Skotárásir í Bandaríkjunum Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Bandaríkjaforseti hefur vopnvætt ásakanir um fjársvik til að refsa ríkjum þar sem Demókratar halda í valdtaumana, sem gjarnan eru kölluð blá ríki. Með því að halda því fram að fjárveitingar sem ætlaðar eru til styrkjamála séu misnotaðar hefur forsetinn fundið átyllu til að halda aftur af fjárveitingunum. Erlent 13.1.2026 10:39 Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum undanfarna daga. Meira en þúsund mótmæli hafa verið skipulögð um helgina um landið allt og er þess krafist að stjórnvöld stöðvi aðgerðir. Erlent 10.1.2026 13:32 Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Erlent 9.1.2026 09:13 Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær. Erlent 8.1.2026 14:30 Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Réttarhöld gegn einum af fyrstu lögregluþjónunum sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 hefjast í dag. Adrian Gonzales hefur verið ákærður fyrir að yfirgefa 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Erlent 5.1.2026 11:08 Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Lögmenn Luigis Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra, segja að krafa Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um dauðarefsingu sé ólögmæt. Hún hafi á árum áður starfað sem málafylgjumaður hjá fyrirtæki sem starfaði fyrir móðurfélag UnitedHealthcare. Erlent 20.12.2025 16:44 Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Maður sem grunaður er um að hafa skotið tvo til bana og sært níu til viðbótar í Brown háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum á dögunum fannst látinn í geymslu í New Hampshire í nótt eftir víðtæka leit löggæsluyfirvald síðustu sex dagana. Erlent 19.12.2025 07:27 Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Lögreglan í Bandaríkjunum hefur gefið út handtökuskipun á hendur einstaklingi grunaður um skotárás í Brown-háskólanum. Tveir létust í skotárásinni og níu særðust. Til rannsóknar er að skotárásin tengist öðru morði. Erlent 19.12.2025 00:09 Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Lögregluþjónar vestanhafs leita enn manns sem myrti tvo og særði níu í skotárás í Brown-háskólanum á laugardaginn. Heimamenn í bænum Providence í Rhode Island og nemendur við skólann eru ósáttir vegna slæms öryggisástands í skólanum og yfir viðbrögðum yfirvalda. Erlent 16.12.2025 09:58 Morðinginn í Brown gengur enn laus Lögreglan í Providence í Rhode Island hefur sleppt manni sem handtekinn var í gær vegna skotárásar í Brown-háskólanum. Tveir létu lífið í árásinni á laugardaginn og níu særðust í árásinni en talið er að morðinginn gangi laus og er útlit fyrir að yfirvöld viti ekki hver hann er. Erlent 15.12.2025 09:50 Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. Innlent 14.12.2025 16:26 Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. Erlent 14.12.2025 13:51 Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. Erlent 14.12.2025 08:22 Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Fjórir hið minnsta létu lífið eftir skotárás í barnaafmæli í Kaliforníuríki Bandaríkjanna í gærkvöldi. Um tíu til viðbótar særðust. Erlent 30.11.2025 07:51 Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Erlent 27.11.2025 16:51 Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Lögregluþjónn í Akron í Ohio í Bandaríkjunum er til rannsóknar eftir að hafa skotið ölvaðan mann fimmtán sinnum. Það gerði hann innan við 25 sekúndum eftir að hafa mætt á vettvang í kjölfar aðvörunar um ölvaðan mann sem væri mögulega vopnaður. Erlent 21.11.2025 15:08 Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Erlent 10.11.2025 11:22 Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn. Erlent 23.10.2025 09:58 Hæstiréttur hafnar Alex Jones Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar. Erlent 15.10.2025 10:21 Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Nú er orðið ljóst að fjórir létu lífið og átta aðrir særðust þegar fyrrverandi hermaður ók pallbíl sínum inn í kirkju mormóna í Michigan ríki í Bandaríkjunum í gær og hóf skothríð. Erlent 29.9.2025 07:12 Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Árásarmaður hóf skothríð í mormónakirkju í Grand Blanc í Michigan-ríki Bandaríkjanna á þriðja tímanum í dag að íslenskum tíma. Samkvæmt fyrstu fréttum hefur neyðarlínunni borist tilkynningar um fjölda fórnarlamba og að eldur logi inni í kirkjunni. Erlent 28.9.2025 15:29 Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Maður sem skaut einn til bana í Dallas í Bandaríkjunum í gær og særði tvo til viðbótar hét Joshua Jahn. Hann er sagður hafa skotið úr riffli á ómerktan sendiferðabíl í porti byggingar í eigu Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE). Þar hæfði hann þrjá menn sem voru í haldi yfirvalda vegna gruns um að þeir væru ólöglega í Bandaríkjunum. Erlent 25.9.2025 14:27 Segja árásina hafa beinst gegn ICE Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra. Erlent 24.9.2025 16:51 Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Erlent 24.9.2025 12:54 Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. Erlent 23.9.2025 19:08 Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. Erlent 21.9.2025 11:37 Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Þrír lögregluþjónar voru skotnir til bana og tveir til viðbótar særðir í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Einn maður var skotinn til bana af lögregluþjónum en ráðamenn hafa hingað til sagt lítið um hvað gerðist í rauninni. Erlent 18.9.2025 11:32 Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. Erlent 17.9.2025 11:05 Hryðjuverkaákærum vísað frá Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Erlent 16.9.2025 14:15 Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstaklinginn sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Erlent 12.9.2025 06:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 24 ›
Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Bandaríkjaforseti hefur vopnvætt ásakanir um fjársvik til að refsa ríkjum þar sem Demókratar halda í valdtaumana, sem gjarnan eru kölluð blá ríki. Með því að halda því fram að fjárveitingar sem ætlaðar eru til styrkjamála séu misnotaðar hefur forsetinn fundið átyllu til að halda aftur af fjárveitingunum. Erlent 13.1.2026 10:39
Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum undanfarna daga. Meira en þúsund mótmæli hafa verið skipulögð um helgina um landið allt og er þess krafist að stjórnvöld stöðvi aðgerðir. Erlent 10.1.2026 13:32
Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Útsendarar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna skutu og særðu í gær tvo í bíl fyrir utan sjúkrahús í Portland. Það var degi eftir að kona var skotin til bana í Minneapolis en eins og þar leiddi skothríðin í Portland til nokkuð umfangsmikilla mótmæla í borginni í nótt. Erlent 9.1.2026 09:13
Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segir ekki koma til greina að útsendarar hennar fari frá Minneapolis, eftir að starfsmaður Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) skaut 37 ára gamla konu til bana í gær. Erlent 8.1.2026 14:30
Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Réttarhöld gegn einum af fyrstu lögregluþjónunum sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 hefjast í dag. Adrian Gonzales hefur verið ákærður fyrir að yfirgefa 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Erlent 5.1.2026 11:08
Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Lögmenn Luigis Mangione, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra, segja að krafa Pam Bondi, dómsmálaráðherra, um dauðarefsingu sé ólögmæt. Hún hafi á árum áður starfað sem málafylgjumaður hjá fyrirtæki sem starfaði fyrir móðurfélag UnitedHealthcare. Erlent 20.12.2025 16:44
Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Maður sem grunaður er um að hafa skotið tvo til bana og sært níu til viðbótar í Brown háskólanum á Rhode Island í Bandaríkjunum á dögunum fannst látinn í geymslu í New Hampshire í nótt eftir víðtæka leit löggæsluyfirvald síðustu sex dagana. Erlent 19.12.2025 07:27
Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Lögreglan í Bandaríkjunum hefur gefið út handtökuskipun á hendur einstaklingi grunaður um skotárás í Brown-háskólanum. Tveir létust í skotárásinni og níu særðust. Til rannsóknar er að skotárásin tengist öðru morði. Erlent 19.12.2025 00:09
Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Lögregluþjónar vestanhafs leita enn manns sem myrti tvo og særði níu í skotárás í Brown-háskólanum á laugardaginn. Heimamenn í bænum Providence í Rhode Island og nemendur við skólann eru ósáttir vegna slæms öryggisástands í skólanum og yfir viðbrögðum yfirvalda. Erlent 16.12.2025 09:58
Morðinginn í Brown gengur enn laus Lögreglan í Providence í Rhode Island hefur sleppt manni sem handtekinn var í gær vegna skotárásar í Brown-háskólanum. Tveir létu lífið í árásinni á laugardaginn og níu særðust í árásinni en talið er að morðinginn gangi laus og er útlit fyrir að yfirvöld viti ekki hver hann er. Erlent 15.12.2025 09:50
Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Íslenskur nemandi við Brown-háskóla hefði mætt í kennslustund í kvöld í sömu skólastofu og mannskæð skotárás var framin í gær, en hún sækir flesta sína tíma í umræddri stofu. Öll kennsla og lokapróf hafa nú verið felld niður vegna árásarinnar. Hún segir samfélagið í Providence í áfalli og lýsir flótta vinar síns af háskólasvæðinu eftir að hafa heyrt skothvelli frá stofunni. Innlent 14.12.2025 16:26
Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Einn er í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á skotárás í Brown-háskóla á Rhode eyju í Bandaríkjunum í gær. Tveir eru látnir og níu særðir eftir árásina. Erlent 14.12.2025 13:51
Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tveir eru látnir og og níu slasaðir eftir skotárás í Brown háskóla í Rhode Island í Bandaríkjunum í gær. Lögregla leitar árásarmannsins. Erlent 14.12.2025 08:22
Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Fjórir hið minnsta létu lífið eftir skotárás í barnaafmæli í Kaliforníuríki Bandaríkjanna í gærkvöldi. Um tíu til viðbótar særðust. Erlent 30.11.2025 07:51
Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Afganski maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið tvo þjóðvarðliða skammt frá Hvíta húsinu í gær keyrði þvert yfir Bandaríkin til að gera árásina. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en maðurinn er sagður hafa starfað með Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Afganistan á árum áður og fékk hæli fyrr á þessu ári. Erlent 27.11.2025 16:51
Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Lögregluþjónn í Akron í Ohio í Bandaríkjunum er til rannsóknar eftir að hafa skotið ölvaðan mann fimmtán sinnum. Það gerði hann innan við 25 sekúndum eftir að hafa mætt á vettvang í kjölfar aðvörunar um ölvaðan mann sem væri mögulega vopnaður. Erlent 21.11.2025 15:08
Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Erlent 10.11.2025 11:22
Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Skömmu áður en þungvopnaður maður skaut þingkonu og eiginmann hennar til bana í Minnesota í sumar, höfðu yfirvöld verið vöruð, af dóttur þingmanns sem hann hafði skotið áður, við því að maðurinn væri klæddur í lögreglubúning. Raunverulegir lögregluþjónar létu hann þó óáreittan því þeir héldu að hann væri einnig lögregluþjónn. Erlent 23.10.2025 09:58
Hæstiréttur hafnar Alex Jones Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna höfnuðu í gær kröfu Alex Jones, samsæriskenningasmiðs, vegna 1,4 milljarða dala skaðabótagreiðslu til foreldra barna sem myrt voru í Sandy Hook á árum áður. Hann vildi að dómararnir felldu niður kröfu foreldranna í garð hans og tækju áfrýjun hans á fyrri úrskurði til málsmeðferðar. Erlent 15.10.2025 10:21
Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Nú er orðið ljóst að fjórir létu lífið og átta aðrir særðust þegar fyrrverandi hermaður ók pallbíl sínum inn í kirkju mormóna í Michigan ríki í Bandaríkjunum í gær og hóf skothríð. Erlent 29.9.2025 07:12
Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Árásarmaður hóf skothríð í mormónakirkju í Grand Blanc í Michigan-ríki Bandaríkjanna á þriðja tímanum í dag að íslenskum tíma. Samkvæmt fyrstu fréttum hefur neyðarlínunni borist tilkynningar um fjölda fórnarlamba og að eldur logi inni í kirkjunni. Erlent 28.9.2025 15:29
Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Maður sem skaut einn til bana í Dallas í Bandaríkjunum í gær og særði tvo til viðbótar hét Joshua Jahn. Hann er sagður hafa skotið úr riffli á ómerktan sendiferðabíl í porti byggingar í eigu Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE). Þar hæfði hann þrjá menn sem voru í haldi yfirvalda vegna gruns um að þeir væru ólöglega í Bandaríkjunum. Erlent 25.9.2025 14:27
Segja árásina hafa beinst gegn ICE Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra. Erlent 24.9.2025 16:51
Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Erlent 24.9.2025 12:54
Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. Erlent 23.9.2025 19:08
Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. Erlent 21.9.2025 11:37
Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Þrír lögregluþjónar voru skotnir til bana og tveir til viðbótar særðir í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Einn maður var skotinn til bana af lögregluþjónum en ráðamenn hafa hingað til sagt lítið um hvað gerðist í rauninni. Erlent 18.9.2025 11:32
Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. Erlent 17.9.2025 11:05
Hryðjuverkaákærum vísað frá Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Erlent 16.9.2025 14:15
Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstaklinginn sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Erlent 12.9.2025 06:26