 16.3.2008 20:49 Gagnrýna skipan stjórnarformanns M&S Lord Burns stjórnarformaður verslunarkeðjunnar Marks & Spencer mun í vikunni reyna að sannfæra reiða fjárfesta um að stöðuhækkun Stuart Rose, eins yfirmanna fyrirtækisins upp í starfandi stjórnarformann, sé fyrirtækinu í hag. Viðskipti erlent 16.3.2008 15:46 Alitalia samþykkir yfirtökutilboð Air France Ítalska flugfélagið Alitalia hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans Air France fyrir 138 milljónir Evra, eða rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna. Ítalska ríkið sem á 49,9 prósenta hlut í flugfélaginu tókst ekki að selja fyrirtækið á síðasta ári. Taprekstur hefur verið á félaginu síðstliðin fimm ár. Viðskipti erlent 16.3.2008 12:49 Áform um Virgin banka Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. Viðskipti erlent 15.3.2008 17:20 JP Morgan útvegar Bear Stearns neyðarfjármagn Bandaríski bankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarfjármagn til að reyna að forða bankanum frá gjaldþroti samkvæmt heimildum erlendra miðla. JP Morgan Chase mun útvega fjármagnið í 28 daga og nýtur stuðnings varasjóðs New York ríkis. JP Morgan er einnig að reyna að fá langtímafjármagn fyrir bankann. Viðskipti erlent 15.3.2008 15:06 Ingvar Eyfjörð aðstoðarforstjóri Icelandic Group Ingvar Eyfjörð hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandic Group en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskvals. Við því starfi tekur Elfar Bergþórsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins. Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að Ingvar hafi víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðsmálum fyrirtækja í matvælaframleiðslu. Viðskipti innlent 15.3.2008 09:47 Bear Stearns berst við lausafjárvanda Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. Viðskipti erlent 14.3.2008 14:36 Bakkavör hækkar um tæp fjögur prósent Gengi bréfa í Bakkavör hafa hækkað um rúm 3,6 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið tilkynnti í morgun að það hefði keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjavöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong. Kaupverð er trúnaðarmál. Þetta er mesta hækkunin í Kauphöllinni í dag. Viðskipti innlent 14.3.2008 10:31 Föstudagshækkun á hlutabréfamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað lítillega í dag. Óvæntur viðsnúningur var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar matsfyrirtækið Standard & Poor's spáði því að bankar og fjármálafyrirtæki muni draga úr afskriftum vegna gengisfellingar á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Viðskipti erlent 14.3.2008 09:11 Færa eignir til Invik Íslenskar eignir fjármálafyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færðar undir sænsku fjármálasamstæðuna Invik, dótturfélag Milestone. „Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrirtæki Milestone verða dótturfélög Invik, þar með talin íslensku fjármálafyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant,“ segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs fyrirtækisins. Viðskipti innlent 14.3.2008 08:15 Óvæntur viðsnúningur á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum snéru óvænt úr dýfu í lítilsháttar uppsveiflu um fimmleytið að íslenskum tíma í dag. Dagurinn byrjaði á snarpri dýfu en snerist við eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá að því að á næstunni muni draga úr afskriftum banka og fjármálafyrirtækja á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Fyrirtækið sjái með öðrum orðum fram á að undirmálskreppunni ljúki á næstunni. Viðskipti erlent 13.3.2008 20:32 Svartsýni í Bandaríkjunum Samdráttarskeið er runnið upp í Bandaríkjunum, að mati meirihluta þarlendra hagfræðinga í könnun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Þeir telja hagvöxt verða um 0,1 prósent vestanhafs á fyrsta ársfjórðungi. Viðskipti erlent 13.3.2008 20:16 Gullverð í methæðum og hlutabréfin niður Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 13.3.2008 14:00 Fjármálaráðherra Breta gegn drykkju og reykingum Drykkjufólk, reykingafólk og ökumenn bíla sem menga mikið eru skotmörk Alistairs Darling, fjálaráðherra Bretlands, í nýju fjárlagafrumvarpi. Í því eru áform um endurskoðun á niðurskurði bifreiðatolls og kynntur til sögunnar nýr skattur gegn þeim bílum sem menga hvað mest. Erlent 12.3.2008 16:55 « ‹ 39 40 41 42 43 44 45 46 47 … 223 ›
Markaðurinn dregur andann eftir mikla hækkun Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska. Viðskipti erlent 26.3.2008 09:12
Svartsýni í Bandaríkjunum Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið lélegri í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs hafa sveiflast í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Viðskipti erlent 25.3.2008 16:08
Hagnaður Tiffany & Co eykst Skartgripafyrirtækið Tiffany & Co birti í dag hærri tölur um ársfjórðungshagnað en búist hafði verið við. Aukin sala utan Bandaríkjanna og sala í nýjum verslunum keðjunnar hjálpuðu við að draga úr áhrifum veiks efnahags sem hefur dregið úr eyðslu almennings Viðskipti erlent 24.3.2008 12:51
Hrun Ericsson kostar sænsku konungsfjölskylduna 260 milljónir Verð á bréfum í Ericsson hefur fallið um 60 prósent á síðustu mánuðum og skert verulega eign konungsfjölskyldunnar í fyrirtækinu. Hlutabréf konungsins í Ericsson fóru stighækkandi þar til síðasta sumar þegar þau voru metin á tæpa tvo milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 24.3.2008 11:14
Fjármálakreppunni lokið? Fjármálasérfræðingar í Bandaríkjunum hafa verið afar jákvæðir í dag og hafa nokkrir þeirra kveðið svo fast að orði að aðgerðir bandaríska seðlabankans hafi leitt til þess að versta hríðin á hlutabréfamörkuðum sé yfirstaðin. Viðskipti erlent 20.3.2008 19:36
Kaupþing hækkar í Svíþjóð en íslenski markaðurinn lokaður Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 4,4 prósent í OMX-kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinU Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, lækkað um 1,1 prósent, í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Á sama tíma eru engin viðskipti með hlutabréf hér enda hlutabréfamarkaðurinn lokaður vegna Skírdagsins. Viðskipti innlent 20.3.2008 09:55
Markaðsaðstæður éta upp hagnaðinn Hagnaður svissneska alþjóðabankans Credit Suisse nam 7,76 milljörðum franka, jafnvirði 620,5 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Erfiðar markaðsaðstæður í byrjun árs munu líklega éta upp hagnað bankans á fyrsta ársfjórðungi, að mati stjórnenda. Viðskipti erlent 20.3.2008 09:14
Viðsnúningur á síðustu metrunum Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi Skipta, móðurfélags Símans, féll um rúm þréttan prósent á fyrsta degi frá útboðsgengi. Viðskipti innlent 19.3.2008 16:43
Úrvalsvísitalan fellur - átta mánuðir frá hæsta gildi Sléttir átta mánuðir voru í gær síðan Úrvalsvísitalan fór í sitt hæsta gildi áður en hún tók að falla. Vísitalan stóð í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra. Hún hefur fallið um 5,7 prósent í dag í mikilli lækkanahrinu og hefur því fallið um rúmlega 51 prósent síðan þá. Samkvæmt þessu þarf hún að hækka um 105 prósent eigi hún að ná sömu hæðum og fyrir átta mánuðum síðan. Viðskipti innlent 19.3.2008 13:53
Uppgjör Morgan Stanley yfir væntingum Bandaríski bankinn Morgan Stanley, einn af stærstu fjárfestingarbönkum heims, hagnaðist um 1,53 milljarða dali, jafnvirði rúmra 118 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Forstjórinn spáir því að aðstæður verði erfiðar næstu mánuði. Viðskipti erlent 19.3.2008 12:45
Rauður dagur fyrir páska í Kauphöllinni Gengi FL Group og Existu féll um rúm þrjú prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag, á síðasta viðskiptadeginum fyrir páska. Á eftir fylgir Færeyjabanki, sem hefur fallið um tvö prósent. Allir bankarnir og fjármálafyrirtækin hafa lækkað í dag. Einungis gengi Össurar hefur hækkað, um 0,46 prósent. Viðskipti innlent 19.3.2008 10:14
Visa skráð á markað í dag Ef allt gengur eftir verður kortafyrirtækið Visa skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Tæpir átján milljarðar bandaríkjadalir, jafnvirði 1.384 milljarðar króna, söfnuðust í almennu hlutafjárútboði fyrir skráningu félagsins á markað og hefur viðlíka tala aldrei áður sést fyrir skráningu nokkurs félags í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 19.3.2008 09:32
Uppsveifla um allan heim - nema hér Helstu hlutabréfavísitölur hafa verið á mikilli hraðferð upp á við víða um heim í dag. Hlut að máli eiga uppgjör bandarísku fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldmans Sachs. Á sama tíma standa flest hlutabréf á rauðu í Kauphöllinni. Viðskipti innlent 18.3.2008 15:31
Bear Stearns kominn á botninn Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingarbankanum Bear Stearns hefur fallið um 87 prósent í utanþingsviðskiptum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengi bréfa í bankanum féll um 50 prósent á föstudag eftir að stjórnendur hans greindu frá því að bankinn ætti í kröggum vegna lausafjárþurrðar í skugga mikilla afskrifta á verðbréfum sem tengjast þarlendum undirmálslánum. Lokagengi bréfa í bankanum var 30 dalir á hlut á föstudag. Viðskipti erlent 17.3.2008 11:34
Úrvalsvísitalan niður um þrjú prósent Gengi Existu, FL Group og Færeyjabanka féll um rúm fimm prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi FL Group fór niður fyrir átta krónur á hlut . Þá fór gengi 365 og SPRON sömuleiðis í sitt lægsta gildi frá upphafi. Gengi bréfa í 365 stendur í 1,32 krónum á hlut og SPRON í 4,86 krónum. Viðskipti innlent 17.3.2008 10:04
Fall á öllum hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hafa fallið um 4,5 prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta er nokkuð í takti við mikla dýfu á hlutabréfamörkuðum víða um heim í kjölfar þess að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan keypti kollega sinn hjá Bear Stearns með miklum afslætti. Viðskipti innlent 17.3.2008 09:21
ESB hvetur banka til að greina frá tapi Leiðtogar Evrópusambandsin hvöttu alþjóðabanka fyrir helgina að hjálpa til við að róa markaði með því að gefa upp tap þeirra á síðustu mánuðum. Hvatningin kemur í kjölfar skýrslu sem sýnir að verðbólga á Evrusvæðinu hafi náð nýjum hæðum. Styrkur Evrunnar var meðal umræðuefna leiðtogafundar ESB en málið veldur vaxandi áhyggjum innan sambandsins. Viðskipti erlent 16.3.2008 20:49
Gagnrýna skipan stjórnarformanns M&S Lord Burns stjórnarformaður verslunarkeðjunnar Marks & Spencer mun í vikunni reyna að sannfæra reiða fjárfesta um að stöðuhækkun Stuart Rose, eins yfirmanna fyrirtækisins upp í starfandi stjórnarformann, sé fyrirtækinu í hag. Viðskipti erlent 16.3.2008 15:46
Alitalia samþykkir yfirtökutilboð Air France Ítalska flugfélagið Alitalia hefur samþykkt yfirtökutilboð samkeppnisaðilans Air France fyrir 138 milljónir Evra, eða rúmlega fimmtán milljarða íslenskra króna. Ítalska ríkið sem á 49,9 prósenta hlut í flugfélaginu tókst ekki að selja fyrirtækið á síðasta ári. Taprekstur hefur verið á félaginu síðstliðin fimm ár. Viðskipti erlent 16.3.2008 12:49
Áform um Virgin banka Virgin Group fyrirtæki Richard Bransons áformar að opna banka þrátt fyrir misheppnaðan Northern Rock samning samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph. Viðskipti erlent 15.3.2008 17:20
JP Morgan útvegar Bear Stearns neyðarfjármagn Bandaríski bankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarfjármagn til að reyna að forða bankanum frá gjaldþroti samkvæmt heimildum erlendra miðla. JP Morgan Chase mun útvega fjármagnið í 28 daga og nýtur stuðnings varasjóðs New York ríkis. JP Morgan er einnig að reyna að fá langtímafjármagn fyrir bankann. Viðskipti erlent 15.3.2008 15:06
Ingvar Eyfjörð aðstoðarforstjóri Icelandic Group Ingvar Eyfjörð hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandic Group en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskvals. Við því starfi tekur Elfar Bergþórsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins. Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að Ingvar hafi víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðsmálum fyrirtækja í matvælaframleiðslu. Viðskipti innlent 15.3.2008 09:47
Bear Stearns berst við lausafjárvanda Bandaríski fjárfestingarbankinn Bear Stearns hefur fengið neyðarlán til næstu 28 daga hjá bandaríska fjárfestingarbankanum JP Morgan Chase og bandaríska seðlabankanum. Ástæðan er gríðarmikill lausafjárvandi hjá bankanum og eru neyðarlánin sögð þrautalending til að forða honum frá gjaldþroti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að allt eins geti verið að JP Morgan kaupi Bear Stearns í kjölfarið. Viðskipti erlent 14.3.2008 14:36
Bakkavör hækkar um tæp fjögur prósent Gengi bréfa í Bakkavör hafa hækkað um rúm 3,6 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið tilkynnti í morgun að það hefði keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjavöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong. Kaupverð er trúnaðarmál. Þetta er mesta hækkunin í Kauphöllinni í dag. Viðskipti innlent 14.3.2008 10:31
Föstudagshækkun á hlutabréfamörkuðum Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað lítillega í dag. Óvæntur viðsnúningur var á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær þegar matsfyrirtækið Standard & Poor's spáði því að bankar og fjármálafyrirtæki muni draga úr afskriftum vegna gengisfellingar á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Viðskipti erlent 14.3.2008 09:11
Færa eignir til Invik Íslenskar eignir fjármálafyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færðar undir sænsku fjármálasamstæðuna Invik, dótturfélag Milestone. „Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrirtæki Milestone verða dótturfélög Invik, þar með talin íslensku fjármálafyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant,“ segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs fyrirtækisins. Viðskipti innlent 14.3.2008 08:15
Óvæntur viðsnúningur á Wall Street Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum snéru óvænt úr dýfu í lítilsháttar uppsveiflu um fimmleytið að íslenskum tíma í dag. Dagurinn byrjaði á snarpri dýfu en snerist við eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá að því að á næstunni muni draga úr afskriftum banka og fjármálafyrirtækja á verðbréfasöfnum sem tengjast bandarískum undirmálslánum. Fyrirtækið sjái með öðrum orðum fram á að undirmálskreppunni ljúki á næstunni. Viðskipti erlent 13.3.2008 20:32
Svartsýni í Bandaríkjunum Samdráttarskeið er runnið upp í Bandaríkjunum, að mati meirihluta þarlendra hagfræðinga í könnun bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Þeir telja hagvöxt verða um 0,1 prósent vestanhafs á fyrsta ársfjórðungi. Viðskipti erlent 13.3.2008 20:16
Gullverð í methæðum og hlutabréfin niður Heimsmarkaðsverð á gulli fór í 1.000 dali á únsu í fyrsta sinn í dag. Reiknað hafði verið með því að gullverðið næðu þessu marki á næstu mánuðunum. Svo virðist hins vegar sem fjárfestar hafi keyrt verðið upp mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir eftir því sem kreppt hefur að á fjármálamörkuðum. Viðskipti erlent 13.3.2008 14:00
Fjármálaráðherra Breta gegn drykkju og reykingum Drykkjufólk, reykingafólk og ökumenn bíla sem menga mikið eru skotmörk Alistairs Darling, fjálaráðherra Bretlands, í nýju fjárlagafrumvarpi. Í því eru áform um endurskoðun á niðurskurði bifreiðatolls og kynntur til sögunnar nýr skattur gegn þeim bílum sem menga hvað mest. Erlent 12.3.2008 16:55
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent