Athugasemdirnar hafi átt rétt á sér og verið staðfestar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og frambjóðandi í fyrsta sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að athugasemdir framboðs hans, vegna gruns um að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra sem einnig sækist eftir fyrsta sætinu hafi nýtt sér beinan aðgang að félagaskrá flokksins í prófkjörsbaráttunni, hafi átt rétt á sér. Enda hafi komið fram í skoðun yfirkjörstjórnar að ekki hafi verið lokað fyrir aðgang Magnúsar fyrr en þriðjudaginn 1. júní. 4.6.2021 09:52
Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4.6.2021 08:48
Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni. 3.6.2021 20:01
Draga alla hópana á morgun og raða niður í bólusetningarröð Á morgun verður dregið um hvernig hópar í handahófskenndri bólusetningarboðun á höfuðborgarsvæðinu raðast niður. Fyrirkomulagið verður því ekki með þeim hætti að hópar verði dregnir og boðaðir samstundis, heldur mun röð hópanna liggja fyrir. 3.6.2021 14:09
Gefast upp á dónalegum og óhlýðnum ferðamönnum Björgunarsveitarfólk við gosstöðvarnar á Reykjanesi mætir nokkrum dónaskap þegar það reynir að leiðbeina fólki um hvar sé óhætt að vera á gosstöðvunum. 3.6.2021 11:43
Bein útsending: Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland Í dag fer fram kynning á nýrri skýrslu Hafrannsóknarstofnunar sem kallast „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga.“ Fundurinn hefst klukkan 10 og verður streymt beint á Vísi og YouTube. 3.6.2021 10:01
Sýknuð af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu Landsréttur sýknaði á dögunum konu af því að hafa sigað Dobermann-hundi á aðra konu og sparkað í andlit hennar, en héraðsdómur hafði áður sakfellt hana fyrir þessi atriði. 3.6.2021 09:33
Sakfelldir fyrir fjársvik gagnvart Bauhaus Tveir menn voru í síðasta mánuði dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir fjársvik sem beindust að byggingavöruversluninni Bauhaus frá nóvember 2017 til febrúar 2019. Þá voru þeir dæmdir til að greiða Bauhaus ríflega 2,2 milljónir króna auk vaxta. 3.6.2021 08:01
Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólusetningu Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma. 2.6.2021 15:57
Stigið á bensínið og tekið á sprett til að ná í Laugardalshöll Nokkuð óðagot greip um sig í og við Laugardalshöll í gær eftir að handahófskenndar bólusetningarboðanir árganga eftir kynjum hófust á höfuðborgarsvæðinu. 2.6.2021 14:30