Minnst 60 látin eftir að göngubrú hrundi Minnst 60 eru látin eftir að göngubrú hrundi í Gujarat-fylki í vesturhluta Indlands. Talið er að allt að 400 manns hafi verið á brúnni þegar hún hrundi. 30.10.2022 18:02
Óttast dreifingu ebólu í höfuðborg Úganda Sex börn úr sömu fjölskyldunni í Kampala, höfuðborg Úganda, hafa greinst með ebólu. Yfirvöld óttast að útbreiðslan verði hraðari nú þegar hún hefur náð til þéttbýlli svæða landsins. 26.10.2022 20:45
Nunnur og prestar horfi á klám, sem þó sé verkfæri djöfulsins Frans páfi, æðsti maður innan kaþólsku kirkjunnar, hefur varað við því að prestar og nunnur horfi á klám á netinu. Hann segir klám vera til þess fallið að veikja prestshjartað, auk þess sem það sé verkfæri djöfulsins. 26.10.2022 19:23
Fundinn sekur í öllum ákæruliðum eftir skrautleg réttarhöld Hinn bandaríski Darrell Brooks hefur verið fundinn sekur um sex morð að yfirlögðu ráði, þegar hann ók bifreið sinni inn í jólaskrúðgöngu í Waukesha, úthverfi Milwaukee í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum, í nóvember á síðasta ári. Réttarhöldin yfir honum vöktu mikla athygli, en hann kaus að verja sig án aðstoðar lögmanns. 26.10.2022 17:47
Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16.10.2022 23:01
Skjálfti af stærðinni 4,4 norðaustur af Eldeyjarboða Jarðskjálfti af stærðinni 4,4 mældist 15,6 kílómetra norðaustur af blindskerinu Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg upp úr klukkan tíu í kvöld. Þó nokkrir eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu. 16.10.2022 22:47
Maxwell segist víst hafa verið góð vinkona Andrésar prins Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að finna og tæla unglingsstúlkur, segist kenna í brjósti um Andrés, bróður Karls III Bretakonungs. Hún segir jafnframt að þau hafi verið góðir vinir, þvert á það sem Andrés heldur fram. 16.10.2022 21:59
Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. 16.10.2022 18:14
Rennslið náð hámarki og lækkar nú hægt Rennsli í Gígjukvísl hefur náð hámarki og fer nú hægt lækkandi. Engin merki eru um gosóróa í Grímsvötnum. 16.10.2022 16:50
Stefnir í aðra umferð í Brasilíu Miðað við talin atkvæði í brasilísku forsetakosningunum sem fram fóru í dag verða úrslitin á þá leið að efna þurfi til seinni umferðar kosninganna, þar sem Jair Bolsonaro, sitjandi forseti, og Luiz Inácio Lula da Silva, sem var forseti frá 2003 til 2011, munu mætast. 2.10.2022 22:51
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent