Merki þess að ástin þrautir vinnur allar 25. ágúst 2011 07:00 Stoltir foreldrar með erfingjann Drengurinn hefur verið nefndur Adam Ástráður. Hann þykir líkur báðum foreldrum sínum. fréttablaðið/stefán „Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
„Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu. „Þetta hefur því verið afar erfitt fyrir hana, hún átti til dæmis erfitt með svefn og svo bættist morgunógleði ofan á allt saman,“ segir Buggle. Drengnum hefur verið gefið nafnið Adam Ástráður, afanum til mikillar ánægju, en hann verður skírður eftir um það bil mánuð. Buggle er uppalinn í Bandaríkjunum en á íslenska móður og hefur verið búsettur hér á landi í rúm níu ár. Adam Ástráður fær því föðurnafn eftir íslenskum hefðum og verður Kristofersson. Buggle segir að aðstandendur sínir í Bandaríkjunum hafi verið áhyggjufullir meðan á meðgöngunni stóð en Ásdís er fjörutíu og eins árs og þar sem hún er fjölfötluð var mikil hætta á því að hún fengi blóðtappa. „Þau eru því afar kát núna og ég á von á systur minni í heimsókn von bráðar,“ segir hann. Adam Ástráður var sannkölluð himnasending en þau hjón, sem hafa nú verið gift í tvö ár, voru farin að huga að því að nýta sér þjónustu staðgöngumóður. Þau voru einnig farin að velta fyrir sér ættleiðingu en það hefði getað orðið flókið því lög kveða á um að fjölfatlað fólk geti ekki ættleitt börn. En nú hefur sá litli skorið blessunarlega á hnútinn. En hverjum líkist Adam litli? „Ég myndi segja að hann hefði munninn og augun frá mér en nefið og eyrun frá Ásdísi þannig að hann er góð blanda af okkur báðum,“ segir faðirinn. Buggle er tölvuviðgerðarmaður en hann er einnig að vinna við forritun og það kemur sér vel að hann getur unnið við það heima við. Hann er jafnframt stuðningsfulltrúi konu sinnar svo hann hefur komið málum nokkuð haganlega fyrir nú í annríkinu sem fram undan er. „Ég er síðan að vinna að því að gerast verktaki við ljósmyndun og grafíska hönnun,“ segir hann og vonast til að kraftaverkin setji nú svip sinn á starfsframann líkt og þau hafa gert í einkalífinu. jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira