Slökkvilið

Fréttamynd

Betur fór en á horfðist í Hafnar­firði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins.

Innlent
Fréttamynd

Vatns­­­leki í World Class Laugum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bílskúr brann á Kjalarnesi

Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann.

Innlent
Fréttamynd

Eldvarnir í dagsins önn

Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Þing­menn kasta á milli sín heitri klám­kar­töflu

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess.

Innlent
Fréttamynd

Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal

Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum.

Innlent
Fréttamynd

Kaldir og blautir eftir svaðil­för við Elliða­vatn

Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn.

Innlent
Fréttamynd

Upp­þvotta­vél brann yfir í hús­næði FÍH

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað við húsnæði FÍH í Rauðagerði seinni partinn í dag þegar eldur kviknaði út frá uppþvottavél og mikinn reyk lagði um húsnæðið. Að sögn formanns félagsins fór betur en á horfðist og góð viðvörunarkerfi hafi sannað gildi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Mikill við­búnaður slökkvi­liðs í Rauða­gerði

Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir. 

Innlent
Fréttamynd

Einn fluttur á sjúkrahús vegna potts á hellu

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í dag tilkynning um reyk frá íbúð í Garðabæ. Tilkynningunni fylgdi að minnst einn var inn í íbúðinni og var slökkvilið frá fjórum stöðvum sent í útkallið.

Innlent