Bítið

Fréttamynd

Segir enn svig­rúm til að taka fram úr Katrínu

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir kosningabaráttur hafa verið harkalegri en sú sem nú stendur yfir. Baráttan sé samt sem áður sú sem mest spennandi hafi verið allt frá því að Vigdís var kjörin forseti árið 1981. Katrín sé líklegust til að vinna en Halla Hrund, Halla Tómasdóttir og Baldur eigi öll enn sjens í sigur.

Innlent
Fréttamynd

„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“

„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse.

Innlent
Fréttamynd

Lilja fundar með RÚV um „nýlenskuna“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir það algert gáleysi að breyta málfræði tungumálsins án samtals. Hún ætlar að funda með RÚV um „nýlenskuna“ og notkun blaðamanna stofnunarinnar á henni. Sjálf sé hún ekki hrifin af þessari breytingu á tungumálinu.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar alla leið í bar­áttu fyrir nafninu sínu

„Þetta er bara mitt „identity“. Þetta er minn karakter. Ég hef verið kallaður þetta í sautján ár,“ segir Rúnar Hroði Geirmundsson um ákvörðun Mannanafnanefndar að úrskurða að leyfa ekki fólki að bera nafnið Hroði.

Innlent
Fréttamynd

Vilja sinna Ís­lendingum á Spáni betur

Utanríkisráðuneytið hefur lagt til að opnað verði sendiráð Íslands í Madríd á Spáni. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir ákall frá Íslendingum sem þar búa og þangað ferðast um að þeim sé betur sinnt. 25 Íslendingar létust á Spáni 2022 og þúsundir búa þar.

Innlent
Fréttamynd

Svaka­lega erfitt en stór­kost­legt

Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Ný nálgun Sam­fylkingar í orku­málum konfekt í eyrum Jóns

Þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins eru sammála um að nauðsynlegt sé að tryggja að raunhæfir virkjanakostir séu í nýtingarflokki og rammaáætlun sé afgreidd reglulega. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir málið í Bítinu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Á vestur­leiðinni en ekki á hundrað og tíu

Sævar Helgi Lárusson, öryggisstjóri Vegagerðarinnar, segir alltof mikið um hraðakstur í grennd við vegaframkvæmdir. Á morgun verður haldinn morgunfundur á vegum Vegagerðarinnar og Samgöngustofu um átakið „Aktu varlega! - mamma og pabbi vinna hér.

Innlent
Fréttamynd

Búa til barna­efni á ís­lensku á Youtu­be

Kristín Erla Tryggvadóttir, frú Kristín, og tónlistarkonan Auður Linda, ALINA, eru konurnar á bak við Youtube-rásina Frú Kristín, þar sem þær búa til barnaefni á íslensku. Rásin er hugsuð fyrir yngsta aldurshópinn, 0-3 ára. Kristín og Auður voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Bítið í beinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Heimir Karlsson og Ómar Úlfur heilsa áhorfendum Vísis þennan mánudagsmorguninn.

Lífið
Fréttamynd

Heyrist meira af kjaft­æði um lyf en vísinda­legum stað­reyndum

Freyja Jónsdóttir, lektor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, segir ákveðna hópa þurfa að fara varlega þegar þau ferðast erlendis í mikinn hita. Eldra fólk hafi til dæmis minni viðnámsþrótt í miklum hita. Það þurfi að passa upp á sólarvörn og drykki. Það eigi þó alls ekki að hætta að taka lyfin án samráðs við heilbrigðisstarfsmann.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur fólk til þess að leika sér

Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki.

Lífið
Fréttamynd

Betra að fá ó­þægi­legu málin fram fyrr en seinna

Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 

Innlent
Fréttamynd

Best ef for­seti hefur ekki verið í stjórn­mála­starfi

Helga Þórisdóttir, forsetaframbjóðandi og forstjóri Persónuverndar, kaus gegn Icesave og telur mikilvægt að forseti Íslands sé hlutlaus og óháður. Betra sé að hann hafi ekki verið í stjórnmálastarfi. Hún segist munu beita málskotsrétti ef skýr vilji þjóðar er fyrir því.

Innlent
Fréttamynd

Eitruð blanda þegar spilling og skipu­lags­mál fara saman

Stór meirihluti fagfólks sem vinnur að skipulagsmálum í íslenskum sveitarfélögum þekkir dæmi um það að fyrirgreiðsla, eða spilling, hafi haft áhrif á skipulagsákvarðanir sveitarfélaga síðustu þrjú ár. Þetta sýna niðurstöður Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur, aðjúnkts við Háskóla Íslands og fyrrverandi forstjóra Skipulagsstofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Vill geta vísað flótta­fólki úr landi innan tveggja sólar­hringa

Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingar, segir enga óeiningu í Samfylkingunni. Það sé eðlilegt að það séu skoðanaskipti í stórum flokki. Hann segir Samfylkinguna tilbúna í ríkisstjórnarsamstarf og Sjálfstæðisflokkinn þurfa hvíld. Það yrði þeirra alsíðasti kostur í samstarf.

Innlent
Fréttamynd

Tíðni mann­drápa í takt við fjölgun mann­fjölda

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands, segir það eðlilegt að manndrápsmálum fjölgi samhliða fjölgun mannfjöldans á Íslandi. Karlmenn séu stór hluti þeirra sem hafa flutt til landsins, ungir karlmenn, og tölfræðilega sé það líklegra að manndráp og önnur afbrot eigi sér stað meðal þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hætta að skerða ör­orkulífeyri við fyrstu krónu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. 

Innlent
Fréttamynd

Nokkrar klukku­stundir í til­kynningu

Líklegt er að ný ríkisstjórn verði kynnt eftir nokkrar klukkustundir, um hádegisbil. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður þingflokks, vildi ekki staðfesta það sem kemur fram í Morgunblaðinu um ráðherraskipti í Bítinu en sagði styttast í tilkynningu frá formönnum.

Innlent
Fréttamynd

Telja að Þór­dís Kol­brún verði for­sætis­ráð­herra

Fyrrverandi þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi formaður Neytendasamtakanna spá því að Sjálfstæðisflokkurinn taki við forsætisráðuneytinu. Þá telja þeir ólíklegt að formaður flokksins geri tilkall til forsætisráðherrastólsins og líklegra að varaformaðurinn setjist í það sæti. 

Innlent
Fréttamynd

Féð á þrotum og engin hlutdeildarlán í bili

Hlutdeildarlánum verður úthlutað aftur í apríl en óvíst er hvenær opnað verður fyrir úthlutun. Mun fleiri umsóknir hafa borist undanfarið en gert var ráð fyrir og fjármagn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á þrotum. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín ekki með sigur vísan bjóði hún sig fram

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segist ekki vera viss um að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi sigurinn vísan í forsetakosningum bjóði hún sig fram. Hann segir þjóðina vera mikið ólíkindatól þegar það kemur að forsetakosningum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið gefst upp á landtökutilburðum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið eftir eignatilkall til lands að Syðri Fljótum í Skaftárhreppi sem deilt hefur verið um í mörg ár. Bændur að Syðri Fljótum hafa staðið í stappi við ríkið í mörg ár. Þau fagna niðurstöðunni en velta fyrir sér hve langan tíma málið hefur tekið með tilheyrandi kostnaði.

Innlent