Rússland

Fréttamynd

Hæga­gangur á rúss­neska hag­kerfinu

Stór fyrirtæki í Rússlandi eru að draga saman seglin þar sem dregið hefur úr umsvifum stríðshagkerfisins svo kallaða. Á sama tíma hefur neysla dregist saman í Rússlandi og einnig útflutningur. Ekki er þó verið að segja upp fólki heldur fækka vinnustundum og beita öðrum leiðum til að lækka kostnað.

Erlent
Fréttamynd

Eig­andi Vélfags segir vinnu­brögð ráðu­neytisins ekki vera eðli­lega stjórn­sýslu

Aðaleigandi hátæknifyrirtækisins Vélfags, sem stendur frammi fyrir gjaldþroti eftir að hafa sætt viðskiptaþvingunum vegna meintra tengsla við rússneskt útgerðarfélag, lýsir vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda sem „mótsagnakenndum“ og ekki til marks til marks um eðlilega stjórnsýslu. Fyrirtækið er grunað um að vera raunverulega í eigu Norebo JSC, og utanríkisráðuneytið segir engin gögn hafa borist sem geti sýnt fram á annað, en Evrópusambandið hefur sakað það félag um styðja við og framkvæma aðgerðir Rússlandsstjórnar sem „grafa undan eða ógna öryggi“ í álfunni.

Innherji
Fréttamynd

Kenna Evrópu- og Banda­ríkja­mönnum um litlar líkur á friði

Rússar segja að sú hreyfing sem hafi verið komin á friðarviðræður varðandi hernað Rússa í Úkraínu eftir fund Vladimírs Pútín og Donalds Trump í Alaska í haust sé horfin. Sergei Ríabkóv, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði við blaðamenn í Rússlandi í dag að það væri að mestu ráðamönnum í Evrópu að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Miður að börn fylgi for­eldrum en ekki öfugt

Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti

Þjóðaröryggisráð Íslands kom saman í dag en vinna er þegar hafin við að efla varnir gegn fjölþáttaógnum að sögn utanríkisráðherra. Betur má ef duga skal en til standi að efla tækni, eftirlits-, greiningar- og viðbragðsgetu. Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar en tilfellum óvelkominnar drónaumferðar í Evrópu heldur áfram að fjölga en Rússar halda áfram að hafna ásökunum um að bera ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki.

Erlent
Fréttamynd

Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi

Tveggja vikna tvíburum og tveggja ára bróður þeirra var á mánudag vísað frá Íslandi ásamt foreldrum sínum og þau send til Króatíu. Amma þeirra, frændi og frænka hafa haft alþjóðlega vernd hér á landi í nokkur ár en lögfræðingur fjölskyldunnar segir Útlendingastofnun hafa neitað að upplýsa króatísk stjórnvöld um mögulega fjölskyldusameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum

Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið.

Erlent
Fréttamynd

Brýnt að koma raf­magni aftur á kjarn­orku­verið

Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum.

Erlent
Fréttamynd

Ná ekki að leika árangur Wagner eftir

Rúmum tveimur árum eftir dauða Jevgenís Prígósjín, rússnesks auðjöfurs og eiganda málaliðahópsins Wagner, hefur staða Rússa í Afríku versnað töluvert. Nýi málaliðahópur Rússa, Afríkudeildin, sem rekinn er af varnarmálaráðuneytinu hefur ekki skilað sama árangri og Wagner gerði á sínum tíma, hvorki með tilliti til hagnaðar eða áhrifa.

Erlent
Fréttamynd

Til­kynnt um dróna yfir Kefla­víkur­flug­velli

Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum.

Innlent
Fréttamynd

Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarn­orku­veri

Kjarnorkuverið í Sapórisjía í Úkraínu hefur nú verið ótengt í fimm daga og kælikerfi þess keyrt með ljósavélum. Auknar áhyggjur eru uppi um öryggi kjarnorkuversins en Úkraínumenn og Rússar skiptast á að kenna hvor öðrum um ástandið.

Erlent
Fréttamynd

Sjálft lýð­ræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga

Moldóvar ganga til þingkosninga í dag og að sögn sitjandi forseta er framtíð lýðræðis í landinu undir. Skoðanakannanir gefa til kynna að stjórn Evrópusinna og standi hnífjafnt en stjórnarandstaðan hefur verið sökuð um að þiggja tugi milljarða króna af Rússum.

Erlent
Fréttamynd

Á­rásir stóðu yfir í rúma tólf tíma

Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar.

Erlent
Fréttamynd

Co­mey hvergi banginn þrátt fyrir á­kæru

James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rúss­land

Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent