
Viðskipti

Arcelor rennur saman við Severstal
Alþjóðlega stálfyrirtækið Arcelor greindi frá því í dag að það ætli að renna saman við rússneska stálfyrirtækið Severstal. Ákvörðunin er sögð viðbrögð fyrirtækisins við óvinveittu yfirtökutilboði breska stálframleiðandans Mittal í Arcelor.
Ópera fjárfestingar kaupa í Gretti
Ópera fjárfestingar ehf, gerði í dag kaupsamning við Sund ehf. um kaup á 15,55 prósentum hlutafjár í Fjárfestingafélaginu Gretti hf, sem er hluthafi í Straumi Burðarási Fjárfestingabanka hf. Ópera fjárfestingar ehf. er í jafnri eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar.

Olíuverð lækkaði í dag
Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið.

Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki
Glitnir banki hf. hefur skrifað undir samning við Invik & Co. AB, sem er skráð í sænsku kauphöllinni, um kaup á öllum hlutum í sænska verðbréfafyrirtækinu Fischer Partners Fondkommission AB („Fischer Partners“). Kaupverð er 3,7 milljarðar íslenskra króna. Fischer Partners er með 4,4 prósenta markaðshlutdeild á norræna verðbréfamarkaðnum og styrkir það stöðu Glitnis á norrænum verðbréfamarkaði.

Hugsanleg verðlækkun á íbúðarhúsnæði
Innlánsstofnanir lánuðu tæpa 8 milljarða króna til íbúðakaupa í síðasta mánuði. Sé leiðrétt fyrir fjölda viðskiptadaga í mars og apríl vegna páskahátíðar dragast lánin saman um 7 prósent á milli mánaða. Greiningardeild Glitnis banka segir að af þessu megi ráð að farið sé að hægja á þessari tegund útlána. Þá telur deildin að á seinni hluta ársins megi jafnvel sjá verðlækkun á íbúðarhúsnæði.

Tap Vestmannaeyjabæjar 424 milljónir króna
Vestmannaeyjabær skilaði 424,4 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þetta er 113,5 milljónum krónum meira tap en árið á undan þegar það nam rúmum 310, 8 milljónum króna. Fjárhagsáætlun bæjarins gerði hins vegar fyrir 199 milljóna króna tapi.

Vilja stíga stærri skref
Bankarnir skila tillögum um framtíð Íbúðalánasjóðs á næstu dögum. Mikið ber í milli þeirra og stýrihóps félagsmálaráðherra. Bankarnir vilja ganga lengra í breytingum á sjóðnum.

Meirihlutinn kýs NYSE
Hluthafar í samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext felldu á árlegum hluthafafundi markaðarins í dag tillögu þess efnis að ganga að tilboði þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börsen, í markaðinn, sem lagt var fram í dag. Tilboð kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum, sem gert var í Euronext í gær, hljóðar upp á 10,3 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 750 milljarða íslenskra króna. Virðist engu skipta þótt tilboð þýsku kauphallarinnar sé 8 prósentum hærra.

Veðurspá hækkar olíuverð
Olíuverð hækkaði um tæpan Bandaríkjadal á tunnu í framvirkum samningum á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að veðurfræðingar spáðu því að fellibyljir á Atlantshafi geti truflað olíuframleiðslu við Mexíkóflóa í sumar og haust.

Deutsche Börse býður í Euronext
Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, gerði í dag tilboð í samevrópa hlutabréfamarkaðinn Euronext. Tilboðið hljóðar upp á 11 milljarða Bandaríkjadali, sem er 700 milljónum dölum meira en kauphöllin í New York (NYSE) í Bandaríkjunum bauð í hlutabréfamarkaðinn.

Alfesca hagnaðist um 524.000 evrur
Hagnaður Alfesca nam 524.000 evrum, rétt rúmlega 48,1 milljón íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur námu 126,6 milljón evrum en það er 11,4 prósent aukning frá sama tíma fyrir ári. Þá nam hagnaður á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins 2005-2006 samtals 12,6 milljón evrum en sala á sama tímabili nam 475,7 milljón evrum, sem er 7,6 prósenta aukningu frá sama tíma í fyrra.

NYSE sameinast Euronext
Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og samevrópski hlutabréfamarkaðurinn Euronext munu að öllum líkindum sameinasta á næstunni. Við sameininguna mun verða til hlutabréfamarkaður beggja vegna Atlantsála sem metinn er á 16 milljarða evrur. Þýska kauphöllin Deutsche Boerse hafði áður haft áætlanir uppi um sameiningu við Euronext.
Apple-verslun opnar í Finnlandi
Öflun ehf., sem rekur Apple-verslanir á Norðurlöndum, opnaði 13. Apple-verslunina í Helsinki í Finnlandi í dag. Þetta er önnur verslun fyrirtækisins í landinu. Mikil spenna var vegna opnunarinnar og biðu um 300 manns fyrir utan verslunina eftir því að hún opnaði. Með því var fyrra met slegið hvað varðar aðsókn og veltu á opnunardegi.

Nasdaq eykur hlut sinn í LSE
Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur aukið hlut sinn í kauphöll Lundúna í Bretlandi (LSE) í 25,1 prósent. Markaðurinn hefur aukið við hlut sinn jafnt og þétt og eykur það líkurnar til muna á því að hann geri yfirtökutilboð í LSE á nýjan leik.

Atlanta leigir Saudi Arabian Airlines flugvélar
Atlanta hefur gengið frá samningi um leigu Boeing 747-200 fraktvélar til Saudi Arabian Airlines. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Saudi Arabian Airlines leigir fraktvél af félaginu en hún bætist í hóp tveggja Boeing 747-300 farþegavéla sem Saudi Arabian Airlines leigir af Atlanta.

KB banki hækkar líka vexti sína
KB banki fylgir í kjölfar Glitnis og SPRON og hyggst hækka vexti óverðtryggðra og verðtryggðra lána. Er það gert eftir tilkynningu Seðlabankans í gær um hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentustig.

Tap Spalar 81 milljón
Spölur ehf., sem rekur Hvalfjarðargöng, tapaði 81 milljón króna á sex mánaða tímabili frá 1. október í fyrra til 31. mars á þessu ári. Tapið á sama tíma í fyrra og hitteðfyrra nam 188 milljónum króna. Í sex mánaða uppgjör fyrirtækisins kemur fram að tap á öðrum ársfjórðungi fyrirtækisins, frá 1. janúar á þessu ári til 31. mars síðastliðins, nam 63 milljónum króna. Á sama tíma í fyrra nam það 326 milljónum króna. 730 þúsund ökutæki fóru í gegnum Hvalfjarðargöng á tímabilinu.

Fjárvakur kaupir ASE í Eistlandi
Fjárvakur - fjármálaþjónusta, sem er dótturfélag Icelandair Group, hefur fest kaup á fyrirtækinu Airline Services Estonia í Tallinn í Eistlandi. Fyrirtækið er sérhæft í fjármálaþjónustu fyrir flugfélög.

Húsnæðisverð hækkar enn
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,1 prósent á milli mars og apríl. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,7 prósent en verð á sérbýli hækkaði um 2,5 prósent á milli mánaða.

Hlutabréf féllu á Indlandi
Hlutabréf féllu á Indlandi í dag, annan daginn í röð. Bréf í kauphöll Indlands lækkuðu um 4,2 prósent en Sensex hlutabréfavísitalan fór niður um 4 prósent. Vísitalan féll um 6,8 prósent í gær en það mesta lækkun hlutabréfa í sögu landsins.

Mittal Steel hækkar tilboð í Arcelor
Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittal, eins ríkasta manns Bretlands, hefur hækkað yfirtökutilboð sitt í franska stálframleiðslufyrirtækinu Arcelor í 25,8 milljarða evrur en það er 34 prósenta hækkun frá fyrra tilboði. Stjórn Arcelor hefur lýst sig mótfallna tilboðinu.

SPRON hækkar vexti vegna stýrivaxtahækkunar
SPRON hefur ákveðið að hækka bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti eftir að Seðlabankinn hækkaði í gær stýrivexti um 0,75 prósent. Óverðtryggðir vextir hækka um allt að 0,75 prósent en verðtryggðir vextir, það er vextir af nýjum íbúðalánum, um 0,3 prósent. Þeir fara því úr 4,6 prósentum í 4,9 prósent frá og með mánudeginum.

Hagnaður FL Group 5,8 milljarðar króna
Hagnaður FL Group nam rúmum 5,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 25 milljónir króna árið á undan. Fyrir skatta nam hagnaður samstæðunnar rúmum 6,6 milljörðum króna. Árið á undan nam hagnaðurinn 25 milljónum króna.

Mittal Steel gerir yfirtökutilboð í Arcelor
Stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska aukýfingsins Lakshmi Mittals, sem samkvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður Bretlands, hefur gert yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðar upp 19,7 milljarða evrur. Stjórn Mittal í Lúxemborg hefur lýst sig andsnúna tilboðinu.

Hagnaður Barnes & Noble tæpar 10 milljónir dala
Bandaríska bókaverslunarkeðjan Barnes & Noble hagnaðist um 9,99 milljón Bandaríkjadali, eða 14 sent á hlut, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ein af helstu ástæðum hagnaðarins var metsala á bókum eftir hryllingshöfundinn Stephen King og Jim Cramer, fréttaþul sjónvarpsstöðvarinnar CNBC.
Ágúst verður forstjóri
Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir hafa skipt um störf hjá Bakkavör, fyrirtæki sem er að mestu í þeirra eigu. Ágúst tekur við forstjórastarfinu af Lýði sem tekur við stjórnarformennsku af Ágústi.

Töluverðar lækkanir í Japan
Gengi hlutabréfa lækkaði í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag í kjölfar lækkana á mörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í gær. Þetta er sjöunda skiptið í röð sem gengi bréfanna lækkar í Japan og nemur heildarlækkunin 7 prósentum. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,35 prósent en lokagengi vísitölunnar stendur í 15.087,18 stigum.
Verðbólga hér einu prósenti yfir EES
Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjunum á Evrópska efnahagssvæðinu var 102,1 stig í apríl og hækkaði um 0,7 prósent frá mars. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 102,7 stig, hækkaði um 0,8 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Seðlabankinn hækkar stýrivexti
Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 0,75 prósentustig í 12,25 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun stýrivaxta.
Mesta lækkun Dow Jones í tvö ár
Dow Jones vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um tvö prósent í gær eftir mikla niðursveiflu í Kauphöllum um alla Evrópu í gær. Þetta er mesta lækkun Dow Jones vísitölunnar á einum degi í tvö ár, og er meðal annars rakin til vaxandi verðbólgu í Bandaríkjunum, og að búist er við að bandaríski seðlabankinn hækki stýrivexti alveg á næstunni. Úrvalsvísitalan lækkaði mest í Svíþjóð í gær eða um rúm fjögur prósent, en minnst á Íslandi.