Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Guð­rún slapp naum­lega við steinsmuguna

Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu.

Innlent
Fréttamynd

Ný krydd í skuldasúpuna

Á dagskrá fundar borgarstjórnar í dag eru mörg mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á yfirstandandi kjörtímabili. Málaskráin varpar meðal annars ljósi á tillögur sem fulltrúar flokksins hafa hingað til lagt fram svo að hægt sé að ná tökum á rekstri Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­manni blöskrar viðbragðsleysi skóla­stjóra

Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta.

Innlent
Fréttamynd

Fimmta til­raun til að leyfa ráð­stöfun útvarpsgjalds til annarra fjöl­miðla

Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Orð skulu standa

Það er freistandi fyrir stjórnmálamenn, sérstaklega í aðdraganda kosninga, að lofa hinu og þessu eða segjast ætla að gera flest fyrir marga og þannig sópa að sér atkvæðum hjá vongóðum kjósendum. Þessi hegðun getur þó skaðað mikið, bæði fyrir þann sem skapar væntingar og þá sem verða fyrir vonbrigðum. Ein okkar mikilvægasta stétt, kennarar, er því miður á leið í verkfall, enn á ný, því óralangt virðist vera á milli deiluaðila.

Skoðun
Fréttamynd

„Verður að skýrast í þessari viku“

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Stéttin sem Sjálf­stæðis­flokkurinn kaus að yfir­gefa

Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. 

Skoðun
Fréttamynd

Sam­einandi afl í skot­gröfunum?

Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það.

Skoðun
Fréttamynd

Furðar sig á seina­gangi meirihlutaviðræðna

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, segir engan kalla eftir vinstri meirihluta í borginni. Það hafi verið mikil vonbrigði að slitnað hafi upp úr viðræðum hennar og hægri flokkanna sem hún segir gamaldagskreddutal bera ábyrgð á.

Innlent
Fréttamynd

Sann­leikurinn um undir­búning útlendingafrumvarpsins

Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt.

Skoðun
Fréttamynd

Blöskraði fundar­stjórn dyggra stuðnings­manna Guð­rúnar

Færri komust að en vildu þegar Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fundaði í Valhöll í dag til að samþykkja lista með fulltrúum félagsins á komandi landsfundi. Listi stjórnar var samþykktur en formaður samtakanna er yfirlýstur stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Einum fundargesti blöskraði fundarstjórnin í Valhöll.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í smölun og mann­mergð á fundi Heim­dallar

Von er á mannmergð í Valhöll í dag þegar Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun bera upp til samþykktar lista af þeim fulltrúum sem félagið vill senda á landsfund. Samkvæmt skilaboðum virðist stefna í smölun á fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Blár hvalur í kveðju­gjöf

Þótt þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi verið allt annað en sáttur við vinnubrögð Samfylkingarinnar í þingflokksherbergjamálinu, ef svo mætti kalla, þá skildi flokkurinn eftir innflutningsgjöf fyrir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokk hennar.

Lífið
Fréttamynd

Ás­laug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga

Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum.

Skoðun
Fréttamynd

„Við vitum að þessu er stjórnað af Ás­laugu Örnu“

Sjálfstæðismaður til áratuga lýsir hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi í gær. Barist er um sæti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á hverjum slíkum fundi og komast færri að en vilja nú þegar baráttan magnast um nýjan formann. Stuðningsmaður Áslaugar Örnu og borgarfulltrúi segir ekkert nýtt að smalað sé á slíka fundi.

Innlent
Fréttamynd

Fróm fyrir­heit í jóm­frúarræðu­hlað­borði

Ekki er víst að annar eins her þingmanna hafi flutt sínar jómfrúarræður og gerðist nú síðdegis á Alþingi Íslendinga. Ræðurnar voru flestar fluttar af nokkru öryggi og í máli sumra hinna nýju þingmanna mátti greina fróm fyrirheit; þeir ætla að vinna landi og þjóð gagn með störfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sér­kenni­legt að vera úti­lokuð vegna mála sem komi borginni ekki við

Óformlegar meirihlutaviðræður félagshyggjuflokka í borgarstjórn halda áfram en oddvitarnir sem í hlut eiga halda spilunum þétt að sér. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir þetta meirihluta sem henni hugnist síst og segir sérkennilegt að vera í þeirri stöðu að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við.

Innlent
Fréttamynd

Gullafólk, þing­menn og kanónur klöppuðu upp Guð­rúnu

Fólk nátengt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þar á meðal eiginkona hans, var fyrirferðarmikið á vel sóttum framboðsfundi Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hefðbundið merki flokksins fékk að njóta sín, ólíkt því sem var uppi á teningnum á fundi mótframbjóðandans Áslaugar Örnu. Þingmenn, sveitarstjórar og annað áhrifafólk stóð þétt að baki dómsmálaráðherrans fyrrverandi.

Innlent
Fréttamynd

Ás­laug Arna: Ham­hleypa til verka

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann.

Skoðun
Fréttamynd

Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa leitt formann Framsóknarflokksins í gildru í stefnuræðu sinni í gærkvöldi, með því að víkja að hluta til frá þeirri ræðu sem hafði verið afhent þingmönnum fyrirfram til undirbúnings. Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi í framhaldinu refsað Sigurði Inga með „ógeðfelldum“ hætti fyrir að falla í gildruna. Með þessu hafi forsætisráðherra brotið þingskaparlög.

Innlent
Fréttamynd

Kæra sjálf­stæðis­fólk

Það er mikil hætta á úrkynjun í Sjálfstæðisflokknum ef ég verð ekki kosinn formaður. Mótframbjóðendur mínir eru uppaldar í feðraveldi sjálfstæðisflokksins og því mjög mikilvægt að ég sem frambjóðandi kvenna í flokknum fái hljómgrunn og geti sáð fræjum og komið með nýjar áherslur og hugmyndir inn í kjarna flokksins.

Skoðun