
Skipulag

Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa
Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu.

Segir íbúðirnar sniðnar að fyrstu kaupendum
Íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í nýrri Hlíðarendabyggð voru sýndar í dag. Verðið er frá tæpum fjörutíu milljónum króna, en framkvæmdastjóri segir einblínt á fyrstu kaupendur. Fyrirhugað er að um 800 íbúðir rísi á svæðinu á næstu árum.

Rótgrónir Álftnesingar vilja brúa Skerjafjörð
Rótgrónir Álftnesingar eru jákvæðir fyrir því að fá brú yfir Skerjafjörð. Tenging yfir fjörðinn styttir aksturstímann úr miðborg Reykjavíkur yfir á Álftanes úr 20 mínútum í 5 mínútur.

Guðni um nýjan Laugardalsvöll: „Mikilvægt að geta lokað þakinu“
Niðurstöður starfshóps um uppbyggingu Laugardalsvallar voru kynntar í dag og undirbúningsfélag um mögulega framkvæmd hefur verið stofnað. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir bjartsýnustu menn sjá flautað til leiks á nýjum velli árið 2020.

Sjáðu hvað starfshópurinn um uppbyggingu Laugardalsvallar skilaði af sér
Starfshópur sem ríkið og Reykjavíkurborg skipaði 11. janúar síðastliðinn um uppbyggingu Laugardalsvallar hefur nú skilað af sér niðurstöðum.

Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki
Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær.

Vilja hjólastíg á milli Miklubrautar og Bústaðavegar
Áætlað er að framkvæmdin, auk hljóðvarnaraðgerða og endurgerðar göngustígs, kosti 270 milljónir króna.

Skagamenn fá að ráða örlögum strompsins
Bæjarstjórinn vill að hann víki.

Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar að beita sér fyrir auknu aðgengi að áfengi
Mun ræða við Hagkaupsmenn um málið sem og þingmenn.

Deilu Norðurturnsins og Smáralindar um bílastæði vísað aftur í hérað
Málið má rekja til þess að Norðurturninn stefndi verslunarmiðstöðinni og Kópavogsbæ og vildi staðfestingu dómstóla á að kvaðir um samnýtingu bílastæða séu í gildi

Starfsmenn glíma enn við eftirköst myglu á Kirkjusandi
Nokkrir starfsmenn Íslandsbanka hafa enn ekki flust yfir í nýjar höfuðstöðvar bankans í Norðurturninum í Kópavogi meðan framkvæmdir þar hafa staðið yfir. Ástæðan er að þau eru viðkvæm fyrir ryki og raski eftir veikindi sem rekja má til myglu- og rakaskemmda í gömlu höfuðstöðvunum. Ráðgert að rífa gamla húsið.

Leyndardómar Laugardalsstúku
Í stúkunni við Laugardalslaug er að finna dularfull skúmaskot og leyndardómsfulla hluti.

Hafnar vegg á eigin lóð til að leysa ljósmengun
Formaður húsfélags stendur fast við að hann hafi óskað viðtals við bæjarstjóra Kópavogs vegna deilu um bílageymslu þótt bæjarstjórinn kannist ekki við það. Bærinn bjóði enn óásættanlega lausn í málinu og megi því búast við dómsmáli.

Nasa-salurinn rifinn
Framkvæmdir á Landssímareitnum svokallaða við Austurvöll hófust í dag með niðurrifi Nasa-salarins sem deilur hafa staðið yfir um í mörg ár.

Hollvinasamtök leggja fram kæru
Samtök unnenda sundahallar Keflavíkur funduðu með Minjastofnun.

Stöðva ekki vinnu við legsteinasafn
Framkvæmdir við legsteinasafn listamannsins Páls Guðmundssonar í Húsafelli verða ekki stöðvaðar á meðan leyst er úr kærumáli vegna safnsins.

Tvær milljónir í bilaðan goshver
Leggja á nýja leiðslu að goshver í Hveragarðinum í Hveragerði. Goshvernum hefur verið lokað þar sem tenging að honum er í ólagi.

Ætla að efna til hönnunarsamkeppni um sundlaug í Fossvogsdal
Sundlaugin verður "græn“ þar sem ekki er gert ráð fyrir bílastæðum.

Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum
Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess.

Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg
Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi.

Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“
Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937.

Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi
Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin verða kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld.

Viljayfirlýsing undirrituð um byggingu 33 íbúða á Akranesi
Með viljayfirlýsingunni veitir Akraneskaupstaður vilyrði um úthlutun á lóðum að Asparskógum 12, 14 og 16 til íbúðafélagsins Bjargs þar sem reisa á leiguíbúðir og einnig mun Akraneskaupstaður veita stofnframlag til uppbyggingarinnar í samræmi við ákvæði laga um almennar íbúðir nr. 52/2016..

Segir Garðabæ láta hús grotna viljandi niður
Íbúi í Hraunhólum í Garðabæ gagnrýnir viðhaldsleysi á samliggjandi húsi í eigu bæjarsins. Húsið er eitt þeirra sem Stjarnan hefur ókeypis afnot af. Íbúinn, Hilde Hundstuen, veltir fyrir sér hvort verið sé að keyra verðgildi hennar húss niður

„Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu "fimm mínútna hverfi“.

Pálmasynir boða blandaða byggð í Brúneggjalandi
Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ.

Elstu tré Hafnarfjarðar felld til að bjarga Siggubæ
„Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella.

Hafna kröfu um að lækka hús á Edenreit enn frekar
Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði.

Bein útsending: Lóðaúthlutanir og ný byggingarsvæði í Reykjavík
Fundurinn hefst klukkan 9 og Vísir verður með beina útsendingu.

Reykvíkingar klofnir í afstöðu til nýja spítalans
Næstum helmingur þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun telur að nýr spítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Formaður Miðflokksins segir marga staði koma til greina.