
Keflavíkurflugvöllur

Innanlandsflugvöllur betri kostur en millilanda í Hvassahrauni
Samkvæmt heimildum fréttastofu er komist að þeirri niðurstöðu að það muni taka allt að fimmtán ár að byggja flugvöll í Hvassahrauni og gera þurfi ítarlegar rannsóknir á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi.

Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur
Bilun kom upp í afísingarbúnaði.

Nauðsynlegt skref til að hleypa fjárfestum að Keflavíkurflugvelli
Stjórn Isavia samþykkti fyrir helgi að skipta fyrirtækinu í þrennt. Sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans segir það nauðsynlegt skref í einkavæðingu Keflavíkurflugvallar.

Samkeppni skilin frá öðrum þáttum
Stofnuð verða dótturfélög um ólíka starfsemi Isavia og samkeppni skilin frá öðrum þáttum fyrirtækisins. Domavia verður félag um innanlandsflugvelli.

Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld
Fjórar þotur breska flughersins eru komnar til landsins og munu sinna loftrýmisgæslu hér næstu vikur. Þetta er í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem breski flugherinn hefur viðveru á Íslandi í lengri tíma.

Handtekin með þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis
Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fór fram en að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum er rannsóknin á lokastigum.

Öllu flugi á Keflavíkurflugvelli aflýst eða seinkað
Við vonum að sólarlandaplön einhverra Íslendinga hafi ekki þar með fokið út í veður og vind.

Látinn fjúka og lét greipar sópa heima hjá samstarfsmönnum
Málið er rakið í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Flugvél Icelandair snúið við til Keflavíkur eftir að brunaboði fór í gang
Flugvélin lenti heilu og höldnu í Keflavík á níunda tímanum.

Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll
Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur.

Fundu kókaínið falið fyrir ofan loftklæðningu í íbúð mannsins
Sex lítrar af amfetamínbasa fundust á geymslugólfi og tvö kíló af kókaíni fundust fyrir ofan loftklæðningu íbúðar eins mannanna sem grunaðir eru um umfangsmikið fíkniefnasmygl til landsins.

Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn flugvallarins eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins.

Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli grunaður um umfangsmikið fíkniefnasmygl
Íslenskur karlmaður, fæddur árið 1992, var í síðustu viku handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa smyglað talsverðu magni af fíkniefnum til landsins.

Breski herinn verður með viðveru á Íslandi í fyrsta sinn frá seinna stríði
Breski flugherinn, RAF, mun koma til Íslands í annarri viku nóvembermánaðar og sinna loftrýmisgæslu, sem stendur vanalega í þrjár til fjórar vikur.

Harkaleg lending Hulk Hogan í Keflavík
Einkaflugvél glímukappans Hulk Hogan skemmdist í lendingu á Keflavíkurflugvelli í dag.

Vélum beint til Akureyrar vegna atviks á flugbrautinni í Keflavík
Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að draga þurfti litla vél af flugbrautinni eftir að sú rakst í kant við enda flugbrautar.

Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli vegna lítils eldneytis í vél
Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli eftir að boð barst um að lítið eldsneyti væri í vél Icelandair á leið til landsins.

Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC
Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni
Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona.

Ók farþega gegn gjaldi án réttinda
Þetta er í annað sinn á innan við ári sem lögregla á Suðurnesjum hefur afskipti af manninum vegna slíkra mála.

Yfirgefin og ómerkt taska í Leifsstöð á borði lögreglu
Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum fann fyrr í þessari viku tösku fulla af þýfi. Taskan hafði verið skilin eftir í flugstöðinni og segir lögregla eigandann vera farinn af landi brott.

Maxarnir náðu án vandræða til vetrarstöðvanna á Spáni
Tveimur Boeing 737 MAX-vélum Icelandair var flogið frá Íslandi í dag til vetrargeymslu á Spáni. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.

Bílaleigubræður á Suðurnesjum fá það óþvegið á Trustpilot
Framkvæmdastjóri leigunnar segir viðskiptavini hóta öllu illu sé ekki farið að vilja þeirra.

Hér má sjá fyrsta flugtak Boeing MAX-þotu Icelandair í sjö mánuði
Tvær Boeing 737 MAX-vélar Icelandair flugu frá Keflavíkurflugvelli í morgun áleiðis til Spánar. Þetta var í fyrsta sinn frá kyrrsetningu MAX-vélanna um heim allan fyrir sjö mánuðum að vélar þessarar tegundar frá Icelandair tóku á loft.

Fyrsta Boeing Max-vélin flogin til Spánar
Áætlað er að ferjuflug Boeing 737 MAX-vélar Icelandair hefjist núna klukkan níu. Fyrsta vélin tekur þá á loft frá Keflavíkurflugvelli og verður henni flogið til Spánar.

Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland
Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða.

Mættur á sviðið um 50 mínútum eftir að hafa verið hleypt úr vélinni
Vegna óveðursins sem geisaði á landinu í gær var leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson fastur í flugvél á Keflavíkurflugvelli í einhverja klukkutíma.

Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“
Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris.

Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli
Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst.

Ferjuflug MAX-véla Icelandair tefst enn
Fyrirséð er að ferjuflug Boeing 737 MAX-véla Icelandair hefst ekki í þessari viku, og dregst fram yfir helgi, að minnsta kosti. Öflun tilskilinna leyfa hefur reynst flóknari og tímafrekari en vonast var til.