Bólivía

Evo Morales segir af sér
Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu.

Morales boðar til nýrra kosninga
Forseti Bólivíu tilkynnti í dag að boðað verði til nýrra kosninga í landinu eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar drógu framkvæmd kosninganna í efa.

Hópur mótmælenda dró bæjarstjórann um götur bæjarins og sökuðu um morð
Andstæðingum og stuðningsmönnum stjórnvalda hefur lent allnokkru sinnum saman undanfarið í kjölfar forsetakosninga 20. október síðastliðinn. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í þeim átökum.

Morales lýsir yfir sigri og sakar andstæðing sinn um svindl
Forseti Bólivíu lýsti í dag yfir í forsetakosningum í landinu, með rétt rúmlega tíu prósenta mun.

Hentu öllu frá sér og ferðuðust um heiminn í sex mánuði
Hjónin Alexía Björg og Guðmundur ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi.

Herforingjar dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar
Tuttugu og fjórir fyrrverandi yfirmenn og ráðherra herforingjastjórnar voru dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar, launráðs herforingjastjórnarinnar gegn andófsfólki í álfunni.

Dómari lést í miðjum fótboltaleik
Dómari í Bólivíu lést í þunna loftinu á Municipal Stadium í El Alto en völlurinn er í 3.900 metra hæð yfir sjávarmáli.

Handtekinn í Bólivíu eftir nær fjörutíu ár á flótta
Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battistii var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu.

Hélt upp á 118 ára afmælið um helgina
Hin bólivíska Julia Flores, eða "Mamma Julia“ eins og hún er jafnan kölluð, er líklegast elsta manneskja heims sem er á lífi í dag.

Bólivía dæmd til að vera áfram landlukin
Bólivíumenn hafa gert kröfu um að Sílemenn veiti þeim aðgang að sjó sem þeir fyrrnefndu misstu í stríði ríkjanna seint á 19. öld.

Bólivíumenn flíka flennistórum fána í landsvæðadeilu
Bólivíumenn hafa lögsótt Síle vegna landsvæðis sem Bólivíumenn telja sig hafa tilkall til.

Heimilar Morales að bjóða sig fram að nýju
Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur heimilað forseta landsins, Evo Morales, að bjóða sig fram til forseta í fjórða sinn.