Viðskipti Krónan styrkist lítillega Gengisvísitalan lækkaði lítillega við opnun markaði, eða 0,05 prósent. Hún stendur nú í 159,5 stigum. Úrvalsvísitalan lækkar um 0,3 prósent. Exista leiðir lækkunina. Bakkavör er eina fyrirtækið sem hefur hækkað. Viðskipti innlent 21.7.2008 10:07 Nýherji tapaði 432 milljónum Nýherji tapaði 432 milljónum króna á fyrri hluta árs. Fyrirtækið skilaði 209 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins 2007. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu var ágæt afkoma af kjarnastarfsemi Nýherja og starfsemi Applicon erlendis en afkoma af fjárfestingum í nýrri starfsemi var undir væntingum. Viðskipti innlent 18.7.2008 16:55 Tyrkir hækka vextina Seðlabanki Tyrklands hækkaði stýrivexti sína um 0,50 prósentustig á mánudaginn í 16,5 prósent.. Stýrivextir eru nú hvergi hærri meðal þeirra ríkja sem hafa þróaða fjármálamarkaði, segir greining Glitnis. Viðskipti erlent 18.7.2008 14:50 Íbúðalánasjóður með nýjan lánaflokk Samþykkt hefur verið reglugerð um nýjan lánaflokk sem heimilar Íbúðalánasjóði lánveitingar til fjármálafyrirtækja í þeim tilgangi að endurfjármagna tímabundið íbúðalán sem þessi fyrirtæki hafa veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði Viðskipti innlent 18.7.2008 11:16 Hlutabréf lækka í Evrópu og Asíu Hlutabréfavísitölur lækkuðu í Evrópu og Asíu í gær. FTSE 100 lækkaði um 0,9 prósent og Nikkei 225 lækkaði um 0,7 prósent. Dow Jones hækkaði hins vegar um 1,85 prósent. Viðskipti erlent 18.7.2008 09:28 Exista toppaði daginn Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 4,8 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Hæst fór gengið upp um tæp sex prósent. Á hæla Existu fylgdi Spron, sem fór upp um 3,33 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa hins færeyska Eik banka um 3,09 prósent. Viðskipti innlent 17.7.2008 15:31 Mikil bjartsýni hjá Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia, sem er umsvifamesti farsímaframleiðandi heims, hagnaðist um 1,1 milljarð evra, jafnvirði um 134 milljarða íslenskra króna. Þetta er rétt um 60 prósenta samdráttur frá síðasta ári. Viðskipti erlent 17.7.2008 11:47 Coca-Cola rétt yfir væntingum Hagnaður drykkjavöruframleiðandans Coca-Cola á öðrum ársfjórðungi nam1,42 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hann 1,85 milljörðum á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 17.7.2008 11:31 Afkoma JP Morgan yfir spám Bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan hagnaðist um tvo milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 154 milljarða íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Afkoman var yfir væntingum fjármálasérfræðinga. Viðskipti erlent 17.7.2008 10:41 Exista hækkar í byrjun dags Gengi bréfa í Existu hækkaði um 2,32 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi annarra banka hefur hækkað sömuleiðis líkt og í Evrópu og Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 17.7.2008 10:11 Gengi evrópskra banka á uppleið Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi. Viðskipti erlent 17.7.2008 09:39 Hráolíuverðið lækkaði hratt í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um fjóra dali á tunnu í dag eftir að bandaríska orkumálaráðuneytið greindi frá því að olíubirgðir vestanhafs hefðu aukist á milli vikna. Þetta kom markaðsaðilum á óvart enda höfðu þeir reiknað með frekari samdrætti. Viðskipti erlent 16.7.2008 22:25 Teymi lækkaði mest í dag Gengi bréfa í Teymi lækkaði um 7,14 prósent á markaði í dag og er það mesta fallið í Kauphöll Íslands. Gengið seig um 10 prósent þegar verst lét. Af öllum þeim fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina hækkaði gengi Glitnis mest, eða um 1,55 prósen, og í Landsbankanum, sem skreið upp um 0,22 prósent. Viðskipti innlent 16.7.2008 15:48 Enn lækkar Teymi Gengi hlutabréfa í Teymi féll um tíu prósent í Kauphölllinni á fremur rauðum degi í morgun. Það jafnaði sig lítillega en lækkun bréfa í félaginu nemur nú 8,3 prósentum. Gengi bréfa í því féll um 13 prósent í gær og nemur heildarlækkunin því rúmu 21 prósenti á tveimur dögum. Viðskipti innlent 16.7.2008 13:18 Metverðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 4,0 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur hún aldrei verið meiri. Viðskipti erlent 16.7.2008 11:36 Exista lækkar í litlum viðskiptum Gengi hlutabréfa í Existu lækkaði um 2,24 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur í 6,11 krónum og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti með bréf í félaginu eru ekki mikil, eða rúmar 24 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.7.2008 10:09 General Motors segir upp 16 þúsund manns Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að segja upp 20 prósentum af skrifstofufólki sínu fram á næsta ári. Horft er til þess að uppsagnirnar spari fyrirtæki fimmtán milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.164 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 15.7.2008 16:26 Hráolíuverðið féll í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tíu dali á tunnu í kjölfar ummæla Bens Bernanke, seðlabankastjóra, að útlit sé fyrir að einkaneysla muni dragast saman á árinu. Þá helst verðlækkunin í hendur við lækkun á gengi hlutabréfa en fjárfestar seldu mikið magn bréfa vegna fregna um slæma fjárhagsburði fjármálafyrirtækja. Viðskipti erlent 15.7.2008 16:24 Teymi féll um 13,3 prósent Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 13,3 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins á annars mjög rauðum degi. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hækkaði á sama tíma, eða um 0,.35 prósent. Viðskipti innlent 15.7.2008 15:33 Bush ver björgun húsnæðislánasjóðanna Húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru nægilega fjármagnaðir. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandríkjanna, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu. Hann vísaði því á bug að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka hlutafé sjóðanna í skugga mikilla afskrifta vegna þrenginga á fasteignamarkaði sé til þess fallið að bjarga hluthöfum sjóðanna. Viðskipti erlent 15.7.2008 14:44 Exista leiðir lækkanalestina Gengi bréfa í Existu féll um 3,33 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Það jafnaði sig lítillega skömmu síðar. Gengið stendur nú í 6,44 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla Existu á rauðum degi. Viðskipti innlent 15.7.2008 10:07 Mikil verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist 3,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar. Hún hefur ekki verið meiri í áratug. Viðskipti erlent 15.7.2008 09:21 Færeyingarnir neðstir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik banka féll um 3,97 prósent á fremur rauðum degi í Kauphöllinni í dag. Landar Færeyinganna hjá olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum fylgdi fast á eftir með lækkun upp á 2,94 prósent. Viðskipti innlent 14.7.2008 15:36 Milljarðatilboð í Landsbankabréf felld niður Tvenn utanþingsviðskipti með bréf í Landsbankanum upp á samtals 8,9 milljarða króna var skráð í Kauphöll Íslands í morgun og hífði það meðalveltuna verulega upp á milli daga. Viðskipti innlent 14.7.2008 13:28 Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjú ár Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,61 prósent frá því viðskipti með hlutabréf hófst í morgun og er hún nú komin undir 4.200 stigin. Það hefur ekki gerst síðan 18. júlí fyrir sléttum þremur árum. Viðskipti innlent 14.7.2008 11:33 Húsnæðislánasjóðirnir rjúka upp Gengi hlutabréfa í fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hefur rokið upp á bandarískum markaði í dag eftir björgunaraðgerðir stjórnvalda til að forða þeim frá gjaldþroti. Viðskipti erlent 14.7.2008 11:13 Century Aluminum hækkar mest Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hefur hækkað um 1,85 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Það er mesta hækkun dagsins og fjórði dagurinn í röð sem markaðsvirði fyrirtækisins eykst eftir dýfu á þriðjudag í síðustu viku. Viðskipti innlent 14.7.2008 10:08 Færeyingar féllu mest Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Eik banka féll um tæp sjö prósent í dag en það er mesta lækkun dagsins í Kauphöllinni. Færeyjabanki fylgdi löndum sínum eftir en gengi bréfa í bankanum féll um 2,76 prósent. Eina íslenska félagið sé féll um rúm tvö prósent var Exista en gengisfall þess í dag nemur 2,62 prósentum. Gengi bréfa í félaginu endaði í 6,69 krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 11.7.2008 15:34 Krónan veiktist hastarlega eftir hádegið Gengi krónunnar hefur fallið um 2,17prósent eftir nokkuð óbreytta stöðu í morgun. Vísitalan stendur í 156 stigum, sem er svipað ról og hún var á í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 11.7.2008 14:29 Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkaði á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Hátt olíuverð á hlut að máli auk þess sem fregnir um slæma fjárhagsstöðu bandarísku fasteignasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac varð til þess að fjárfestar losuðu sig við hlutabréf og færðu fjármuni sína í öruggara skjól. Viðskipti erlent 11.7.2008 13:37 « ‹ 30 31 32 33 34 35 36 37 38 … 223 ›
Krónan styrkist lítillega Gengisvísitalan lækkaði lítillega við opnun markaði, eða 0,05 prósent. Hún stendur nú í 159,5 stigum. Úrvalsvísitalan lækkar um 0,3 prósent. Exista leiðir lækkunina. Bakkavör er eina fyrirtækið sem hefur hækkað. Viðskipti innlent 21.7.2008 10:07
Nýherji tapaði 432 milljónum Nýherji tapaði 432 milljónum króna á fyrri hluta árs. Fyrirtækið skilaði 209 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins 2007. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu var ágæt afkoma af kjarnastarfsemi Nýherja og starfsemi Applicon erlendis en afkoma af fjárfestingum í nýrri starfsemi var undir væntingum. Viðskipti innlent 18.7.2008 16:55
Tyrkir hækka vextina Seðlabanki Tyrklands hækkaði stýrivexti sína um 0,50 prósentustig á mánudaginn í 16,5 prósent.. Stýrivextir eru nú hvergi hærri meðal þeirra ríkja sem hafa þróaða fjármálamarkaði, segir greining Glitnis. Viðskipti erlent 18.7.2008 14:50
Íbúðalánasjóður með nýjan lánaflokk Samþykkt hefur verið reglugerð um nýjan lánaflokk sem heimilar Íbúðalánasjóði lánveitingar til fjármálafyrirtækja í þeim tilgangi að endurfjármagna tímabundið íbúðalán sem þessi fyrirtæki hafa veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði Viðskipti innlent 18.7.2008 11:16
Hlutabréf lækka í Evrópu og Asíu Hlutabréfavísitölur lækkuðu í Evrópu og Asíu í gær. FTSE 100 lækkaði um 0,9 prósent og Nikkei 225 lækkaði um 0,7 prósent. Dow Jones hækkaði hins vegar um 1,85 prósent. Viðskipti erlent 18.7.2008 09:28
Exista toppaði daginn Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 4,8 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Hæst fór gengið upp um tæp sex prósent. Á hæla Existu fylgdi Spron, sem fór upp um 3,33 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa hins færeyska Eik banka um 3,09 prósent. Viðskipti innlent 17.7.2008 15:31
Mikil bjartsýni hjá Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia, sem er umsvifamesti farsímaframleiðandi heims, hagnaðist um 1,1 milljarð evra, jafnvirði um 134 milljarða íslenskra króna. Þetta er rétt um 60 prósenta samdráttur frá síðasta ári. Viðskipti erlent 17.7.2008 11:47
Coca-Cola rétt yfir væntingum Hagnaður drykkjavöruframleiðandans Coca-Cola á öðrum ársfjórðungi nam1,42 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 109 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hann 1,85 milljörðum á sama tíma í fyrra. Viðskipti erlent 17.7.2008 11:31
Afkoma JP Morgan yfir spám Bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan hagnaðist um tvo milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 154 milljarða íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Afkoman var yfir væntingum fjármálasérfræðinga. Viðskipti erlent 17.7.2008 10:41
Exista hækkar í byrjun dags Gengi bréfa í Existu hækkaði um 2,32 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi annarra banka hefur hækkað sömuleiðis líkt og í Evrópu og Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 17.7.2008 10:11
Gengi evrópskra banka á uppleið Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi. Viðskipti erlent 17.7.2008 09:39
Hráolíuverðið lækkaði hratt í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um fjóra dali á tunnu í dag eftir að bandaríska orkumálaráðuneytið greindi frá því að olíubirgðir vestanhafs hefðu aukist á milli vikna. Þetta kom markaðsaðilum á óvart enda höfðu þeir reiknað með frekari samdrætti. Viðskipti erlent 16.7.2008 22:25
Teymi lækkaði mest í dag Gengi bréfa í Teymi lækkaði um 7,14 prósent á markaði í dag og er það mesta fallið í Kauphöll Íslands. Gengið seig um 10 prósent þegar verst lét. Af öllum þeim fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöllina hækkaði gengi Glitnis mest, eða um 1,55 prósen, og í Landsbankanum, sem skreið upp um 0,22 prósent. Viðskipti innlent 16.7.2008 15:48
Enn lækkar Teymi Gengi hlutabréfa í Teymi féll um tíu prósent í Kauphölllinni á fremur rauðum degi í morgun. Það jafnaði sig lítillega en lækkun bréfa í félaginu nemur nú 8,3 prósentum. Gengi bréfa í því féll um 13 prósent í gær og nemur heildarlækkunin því rúmu 21 prósenti á tveimur dögum. Viðskipti innlent 16.7.2008 13:18
Metverðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 4,0 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur hún aldrei verið meiri. Viðskipti erlent 16.7.2008 11:36
Exista lækkar í litlum viðskiptum Gengi hlutabréfa í Existu lækkaði um 2,24 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur í 6,11 krónum og hefur aldrei verið lægra. Viðskipti með bréf í félaginu eru ekki mikil, eða rúmar 24 milljónir króna. Viðskipti innlent 16.7.2008 10:09
General Motors segir upp 16 þúsund manns Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að segja upp 20 prósentum af skrifstofufólki sínu fram á næsta ári. Horft er til þess að uppsagnirnar spari fyrirtæki fimmtán milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.164 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 15.7.2008 16:26
Hráolíuverðið féll í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tíu dali á tunnu í kjölfar ummæla Bens Bernanke, seðlabankastjóra, að útlit sé fyrir að einkaneysla muni dragast saman á árinu. Þá helst verðlækkunin í hendur við lækkun á gengi hlutabréfa en fjárfestar seldu mikið magn bréfa vegna fregna um slæma fjárhagsburði fjármálafyrirtækja. Viðskipti erlent 15.7.2008 16:24
Teymi féll um 13,3 prósent Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 13,3 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins á annars mjög rauðum degi. Einungis gengi bréfa í Eimskipafélaginu hækkaði á sama tíma, eða um 0,.35 prósent. Viðskipti innlent 15.7.2008 15:33
Bush ver björgun húsnæðislánasjóðanna Húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru nægilega fjármagnaðir. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandríkjanna, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu. Hann vísaði því á bug að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka hlutafé sjóðanna í skugga mikilla afskrifta vegna þrenginga á fasteignamarkaði sé til þess fallið að bjarga hluthöfum sjóðanna. Viðskipti erlent 15.7.2008 14:44
Exista leiðir lækkanalestina Gengi bréfa í Existu féll um 3,33 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Það jafnaði sig lítillega skömmu síðar. Gengið stendur nú í 6,44 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Bankar og fjárfestingafélög fylgja fast á hæla Existu á rauðum degi. Viðskipti innlent 15.7.2008 10:07
Mikil verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist 3,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar. Hún hefur ekki verið meiri í áratug. Viðskipti erlent 15.7.2008 09:21
Færeyingarnir neðstir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik banka féll um 3,97 prósent á fremur rauðum degi í Kauphöllinni í dag. Landar Færeyinganna hjá olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum fylgdi fast á eftir með lækkun upp á 2,94 prósent. Viðskipti innlent 14.7.2008 15:36
Milljarðatilboð í Landsbankabréf felld niður Tvenn utanþingsviðskipti með bréf í Landsbankanum upp á samtals 8,9 milljarða króna var skráð í Kauphöll Íslands í morgun og hífði það meðalveltuna verulega upp á milli daga. Viðskipti innlent 14.7.2008 13:28
Úrvalsvísitalan ekki lægri í þrjú ár Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,61 prósent frá því viðskipti með hlutabréf hófst í morgun og er hún nú komin undir 4.200 stigin. Það hefur ekki gerst síðan 18. júlí fyrir sléttum þremur árum. Viðskipti innlent 14.7.2008 11:33
Húsnæðislánasjóðirnir rjúka upp Gengi hlutabréfa í fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hefur rokið upp á bandarískum markaði í dag eftir björgunaraðgerðir stjórnvalda til að forða þeim frá gjaldþroti. Viðskipti erlent 14.7.2008 11:13
Century Aluminum hækkar mest Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hefur hækkað um 1,85 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Það er mesta hækkun dagsins og fjórði dagurinn í röð sem markaðsvirði fyrirtækisins eykst eftir dýfu á þriðjudag í síðustu viku. Viðskipti innlent 14.7.2008 10:08
Færeyingar féllu mest Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Eik banka féll um tæp sjö prósent í dag en það er mesta lækkun dagsins í Kauphöllinni. Færeyjabanki fylgdi löndum sínum eftir en gengi bréfa í bankanum féll um 2,76 prósent. Eina íslenska félagið sé féll um rúm tvö prósent var Exista en gengisfall þess í dag nemur 2,62 prósentum. Gengi bréfa í félaginu endaði í 6,69 krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Viðskipti innlent 11.7.2008 15:34
Krónan veiktist hastarlega eftir hádegið Gengi krónunnar hefur fallið um 2,17prósent eftir nokkuð óbreytta stöðu í morgun. Vísitalan stendur í 156 stigum, sem er svipað ról og hún var á í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 11.7.2008 14:29
Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkaði á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Hátt olíuverð á hlut að máli auk þess sem fregnir um slæma fjárhagsstöðu bandarísku fasteignasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac varð til þess að fjárfestar losuðu sig við hlutabréf og færðu fjármuni sína í öruggara skjól. Viðskipti erlent 11.7.2008 13:37
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent