Viðskipti

Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Einkaframtakið fær ekki að fara inn í Landsvirkjun sem nú er að öllu leyti í eigu ríksins. Í umræðum á Alþingi sagði formaður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að ekkert lægi fyrir að Landsvirkjun yrði seld og „allra síst einkaaðilum", eins kemur frá í frásögn Morgunblaðsins. Reynslan hefur sýnt sig að miklir kraftar losnuðu úr læðingi við einkavæðingu bankakerfisins en valdhafar telja best að opinberir aðilar skammti orkuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enginn vöxtur í Bandaríkjunum

Framleiðni stóð í stað í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er þvert á væntingar greiningaraðila, sem spáðu því að framleiðni myndi aukast um 1,1 prósent á tímabilinu. Þetta eru sögð fyrstu merki um að hægt hafi á efnahagslífinu vestanhafs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir vextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 3,25 prósentum. Þetta er í samræmi við spár greiningaraðila, sem engu að síður bíða þess sem bankinn gerir á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í desember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Væntingar um stýrivaxtalækkun óraunsæjar

Davíð Odddsson seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildir bankanna hafa spáð og segir ekki útilokað að stýrivextir verði hækkaðir við næsta vaxtaákvörðunardag sem er 21. desember. Seðlabankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi og tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum.

Innlent
Fréttamynd

Greiðsluafkoma ríkissjóðs batnar

Greiðsluafkoma ríkissjóðs hefur batnað frá síðasta ári. Handbært fé ríkissjóðs frá rekstri á fyrstu níu mánuðum ársins nam 43,9 milljörðum króna sem er 29,3 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Að undanskildum tekjum ríkissjóðs vegna sölunnar á Landssímanum hf. hækkuðu tekjurnar um 28,6 milljarða krónur á milli ára. Gjöld ríkissjóðs stóðu hins vegar í stað á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samdráttur hjá BMW

Sala á bílum frá þýsku bílasmiðunum hjá BMW dróst saman um 5,5 prósenta á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Á meðal þeirra bíla sem BMW framleiðir eru bílar undir eigin merkjum, Mini og eðalvagnarnir Rolls-Royce.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skattalækkanir draga úr aðhaldi, tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskap

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Þeir standa nú í 14 prósentum. Seðlabankinn segir í rökstuðningi sínum að verðbólguhorfur hafi batnað verulega en þær séu þó enn óviðunandi og kalli á aðgát og aðhald. Væntingar um hraða lækkun stýrivaxta á næstunni séu því ekki raunsæjar. Bankinn segir matarskattslækkunina draga úr aðhaldi tefja fyrir aðlögun í þjóðarbúskapnum.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir PTI

Eimskip gekk í gær frá kaupum á bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. sem sérhæft er í flutningum á frosnum fiski frá Alaska. Ársvelta félagsins er um fimm til sex milljónir bandaríkjadala á ári eða um 340 til 408 milljónir íslenskra króna. EBITDA er í kringum 350 til 400 þúsund bandaríkjadala eða 24 til 27 milljónir króna. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stóðust próf FME

Regluvarsla hjá bæði Marel og Atlantic Petroleum er almennt í lagi samkvæmt reglubundinni úttekt Fjármálaeftirlitsins á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherhja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leiðirnar liggja saman á marga vegu

Í sumar keypti Straumur-Burðarás 51 prósents hlut í breska ráðgjafarfyrirtækinu Stamford Partners. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitti Nick Barton, einn stofnenda félagsins, og spurði hann út í samstarf fyrirtækjanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Exista yfir væntingum

Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 27,6 milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 24,3 milljörðum króna. Þetta er talsvert meira en greiningardeildir þriggja stærstu viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FME segir regluvörslu í góðu horfi

Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag þrátt fyrir að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, hefðu ákveðið að draga úr olíuframleiðslu frá og með deginum í dag til að sporna gegn frekari verðlækkunum á olíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Windows Vista krefst öflugri tölva

Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hagnaður Time Warner næstum þrefaldast

Hagnaður bandarísku fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti tekna samsteypunnar eru komnar til vegna aukinna auglýsingatekna frá nethluta félagsins, American Online (AOL).

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tengja fjármálaveldi við blóðug mafíuátök í Rússlandi

Ekstr Bladet tengir í dag fjármálaveldi Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans Björgólfs Thors við blóðug mafíuátök í Rússlandi. Nefnd eru til sögunnar leigumorð og pólitísk spilling í baráttu um bjórmarkaðinn í borginni. "Bjór með blóðbragði" er ein af fyrirsögnum greinarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Dagur Group og Árdegi sameinast undir Árdegi

Dagur Group og Árdegi sameinast undir nafni Árdegis eftir að síðarnefnda félagið keypti í vor alla hluti í Degi Group. Fram kemur í tilkynningu frá Árdegi að unnið hafi verið að sameiningu félaganna og er hún nú gengin í gegn.

Innlent
Fréttamynd

Spá hækkandi íbúðaverði

Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lego annar ekki eftirspurn

Danski leikfangaframleiðandinn Lego á í mestu erfiðleikum með að anna eftirspurn vegna niðurskurðar hjá fyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins segir flestar vörur Lego uppseldar og geti fyrirtækið ekki sinnt jólasölu með góðu móti. Búist er við að Lego verði af háum fjárhæðum vegna þessa.

Viðskipti erlent