Reykjavík

Fréttamynd

Jafnaðar­manna­stefnan – stefna vel­ferðar

Samfylkingin hefur stefnu jöfnuðar í efnahagsmálum þjóðarinnar – hvernig nýta skuli tekjustofna ríkisins. Í stað þess að sækja allar tekjur ríkisins í vasa launafólks og hlífa þannig peningaöflunum er litið til þess að sækja tekjur í ríkissjóð með öðrum hætti, láta þá ríku borga meira og innheimta alvöru auðlindagjöld.

Skoðun
Fréttamynd

Álfa- og jólahúsið í Laugar­dalnum heyrir sögunni til

Birna Sigmundsdóttir hefur komið upp miklu jólaþorpi í garði sínum að Dragavegi fimm í Laugardalnum ár hvert í fimmtán ár. Nú standa yfir nágrannaerjur við fólk á efri hæðinni sem vill ekkert með skreytingarnar hafa. Birna hefur yfirleitt skreytt garðinn með álfastyttum í stað jólakrauts á sumrin.

Lífið
Fréttamynd

Brynja og Þór­hallur kveðja Nýlendugötuna

Brynja Nordquist fyrrverandi flugfreyja og Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður hafa sett hús sitt við Nýlendugötu á sölu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu en fermetraverðið er í hærra lagi eða 1,2 milljón á fermetrann.

Lífið
Fréttamynd

Plokk­dagurinn mikli haldinn há­tíð­legur um land allt

Plokkdagurinn mikli var haldinn hátíðlegur með skipulagðri ruslatínslu víða um land í dag. Dagurinn er nú haldinn í sjöunda skipti og var settur með viðhöfn í Grafarvogi í morgun, að viðstöddum forseta Íslands og umhverfisráðherra. Vaskir plokkarar hófu leika strax í kjölfarið og ætla má að borgin sé orðin talsvert þrifalegri eftir yfirferð þeirra, enda safnaðist víðast hvar hratt í ruslapokana.

Innlent
Fréttamynd

Á ofsa­hraða undir á­hrifum fíkni­efna

Maður var handtekinn í kvöld eftir ofsaakstur í Vogahverfi í Reykjavík. Lögreglan veitti manninum eftirför með aðstoð sérsveitarinnar. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Fundu hræ fimm hvolpa í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir tóku annan starfs­mannanna háls­taki

Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil gleði þegar Bergur komst í mark

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum.

Innlent
Fréttamynd

Takk fyrir vettlingana!

Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað varð um sam­veruna?

Samvera finnur sér stað þar sem byggt er undir hana. Samveran getur fundið sér stað á bekk undir beru lofti á sólríku dvalarsvæði, í göturýminu, í þvottahúsinu í sameigninni, á stigapallinum á milli 2. og 3. hæðar, í stofunni og í alrýminu svokallaða.

Skoðun
Fréttamynd

Ellý snýr aftur vegna fjölda á­skorana

Söngleikurinn Ellý, sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellýjar Vilhjálms, snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í takmarkaðan tíma. 

Lífið
Fréttamynd

Mót­mælendur fengu ó­væntan lið­styrk frá Hollywood

Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Inn­sigla B5 að kröfu Skattsins

Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skemmdarvargar á eftir útilistaverkum eftir Einar Jóns­son

Viðgerð er hafin á útlistaverkinu Útlögum sem var skemmt í gær. Það verður bæði  kostnaðarsamt og tímafrekt að gera við verkið að  sögn deildarstjóra Listasafns Reykjavíkur. Þetta er í annað skipti á nokkrum árum sem útilistaverk eftir Einar Jónsson fær slíka útreið.

Innlent
Fréttamynd

Fá­gæt og fal­leg eign við Flóka­götu

Við Flókagötu 43 má finna glæsilega 159 fermetra sérhæð á tveimur hæðum, þar af ris sem er undir súð, í reisulegu steinhúsi sem var byggt árið 1945. Húsið er teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 140 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Niðri fyrir vegna Út­laganna

Egill Helgason, fjölmiðlamaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, er á meðal þeirra sem fussar og sveiar yfir óvæntri og óútskýrðri gullhúðun á styttunni Útlagar við Melatorg í Reykjavík. Sagnfræðingur bendir á að málningin muni veðrast strax af.

Innlent
Fréttamynd

Grínari selur í­búð í Vestur­bænum

Grínistinn Jakob Birgisson og Sólveig Einarsdóttir hafa sett íbúð þeirra við Öldugötu í Vesturbænum á sölu. Jakob segist muna kveðja íbúðina og góða nágranna með trega.

Lífið
Fréttamynd

Út­lagar spreyjaðir gylltir

Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa.

Innlent