
Bretland

Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn
Tannréttingarlæknirinn John Mew, sem taldi að hægt væri að stýra vexti kjálka með andlitsæfingum sem kallast að mew-a, er látinn 96 ára að aldri. Mew var umdeildur meðal kollega sinna en aðferðir hans náðu vinsældum á samfélagsmiðlum upp úr 2019.

Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa
Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin.

Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð
Breskur karlmaður á tíræðisaldri var í gær sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og drepið konu árið 1967. Talið er að þetta sé elsta óleysta manndrápsmálið sem hefur nokkru sinni verið leitt til lykta á Bretlandi.

Árin hjá Spotify ævintýri líkust
„Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri.

Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum
Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi.

Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn
Lögregluyfirvöld í Somerset í Bretlandi eru með ummæli sem hljómsveitirnar Bob Vylan og Kneecap létu falla á sviði á tónlistarhátíðinni Glastonbury til skoðunar. Á tónleikunum, sem voru í beinni útsendingu á BBC, kölluðu Bob Vylan eftir dauða ísraelskra hermanna.

Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði
Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson.

Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði
Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári.

Beckham á spítala
David Beckham hefur verið lagður inn á spítala af óþekktum ástæðum. Victoria Beckham birti mynd á samfélagsmiðlum af knattspyrnumanninum fyrrverandi í sjúkrarúmi með hægri handlegginn í fatla.

Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár
Breska tískudrottningin Anna Wintour mun stíga til hliðar sem ritstjóri tímaritsins American Vogue eftir 37 ár í starfi.

Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn
Til stendur að Bretland eignist aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn. Bretar hafa ekki haft yfir slíkri þotu að ráða síðan 1998, þegar dregið var úr hernaðarumsvifum þeirra eftir að Kalda stríðinu lauk.

Áhrifavaldur sakaður um að bera ábyrgð á dauða dóttur sinnar
Synir breskrar konu sem er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um bóluefni og heilsu á samfélagsmiðlum saka hana um að bera ábyrgð á dauða systur þeirra. Hún lést af völdum krabbameins sem læknar töldu góðar líkur á að lækna með lyfjameðferð eftir að hún hafnaði meðferðinni.

Embættis- og ráðamenn tjá sig um árásina
Ýmsir embættis- og ráðamenn hafa tjáð sig í dag um árásir Bandaríkjanna á Íran. Flestir tóku í sama streng og sögðu að Íranir ættu ekki að eiga neins konar kjarnorkuvopn.

Skrefi nær því að leyfa dauðvona fólki að leita sér dánaraðstoðar
Breska þingið samþykkti frumvarp sem leyfir dauðvona fólki á Englandi og í Wales að velja að binda enda á líf sitt. Skiptar skoðanir voru um frumvarpið og skipti hópur þingmanna um skoðun frá fyrri atkvæðagreiðslu um það í vetur.

Utanríkisráðherrar funda um Íran í Genf
Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, fundar í dag í Genf með utanríkisráðherrum Bretlands, Frakklands og Þýskalands. Markmið fundarinst er að reyna að finna diplómatíska lausn við stríði Ísrael og Íran. Donald Trump hefur tilkynnt að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að ákveða hvort hann blandi sér í stríðið.

Fyrsta konan sem stýrir MI6
Blaise Metreweli verður fyrsta konan sem stýrir bresku utanríkisleyniþjónustunni MI6 í 116 ára sögu stofnunarinnar síðar á þessu ári. Hún hefur aldarfjórðungs langa reynslu af störfum fyrir leyniþjónustunar og er tæknistjóri MI6 sem þekktur er sem „Q“.

Leita vísbendinga um flugslysið og fleiri fórnarlamba
Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna.

„Rasísk glæpamennska“ hélt áfram á Norður-Írlandi í nótt
Sautján lögreglumenn særðust þegar óeirðarseggir köstuðu bensínsprengjum, múrsteinum og flugeldum í þá í ofbeldisfullum mótmælum sem héldu áfram á Norður-Írlandi, aðra nóttina í röð. Lögreglan lýsir mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“.

Bras á breska Umbótaflokknum þrátt fyrir velgengnina
Formaður breska Umbótaflokksins sagði skyndilega af sér í gær eftir deilur við nýjan þingmann flokksins um mögulegt búrkubann. Hann segist ekki lengur telja að tíma sínum sé vel varið í að reyna að koma Umbótaflokknum í ríkisstjórn.

Rýming í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni
Um tuttugu þúsund manns hefur verið gert að rýma heimili sitt í Köln vegna þriggja sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni sem fundust nýlega. Bandamenn komu sprengjunum fyrir í seinni heimsstyrjöldinni en þeir sprungu ekki á þeim tíma.

Aftur hafin leit að Madeleine McCann
Leit að Madeleine McCann sem hvarf fyrir átján árum var tekin upp að nýju í morgun. Þýska og portúgalska lögreglan standa saman að aðgerðinni og leitað verður fram á föstudag.

Vill sameina þjóðina um hernaðaruppbyggingu
Bretar ætla að fjölga kjarnorkuknúnum kafbátum sínum og gera aðrar breytingar sem ætlað er að auka getu ríkisins til að heyja nútímastríð. Keir Starmer, forsætisráðherra, segist ætla að auka fjárútlát til varnarmála í þrjú prósent af landsframleiðslu en vill ekki segja hvernær ná á þeim áfanga.

Race Across the World-keppandi látinn eftir bílveltu
Bretinn Sam Gardiner, sem þekktur er fyrir að hafa verið meðal keppanda í raunveruleikaþáttunum Race Across the World, er látinn eftir bílveltu á hraðbraut nærri Manchester í Englandi. Hann varð 24 ára gamall.

Fleiri ákærur væntanlegar í Liverpool
Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að keyra inn í þvögu fólks í miðborg Liverpool á dögunum mætti í fyrsta sinn í dómsal í dag. Þar var ákveðið að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi á meðan réttað verður yfir honum.

Í Love Island eftir lífshættulegt slys
Breska fyrirsætan og áhrifavaldurinn Sophie Lee, 29 ára frá Manchester, hefur verið ráðin í næstu þáttaröð Love Island sem hefst á sjónvarpsstöðinni ITV2 í júní. Þátturinn fer fram á spænsku eyjunni Mallorca, og verður þetta tólfta sería hins vinsæla raunveruleikaþáttar.

Russell Brand lýsir yfir sakleysi sínu
Breski grínistinn Russell Brand, sem ákærður hefur verið fyrir nauðganir og kynferðisbrot í Bretlandi, lýsti í morgun yfir sakleysi sínu. Hann tók í morgun í fyrsta inn í dómsal afstöðu gagnvart ákærunum og sagðist saklaus gegn öllum fimm ákærunum sem hann stendur frammi fyrir.

Utanríkisráðherra Breta á Íslandi: „Gleður mig að Ísland vill vera með í bandalagi viljugra þjóða“
Utanríkisráðherra Bretlands heimsótti Ísland í dag og fundaði með íslenska utanríkisráðherranum. Til umræðu voru samstarf ríkjanna, skuggaflotar Rússa og hungursneyð í Gasa en einnig skoðunarferð um aðstöðu NATO á Keflavíkurflugvelli.

Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool
Karlmaðurinn sem ók í gegnum skrúðgöngu til heiðurs Liverpool hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Tugir manna slösuðust, sá yngsti einungis níu ára.

Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna
Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands
David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til Íslands á fimmtudag í stutta vinnuheimsókn ásamt sendinefnd. Hann mun funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.