
Viðskipti

Vísitala fasteignaverðs hækkaði í júní
Vísitala fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 309 stig í síðasta mánuði en það er 0,6 prósenta hækkun frá maí, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Fasteignaverð hefur hækkað um 13,1 prósent síðastliðna 12 mánuði að jafnaði um 1 prósent undanfarið hálft ár. Hækkunin í júní er undir því meðaltali.

Enn eykst tapið hjá GM
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors tapaði 3,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 232 milljarða íslenskra króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 2,2 milljörðum dölum meira tap en á sama tíma fyrir ári.

Tekjur Eurostar jukust um 6 prósent
Áhugi fólks á sögusviði kvikmyndarinnar Da Vinci lykillinn í París í Frakklandi og HM í knattspyrnu í Þýskalandi urðu til þess að tekjur Eurostar, lestarinnar sem gengur frá Lundúnum í Bretlandi undir Ermarsund og til Parísar í Frakklandi, námu tæpum 260 milljónum punda, eða 34,7 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 6 prósenta aukning á milli ára.

Hagnaður Colgate minnkar milli ára
Bandaríski snyrtivöru- og tannkremsframleiðandinn Colgate-Palmolive hagnaðist um 283,6 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 21 milljarðs króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er tæplega 60 milljóna dala minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári.
Taprekstur hjá Vinnslustöðinni
Vinnslustöðin á Neskaupsstað skilaði 368 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er mikil breyting frá sama tímabili í fyrra þegar fyrirtækið skilaði 463 milljóna króna hagnaði. Þá skilaði félagið 260 milljóna króna tapi á öðrum ársfjórðungi.

Hagnaður Kaupþings 31,8 milljarðar króna
Hagnaður Kaupþings banka nam 13,0 milljörðum króna á öðrum ársfjóðungi en hagnaður bankans á fyrstu sex mánuðum ársins nemur 31,8 milljörðum króna, sem er 7 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er hins vegar 700 milljónum krónum minni en fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi er um þremur milljörðum krónum meiri greiningardeildir bankanna höfðu spáð.

Actavis eykur við hlutafé
Samþykktar voru á hluthafafundi Actavis í gær tvær tillögur í tengslum við fjármögnun væntanlegs yfirtökutilboðs í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva. Var annars vegar útgáfa nýs hlutafjár að verðmæti um 20 milljarða króna að markaðsvirði samþykkt. Hins vegar var veitt heimild til útgáfu breytiréttar í hlutafé vegna skuldbindinga félagsins samkvæmt lánasamningi fyrir allt að 525 milljónir evra, um 48,7 milljarða króna. Munu handhafar breytiréttar hafa heimild til að breyta kröfum sínum í hlutabréf í Actavis.

Neytendur svartsýnir um horfurnar
Bjartsýni íslenskra neytenda minnkaði á milli mánaða og hafa þeir ekki verið svartsýnni á ástand og horfur í efnahagsmálum næsta hálfa árið síðan á haustdögum árið 2001. Þetta kemur fram í nýjustu mælingu Gallup á Væntingavísitölunni, sem birt var í gærmorgun.
Strax more til Íslands
Evrópska dreifingarfyrirtækið Strax more, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur opnað skrifstofu á Íslandi og boðar 15-40 prósenta verðlækkun á farsímum og farsímabúnaði til endursöluaðila.

Sala stórhýsis gengur vel
Fjórtán hæðum hefur verið ráðstafað í stórhýsi Rúmfatalagersins sem nú er í byggingu við Smáratorg í Kópavogi. Meðal leigjenda eru endurskoðunarfyrirtækið Deloitte sem hyggst flytja höfuðstöðvar sínar í bygginguna og KB banki sem hefur tekið frá eina hæð ofarlega í húsinu. Stórhýsið verður hið hæsta á Íslandi, 77,6 metra hátt. Turninn er alls tuttugu hæðir sem hver um sig er 780 fermetrar. Á neðstu tveimur hæðunum er gert ráð fyrir verslunarmiðstöð en veitingahúsi á þeirri efstu.

Tíðindalítið á iSEC
Engin viðskipti hafa orðið frá stofnun markaðarins. Kauphallarforstjóri segir erfiðar markaðsaðstæður hafa áhrif á útgefendur en biður menn um að sýna þolinmæði.
Valið stendur á milli krónu og ESB-aðildar
Fyrirkomulag gengismála leysir ekki hagstjórnarvandann sem við er að glíma að mati Viðskiptaráðs. Ábyrg hagstjórn er forsenda þess að þjóðin geti valið milli krónu og evru.

Studdu gjaldþrot Yukos
Meirihluti lánadrottna rússneska olíufyrirtækisins Yukos voru fylgjandi því á fundi þeirra í dag að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Líkur eru á að eignir fyrirtækisins verði seldar upp í gríðarmiklar skuldir Yukos við rússneska ríkið og ríkisolíufyrirtækið Rosneft.

Aukinn hagnaður hjá BP
Breska olíufélagið BP hagnaðist um 6,1 milljarð punda, jafnvirði rúmra 829 milljarða íslenskra króna, á fyrri helmingi ársins. Þetta er 500 milljón pundum, eða tæpum 68 milljörðum krónum, meira en á sama tímabili á síðasta ári og jafngildir því að fyrirtækið hafi hagnast um 1,4 milljónir punda, 190 milljónir króna, á hverri klukkustund á fyrstu sex mánuðum ársins.

Indverjar hækka stýrivexti
Indverski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta. Þetta er þriðja vaxtahækkun bankans á síðastliðnum fjórum mánuðum og standa vextirnir í 6 prósentum.

Lánadrottnar ræða örlög Rosneft
Lánadrottnar Yukos funda í dag til að skera úr um örlög olíurisans fyrrverandi. Á fundinum verður ákveðið hvort hagrætt verði í starfsemi Yukos, sem eitt sinn var eitt stærsta olíufyrirtæki heims í einkaeigu, eða það verði úrskurðað gjaldþrota.
Stjórnendur vinna lengur en aðrir
Eigendur og framkvæmdastjórar lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Bretlandi vinna oft frameftir á virkum dögum til að eiga frí um helgar. Í fyrra unnu þeir að meðaltali í um 61,1 klukkustund í hverri viku en það er 23,7 klukkustundum meira en meðal Breti vann á sama tíma.

Eldsneytisverð í hámarki
Eldsneytisverð á bensínstöðvum í Bandaríkjunum er komið í rúma 3 bandaríkjadali á gallonið og hefur aldrei verið hærra. Þetta jafngildir því að lítrinn af bensíni í Bandaríkjunum kosti um 56 krónur.

Velta í dagvöruverslun jókst um 5,3 prósent
Velta í dagvöruverslun var 5,3 prósentum meiri í júní en á sama tíma í fyrra miðað við fast verðlag. Á hlaupandi verðlagi nam hækkunin 17,5 prósentum á milli ára, samkvæmt útreikningum Rannsóknaseturs verslunarinnar við Bifröst fyrir Samtök verslunar og þjónustu.

Uppgjörin að renna í hlað
Nokkur af stærstu fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands birta uppgjör sín fyrir annan ársfjórðung í vikunni. Greiningardeild Glitnis banka spáir því að hagnaður Kaupþings banka muni nema 10 milljörðum króna, hagnaður Landsbanka Íslands muni nema 3 milljörðum króna en hagnaður Bakkavarar muni verða rúmir 1,6 milljarðar króna.

AMD kaupir ATI
Bandaríski örgjörvaframleiðandinn AMD, sem er annar umsvifamesti framleiðandinn á þessu sviði í heiminum, ætlar að kaupa skjákortafyrirtækið ATI Technologies. Kaupverðið nemur 5,4 milljörðum bandaríkjadala, eða 399 milljörðum íslenskra króna. Að sögn forsvarsmanna AMD er markmiðið að auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á íhlutamarkaði fyrir tölvur og saxa á forskot keppinautarins Intel.

Hagnaður Nintendo jókst á milli ára
Hagnaður japanska leikjatölvuframleiðandans Nintendu jókst um 10,2 prósent á öðrum ársfjórðungi vegna aukinnar sölu á Nintendo DS Lite leikjatölvunni. Karlmenn í yngri kantinum hafa fram til þessa hafa verið helstu viðskiptavinir Nintendo. Leikir fyrir Nintendo DS Lite eru sagðir reyna fremur á vitsmuni en hraða og höfða þeir fremur til kvenna. Kaup kvenna eru sögð helsta ástæða hagnaðarins.

Olíuverð lækkaði vegna viðbragða Rice
Olíuverð lækkaði á markaði í Bretlandi í dag. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til ófriðarsvæðanna fyrir botni Miðjarðarhafs í dag en hún hefur krafist þess að Ísraelsmenn og liðsmenn Hizbollah-samtakanna lýsi yfir vopnahléi hið snarasta.

Arsenal hleður fallbyssuna
Arsenal hefur fengið 35 milljarða í aðra hönd eftir að félagið seldi skuldabréf með veði í tekjum af miðasölu næstu þrettán árin. Félagið tekur í notkun á næstu leiktíð nýjan leikvang, Emirates Stadium, sem rúmar sextíu þúsund áhorfendur.

Velta Juventus gæti lækkað um tíu milljarða króna.
Sérfræðingar áætla að tekjur ítalska stórliðsins Juventus, eða "Gömlu konunnar", hrynji um helming við það að félagið falli niður úr efstu deild í þá næstefstu en forráðamenn Juve og nokkurra annarra liða hafa verið fundnir sekir um að hafa hagrætt úrslitum leikja.

Laun hækka enn
Laun hækkuðu um 0,4 prósent í júní samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Ekki hefur orðið viðlíka hækkun milli mánaða síðan snemma árs 2002. Tólf mánaða hækkun nemur 8,8 prósentum.

Of snemmt að spá
Undirstöður íslensku bankanna eru ekki jafn traustar og væntanleg uppgjör fyrir annan ársfjórðung gefa til kynna, segir í nýrri skýrslu alþjóðlega fjárfestingarbankans Merrill Lynch um íslensku bankana.

