Viðskipti

Fréttamynd

Varað við erlendum fyrirtækjaskrám

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) varar atvinnurekendur við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

iSEC verður First North

Um áramótin, þegar samruninn við OMX gengur í garð, verður einnig nafni iSEC, hlutabréfamarkaðar Kauphallarinnar fyrir smá og millistór fyrirtæki, breytt og hann fær heitið First North.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL nálgast 200 milljarða

Miklar hækkanir á FL Group hafa fleytt félaginu fram fyrir Straum-Burðarás yfir verðmætustu félög Kauphallar Íslands. Virði FL Group var 184 milljarðar króna í gær, fjórum milljörðum meira en virði Straums.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir kallar á upplýsingar

Mikilvægt er að stjórnendur FL Group stundi virka upplýsingagjöf til markaðarins enda er það forsenda fyrir sanngjarnri verðmyndum með hlutabréf félagsins, segir í morgunkorni greiningardeildar Glitnis í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumborg hagnaðist um fimm milljarða

Fjárfestingafélagið Straumborg, sem er að níu tíundu hluta í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í BYKO, skilaði 4.968 milljarða króna hagnaði árið 2005. Hagnaður ársins 2004 var 3.154 milljarðar króna til samanburðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vænt sala gekk ekki eftir

Stjórnendur Avion höfðu handsalað samkomulag við kaupanda á hlut í dótturfélaginu AAT, sem hefði skilað miklum söluhagnaði. Óásættanleg skilyrði ollu því að upp úr viðræðum slitnaði. Avion ræðir nú við aðra fjárfesta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Branson berst gegn gróðurhúsaáhrifum

Breski auðkýfingurinn og orkuboltinn Richard Branson greindi frá því á samráðsfundi Bills Clinton um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, sem haldinn var í New York í Bandaríkjunum í síðustu viku, að hann ætli að verja jafnvirði 400 milljarða íslenskra króna á næstu tíu árum í baráttuna við gróðurhúsaáhrifin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Línur skerpast í staðlastríðinu

Búist er við að nýir mynddiskar bindi enda á staðlastríð tæknifyrirtækja vestanhafs. Sérfræðingar hjá bandaríska kvikmyndarisanum Warner Brothers hafa hannað mynddisk sem getur geymt myndir jafnt á DVD, HD-DVD og Blu-Ray sniði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fall í olíukaup­höllinni

Norski hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að olíuverð tók að lækka en markaðurinn er mjög háður því og því oft kallaður Olíukauphöllin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Volvo í útrás í Austurlöndum

Sænski vöruflutningabílaframleiðandinn Volvo greindi frá því á mánudag að fyrirtækið hefði keypt 6 prósenta hlut japanska bílaframleiðandans Nissan í vöruflutningaarmi fyrirtækisins, Nissan Diesel Motor.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýtt hagvaxtarskeið hefst árið 2008

Í hagspá Landsbanka Íslands, sem kynnt var á fjölmennum fundi á mánudagsmorgun, var velt upp og svarað spurningum um hvert hagkerfið, fasteignamarkaðurinn, krónan og Seðlabankinn stefni. Óli Kristján Ármannsson sat fundinn og hlustaði á umræður eftir hann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Edda sögð vera til sölu

Edda útgáfa mun vera til sölu fyrir rétt verð eins og oft er sagt og telja sumir að alltaf hafi staðið til að losa fyrirtækið sem er í eigu Úlfarsfells, félags Björgólfs Guðmundssonar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Virgin leyfir fartölvur

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gefið farþegum sínum grænt ljós á að nota fartölvur frá Dell og Apple í millilandaflugi gegn ákveðnum skilyrðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísland færist upp um tvö sæti

Ísland er fjórtánda samkeppnishæfasta land í heimi og færist upp um tvö sæti frá því í fyrra samkvæmt nýjustu úttekt skýrslu World Economic Forum. Bandaríkin, sem voru í fyrsta sæti, eru fallin í það sjötta, en Sviss komið í þeirra stað efst á listanum sem samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins. Sviss var áður í fjórða sæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármálastjóri Enron í steininn

Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri bandaríska orkurisans Enron, hlaut sex ára fangelsisdóm vegna aðildar sinnar að fjár- og bókhaldssvikum, sem leiddu til gjaldþrots fyrirtæksins í lok árs 2001, í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ýtti undir áhuga á viðskiptum

Hannes Smárason, forstjóri FL Group, komst í fyrstu bók Michaels E. Porter um samkeppniskraftagreininguna frá 1980 í kringum 1988 þegar hann var við nám í MIT í Boston í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jarðboranir tryggja sér nýjan liðsauka

Jarðboranir hafa gengið frá samningum um kaup á nýjum hátæknibor sem verður afhentur næsta sumar. Verður hann sá öflugasti í tækjaflota félagsins og fær um að bora niður á allt að rúmlega fimm kílómetra dýpi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Braut blað í stefnumótunarfræðum

Runólfur Smári Stein­þórsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir að sterk staða Michaels E. Porter á sviði stefnumótunar og fyrirtækjarekstrar sé ótvíræð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lufthansa kaupir ekki í SAS

Thomas Jachnow, talsmaður þýska flugfélagsins Lufthansa, og talsmaður SAS í Svíþjóð, vísuðu báðir þeim orðrómi á bug í byrjun vikunnar að Lufthansa ætlaði að kaupa allt að helmingshlut í norræna flugfélaginu og hugsanlega gera yfirtökutilboð í það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar herja á heimilitölvur

Tölvuþrjótar herja í auknum mæli á heimilistölvur með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingar almennings. Þetta segir bandaríska vírusbanafyrirtækið Symanstec, sem kannaði nýlega stöðu mála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Efasemdir um enn víðtækari samruna

Orðrómur var uppi um miðjan mánuðinn að NASDAQ-markaðurinn í Bandaríkjunum hygðist taka yfir OMX. Á þeim tíma sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, að sameining við báða markaðina væri góður kostur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starfsmannastjóri Ford segir upp

Steven Hamp, starfsmannastjóri bandaríska bílaframleiðandans Ford og næstráðandi Alan Mulally forstjóra, ætlar að láta af störfum hjá fyrirtækinu öðru hvoru megin við næstu áramót.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Glitnir mælir með Atorku

Mælt er með kaupum í Atorku Group í nýlegri greiningu Glitnis. Verðmatsgengi á Atorku er 7,3 krónur á hlut samanborið við markaðsgengið 6,35 en markgengi, þar sem Glitnir sér gengi Atorku standa í eftir sex mánuði, er sjö krónur á hlut.

Viðskipti innlent