Vinnumarkaður

Fréttamynd

Óttast að ferða­­þjónustunni blæði út

Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég varð fyrir vonbrigðum“

Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 

Innlent
Fréttamynd

Sláandi niður­stöður þrátt fyrir sultar­söng at­vinnu­rekanda

Niðurstaða nýrrar könnunar Rannsóknarstofu vinnumarkaðarins Vörðu eru sláandi varðandi versnandi kjör þeirra lægst launuðu sérstaklega einstæðra foreldra og innflytjenda. Allt að þriðjungur launafólks býr við slæma fjárhagsstöðu, tíundi hluti launafólks býr við skort á efnislegum gæðum og fjórir af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Neita sér um að fara til tann­læknis

And­legri líðan launa­fólks hefur hrakað hratt síðasta árið og um þriðjungur þess er nú talinn búa við slæma and­lega heilsu. Fjöldi þeirra hefur þurft að neita sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna fjárhagsstöðu sinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Þriðjungur vinnandi fólks á erfitt með að ná endum saman

Tæplega þriðjungur vinnandi fólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og á erfitt með að ná endum saman. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Vörðu - Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, en hún sýnir að staðan hafi versnað mikið síðasta árið.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Staða launa­fólks á Ís­landi

ASÍ og BSRB standa fyrir veffundi í dag þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu um stöðu launafólks. Fundurinn hefst klukkan 13 og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Segir ekkert hæft í ásökunum nafna síns Ragnarssonar

„Ég bara næ ekki um hvað hann er að tala og hvaða ásakanir þetta eru,“ segir Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), um það sem fram kemur í framboðstilkynningu nafna hans Ragnarssonar.

Innlent
Fréttamynd

Kanna orðspor umsækjenda í stjórnendastörf

Í kjölfar frásagnar Vítalíu Lazareva fyrr í mánuðinum um að þjóðþekktir menn í atvinnulífinu hafi brotið á henni kynferðislega, hafa margir velt fyrir sér hvort það hafi í raun eitthvað breyst, frá því að #metoo bylgjan fór af stað haustið 2017.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eðli­leg krafa að ríkið greiði laun starfs­manna í ein­angrun

Hertar sóttvarnaaðgerðir hafa gífurleg áhrif á daglega starfsemi margra fyrirtækja. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir frekari lausnum gagnvart fyrirtækjum sem verst verða fyrir barðinu á takmörkunum og telur eðlilegt að ríkið greiði laun starfsmanna í einangun.

Innlent
Fréttamynd

Krónutöluhækkanir komi ekki til greina framvegis

„Það liggur fyrir að lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir. Það stefnir í að kaupmáttaraukning þeirra verði í besta falli engin á mörgum mörkuðum. Það mun hafa áhrif á okkar áherslur. Krónutöluhækkanir koma ekki til greina framvegis," segir Friðrik Jónsson, formaður BHM.

Innherji
Fréttamynd

Sóttvarnir

Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín.

Skoðun
Fréttamynd

Ólöf Helga fremst á lista Eflingar

Ólöf Helga Adolfs­dóttir, vara­­for­­maður Eflingar og fyrr­verandi hlað­­maður hjá Icelandair, er for­­maður á lista sem upp­­­stillinga­­nefnd Eflingar lagði fram í dag og stjórn fé­lagsins sam­þykkti á fundi sínum.

Innlent