Icelandair

Fréttamynd

Flugmenn og Icelandair funda

Samninganefndir Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair eru fundi þar sem samningaviðræður fara fram um hugsanlega kjarasamninga. Samninganefndirnar hittust klukkan hálf tvö í húsakynnum Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Grafalvarlegt ef Icelandair færi í þrot“

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að ef Icelandair yrði gjaldþrota myndi það þýða að batanum í efnahagslífinu hér á landi yrði seinkað um eitt til tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki útlit fyrir frekari viðræður Icelandair og flugfreyja

Forstjóri Icelandair segir áhyggjuefni að ekki verði lengra komist í viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að ekki hafi verið boðað til frekari funda og að ekki sé útlit fyrir að svo verði eftir að fundi var slitið fyrir hádegi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Færi frekar á bætur en að samþykkja tilboðið frá Icelandair

Guðmunda Jónsdóttir, sem starfað hefur óslitið sem flugfreyja óslitið síðan 1984 og segist muna tímana tvenna, segir stöðuna í dag alls ekki góða. Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands eiga í samningaviðræðum á erfiðum tíma flugfélagsins sem reynir að safna 29 milljörðum í hlutafé fyrir 22. maí.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair sá sér ekki fært að halda viðræðum áfram á grundvelli tilboðs flugfreyja

Samningafundur Flugfreyja og Icelandair, sem hófst klukkan ellefu í morgun, stóð yfir í klukkustund áður en honum var frestað. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við fréttastofu að samninganefnd Icelandair hefði ekki séð sér fært að halda viðræðum áfram á grundvelli þess tilboðs sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur lagt fram.

Innlent
Fréttamynd

„Ótrúlega stutt“ á milli flugmanna og Icelandair

Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir stutt á milli í kröfum flugmanna og Icelandair. Hann segir óheppilegt að Icelandair hafi ákveðið að senda tilboð sitt á alla flugmenn Icelandair eftir að samninganefnd flugmanna hafði hafnað að bera það undir félagsmenn

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameiginlegt verkefni að ná langtímasamningum

Forstjóri Icelandair segir það sameiginlegt verkefni félagsins og starfsmanna að ganga frá langtímasamningum til þess að geta sýnt væntanlegum fjárfestum fram á samkeppnishæfni flugfélagsins. Í viðræðum við flugstéttir sé lögð áhersla á að auka vinnuframlag en verja ráðstöfunartekjur starfsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyjur funda enn í Karphúsinu

Samningafundur Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair sem fram fer í húsakynnum ríkissáttasemjara í Karphúsinu stendur enn yfir en fundahöld hófust í kvöld klukkan 20.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnendaklíkur og alþjóðavæðing

Í tilefni af pistli sem María Stefánsdóttir, sölustjóri Icelandair, skrifar og lýsir ömurlegu viðhorfi mínu í garð stjórnenda fyrirtækisins og nefnir meðal annars orðalag mitt um stjórnendaklíku, vil ég koma eftirfarandi á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Launafrost til 2023

Í tillögum sem lagðar voru fram af Icelandair í kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands í gær er farið fram á 18 til 35 prósenta launaskerðingu flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekkert uppi um samning flugvirkja

Flugmenn hafa boðið 25 prósenta kjaraskerðingu í samningaviðræðum við Icelandair. Flugfreyjur hafa sömuleiðis boðið ýmsar tilslakanir á kjörum. Fullyrt er í Morgunblaðinu í dag að þessar stéttir þurfi að taka á sig 50 til 60 prósenta skerðingu til að forða flugfélaginu frá gjaldþroti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugmenn og Icelandair funda áfram á morgun

Fundi samninganefnda Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og Icelandair lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Formaður FÍA segist vongóður um að viðræðurnar séu á réttu spori. Fundað verður áfram á morgun.

Innlent