Fréttir

Fréttamynd

Stofninn mun minni en síðustu ár

Rjúpnastofninn er mun minni í upphafi vetrar en hann hefur verið síðustu ár, samkvæmt talningu sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ). „Talningarnar í vor sýndu okkur að það var mikil fækkun um allt land,“ segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur á NÍ. Hann segir slæmt tíðarfar og kulda í vor að auki hafa haft mikil áhrif á viðkomu rjúpunnar, með þeim afleiðingum að stofninn sé nú minni en hann hafi verið árum saman.

Innlent
Fréttamynd

Talin hafa gengið í veg fyrir bíl

Kona á níræðisaldri hlaut talsverða áverka, þar á meðal beinbrot, þegar ekið var á hana á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar á þriðja tímanum í gær. Ekki var vitað um tildrög slyssins síðdegis í gær en talið er að konan hafi gengið út á götuna og í veg fyrir bílinn.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að stöðva hungurverkfall

Ríkisstjórn Indlands reynir nú að binda enda á hungurverkfall aðgerðasinnans Anna Hazare, sem hefur enst í níu daga. Ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að allir flokkar á þingi ræði kröfur Hazares um löggjöf gegn spillingu. Hann hefur sagst munu hætta í hungurverkfallinu ef ríkisstjórnin leggur til skriflega að eftirlitsaðilar verði ráðnir yfir forsætisráðherra og dómskerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Sjómenn hafna frumvarpi

Fulltrúar sjómanna hafna þeim breytingum sem stjórnvöld áforma að gera á kvótakerfinu og vilja að frumvarpi sjávarútvegsráðherra, sem nú bíður umfjöllunar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, verði vísað frá í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Lög leyfi nafnlausar ábendingar á netinu

„Við munum taka þessa gátt úr sambandi en fara jafnframt fram á það við velferðarráðuneytið að það verði gert skýrt með lögum að þessi möguleiki sé ótvíræður,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá ákvörðun Persónuverndar að Vinnumálastofnun og Ríkisskattstjóri megi ekki bjóða fólki að gefa upplýsingar um aðra undir nafnleynd á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja fisksala til að sniðganga HB Granda

Bresku samtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) hvöttu í fyrradag sölumenn fisks og franskra, hins þjóðlega breska réttar, til að hætta að kaupa fisk frá HB Granda. Andstaðan við HB Granda er vegna tengsla fyrirtækisins við Hval hf. Hvalur er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hlutafjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun.

Innlent
Fréttamynd

Minnast sjálfstæðis Litháens

Forseti Litháens, dr. Dalia Grybauskaité, er í opinberri heimsókn hér á landi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt móttöku fyrir forsetann í gær auk þess sem hátíðarkvöldverður var haldinn á Bessastöðum í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Harma staðsetningu fangelsis

Bæjarstjórar sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma ákvörðun innanríkisráðherra um staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði.

Innlent
Fréttamynd

Auðmennirnir bænheyrðir

Frakkar sem þéna yfir 500 þúsund evrur á ári, eða rúmar 80 milljónir íslenskra króna, þurfa að greiða þrjú prósent aukalega í skatt. Jafnframt er stefnt að því að skattgreiðslur vegna fjármagnstekna og fasteigna verði auknar.

Erlent
Fréttamynd

Fjölbreyttir orkugjafar mögulegir

Framtíðarsýn stjórnvalda gerir ráð fyrir fjölorkustöðvum um allt land sem bjóða upp á fjölbreytta orkugjafa til hliðar við bensín og olíu. Ljóst er að til þess að það verði að veruleika þarf að gjörbylta orkudreifingu um allt land. Stjórnvöld munu ekki einblína á einn endurnýjanlegan orkugjafa, heldur styðja ýmiss konar framleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoða þarf hvata og gatnakerfi

Sverrir Viðar segir að innan Grænu orkunnar sé unnið að nánum tímasetningum á því hvernig markmið ríkisstjórnarinnar um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa náist. Í því ljósi sé mikilvægt að horfa til reynslu annarra þjóða; vera ekki alltaf að finna upp hjólið.

Innlent
Fréttamynd

Afar ósáttir við lausa samninga

Félagar í Félagi skipstjórnarmanna (FS) standa nú í kjaradeilum hjá ríkissáttasemjara. Félagsmenn sem starfa hjá Landhelgisgæslunni og Hafró hafa verið samningslausir frá 1. apríl 2009.

Innlent
Fréttamynd

Safnaði myndum af Condi Rice

Uppreisnarmenn sem náðu húsakynnum Gaddafís Líbíuleiðtoga á sitt vald á dögunum urðu heldur en ekki hissa þegar þeir fundu þar bók með fjölda ljósmynda af Condoleezu Rice, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stjórn George W. Bush.

Erlent
Fréttamynd

Merki þess að ástin þrautir vinnur allar

„Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu.

Innlent
Fréttamynd

Mega ekki hvetja til nafnlausra ábendinga

Það samrýmist ekki sjónarmiðum laga um persónuvernd að Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóri hvetji til nafnlausra ábendinga með því að veita sérstaklega kost á slíkum ábendingum um meint bótasvik og skattsvik einstaklinga á heimasíðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Tengjast rannsókn sérstaks saksóknara

Skilanefnd gamla Landsbankans ætlar á ný að reyna að sækja 10 milljónir svissneskra franka, jafnvirði 1,4 milljarða íslenskra króna, til eignarhaldsfélaga feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og Jakobs Valgeirs Flosasonar í Bolungarvík. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 31. ágúst næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri N1 vill 400 milljónir

„Málin fara ekki öll fyrir dómstóla. Í einhverjum tilvikum fáum við fordæmi frá öðrum málum sem gilda á línuna,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir kaup á eignum Ísaksskóla

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Bræðrum ruglað saman í 90 ár

Tvíburabræðurnir Ármann og Sigdór Sigurðssynir eru níræðir í dag. Bræðurnir ólust báðir upp á Norðfirði en kynntust þó ekki fyrr en þeir voru orðnir níu ára. Ástæðan var sú að móðir þeirra lést þegar þeir voru mánaðargamlir og þeir voru teknir í fóstur hvor á sitt heimilið, annar í þorpinu en hinn í sveitinni. Þeir hittust því ekki fyrr en þeir byrjuðu í skóla níu ára gamlir en urðu ekki vinir fyrr en eftir fermingu. Síðan eru þeir óaðskiljanlegir.

Innlent
Fréttamynd

Kostar bankann 25 milljarða

Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans.

Innlent
Fréttamynd

Hafa lækkað um 33% síðan í fyrra

Skólabækur fyrir framhaldsskóla hafa lækkað í verði um allt að 33 prósent milli ára, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á bókum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 17. ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Hefur flug til Akureyrar 2012

Icelandair hefur nú ákveðið að fljúga á milli Akureyrar og Keflavíkur í tengslum við millilandaflug sitt. Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá byrjun júní til loka september árið 2012.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk auglýsing komin í úrslit

Íslensk auglýsing er í hópi þrjátíu sem valdar hafa verið í úrslit í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna gegn ofbeldi gegn konum. Alls bárust rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð auglýsingar frá 40 löndum. Höfundur íslensku auglýsingarinnar er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður á Ennemm auglýsingastofunni.

Innlent
Fréttamynd

Verður ekki skráð á hlutabréfamarkað

Framtakssjóður Íslands hefur sett Húsasmiðjuna í söluferli. Stefnt hefur verið að því frá upphafi að selja fyrirtækið ýmist að öllu leyti eða hluta þótt ýmsir hafi látið að því liggja að hyggilegt væri að skrá það á hlutabréfamarkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hægari framvinda við hagræðinguna

Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það.

Innlent
Fréttamynd

Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga

Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta.

Innlent
Fréttamynd

Fá fjórar vikur til að taka til

Margs konar rusl hefur safnast upp á lóð við Steinhellu í Hafnarfirði undanfarið, eigendum nærliggjandi fyrirtækja til lítillar ánægju. Bílhræ, glerbrot og spýtnabrak er meðal þess sem liggur á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Reisa stærsta sláturhús landsins

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur lánað matvælafyrirtækinu Nortura í Noregi 315 milljónir norskra króna, jafnvirði 6,6 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið vinnur að því að reisa stærsta sláturhús landsins í Malvik í Suður-Þrændalögum.

Viðskipti innlent