Fagnar samningi SGS og vonar að hann ryðji brautina fyrir aðra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. desember 2022 15:24 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vonar að nýr kjarasamningur liðki fyrir næstu viðræðum sem fram undan er. Vísir/Vilhelm Aðgerðir til að liðka fyrir kjaraviðræðum sem snúa að barnabótum og húsnæðismálum eru til umræðu í þjóðhagsráði að sögn fjármálaráðherra. Hann kveðst ánægður með nýgerðan samning Starfsgreinasambandsins. Í þjóðhagsráði sitja ásamt formönnum stjórnarflokkanna í ríkisstjórn og fulltrúar nokkurra stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og seðlabankans. Bjarni segir útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum til umræðu á þeim vettvangi. „Í þessari lotu erum við í ríkisstjórninni mikið að horfa til þeirra sem eru á lægri endanum. Við höfum rætt barnabætur, húsnæðismál, húsnæðiskostnað þeirra sem eru með minna á milli handanna. Það þarf að auka framboð á húsnæði svo húsnæðisliðurinn hætti að valda auknum þrýstingi á verðhækkanir í landinu. Ég held að með sameiginlegu átaki sé þetta allt saman viðráðanlegt.“ Rætt er við fjármálaráðherra hér að neðan. Hann segist fullviss um að stjórnvöld geti skilað sínu í þeim efnum. „Útfærslan er eitthvað sem við erum tilbúin að hlusta eftir hugmyndum um.“ Takist að ná tökum á verðbólgunni sé hægt að sækja frekari lífskjarabætur. Hann segist því sýna því ákveðinn skilning að nú sé verið að landa kjarasamningum til skamms tíma og bindur vonir við að nýgerður samningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins verði til þess að ryðja brautina fyrir aðra og telur raunar niðurstöðuna góða fyrir alla aðila. „Mér sýnist að það séu töluverðar kjarabætur í þessum samningi sömuleiðis og ánægjulegt að tekist hafi samkomulag við Samtök atvinnulífsins um þessa niðurstöðu, þó að hún sé til skamms tíma. Maður verður að sýna því skilning að vegna ákveðinnar óvissu, meðal annars vegna verðbólgunnar, að menn vilji semja til skemmri tíma. Þetta ryður vonandi brautina fyrir aðra sem kunna að koma í kjölfarið. Það er það sem maður bindur vonir við.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira
Í þjóðhagsráði sitja ásamt formönnum stjórnarflokkanna í ríkisstjórn og fulltrúar nokkurra stéttarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og seðlabankans. Bjarni segir útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum til umræðu á þeim vettvangi. „Í þessari lotu erum við í ríkisstjórninni mikið að horfa til þeirra sem eru á lægri endanum. Við höfum rætt barnabætur, húsnæðismál, húsnæðiskostnað þeirra sem eru með minna á milli handanna. Það þarf að auka framboð á húsnæði svo húsnæðisliðurinn hætti að valda auknum þrýstingi á verðhækkanir í landinu. Ég held að með sameiginlegu átaki sé þetta allt saman viðráðanlegt.“ Rætt er við fjármálaráðherra hér að neðan. Hann segist fullviss um að stjórnvöld geti skilað sínu í þeim efnum. „Útfærslan er eitthvað sem við erum tilbúin að hlusta eftir hugmyndum um.“ Takist að ná tökum á verðbólgunni sé hægt að sækja frekari lífskjarabætur. Hann segist því sýna því ákveðinn skilning að nú sé verið að landa kjarasamningum til skamms tíma og bindur vonir við að nýgerður samningur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins verði til þess að ryðja brautina fyrir aðra og telur raunar niðurstöðuna góða fyrir alla aðila. „Mér sýnist að það séu töluverðar kjarabætur í þessum samningi sömuleiðis og ánægjulegt að tekist hafi samkomulag við Samtök atvinnulífsins um þessa niðurstöðu, þó að hún sé til skamms tíma. Maður verður að sýna því skilning að vegna ákveðinnar óvissu, meðal annars vegna verðbólgunnar, að menn vilji semja til skemmri tíma. Þetta ryður vonandi brautina fyrir aðra sem kunna að koma í kjölfarið. Það er það sem maður bindur vonir við.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Sjá meira