Japan

Herflugvélar skullu saman undan ströndum Japan
Fimm bandarískra landgönguliða er saknað eftir að tvær herflugvélar skullu saman í Kyrrahafinu undan ströndum Japan í nótt.

Grunaður um að hafa stungið bónusum undirmanna í eigin vasa
Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, sem handtekinn var í gær er grunaður um fjölmörg brot að því er japanskir fjölmiðlar hafa greint frá í gær og í dag

Stjórnandi Nissan grunaður um fjármálamisferli
Stjórnarformaðurinn er sagður hafa vantalið tekjur sínar til að fela greiðslur sem hann fékk.

Sjálfsvígstíðni barna í Japan ekki verið hærri í þrjá áratugi
Frá árinu 2016 til marsmánaðar á þessu ári höfðu 250 börn undir átján ára aldri framið sjálfsvíg. Flest barnanna voru á menntaskólaaldri.

Vill dýpka samband Íslands og Japans
Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, er staddur á Íslandi vegna Arctic Circle ráðstefnunnar. Hann ræðir við Fréttablaðið um samband ríkjanna, málefni norðurslóða, loftslagsbreytingar og ástandið á Kóreuskaga.

Ákærð fyrir að ljúga til um gæði stáls
Japanska stálframleiðslufyrirtækið Kobe Steel hefur verið ákært fyrir brot á samkeppnislögum.

#MeToo teygir sig til Japan
Yfirmaður í japanska fjármálaráðuneytinu hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar ásakana um að hafa áreitt fréttakonu kynferðislega. Blaðamannafélag Japan hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fordæmdar eru starfsaðstæður margra kvenkyns félagsmanna.

Súmóhneykslið dregur dilk á eftir sér
Hinn mikilsmetni súmóglímukappi Harumafuji hefur ákveðið að leggja Mawashi-beltið sitt á hilluna.

Lést Amelia Earhart í haldi Japana?
Gömul mynd sem fannst nýlega í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna er sögð gefa í skyn að frægasti kvenkyns flugmaður sögunnar, Amelia Earhart, hafi ekki dáið í flugslysi í Kyrrahafinu.

Geislavirkni í Fukushima í hæstu hæðum
Nýjar mælingar frá Fukushima-kjarnorkuverinu sýna geislun mun meiri en áður var gert ráð fyrir. Þetta gæti haft áhrif á frekari aðgerðir á svæðinu.