Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjálf­stæðis­flokkur, Píratar og Fram­sókn með mest fylgi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 24,6 prósent í nýrri könnun MMR. Það er rúmlega tveimur prósentustigum hærra en í síðustu fylgismælingu félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi en þar á eftir koma Píratar og Framsóknarflokkurinn.

Gerir ráð fyrir að vera orðinn for­seti aftur í ágúst

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára.

Bíl­slys við Grundar­tanga

Tveir bílar lentu saman á gatnamótum við iðnaðarsvæðið á Grundartanga í morgun. Slökkvilið þurfti að klippa eina konu út úr öðrum bílnum.

Rúmur fjórðungur stefnir til út­landa á þessu ári

Ríflega fjórðungur landsmanna segir það öruggt eða líklegt að þeir muni ferðast til útlanda á þessu ári. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Forstöðumaður ferðaskrifstofu segir haustið líta vel út.

Bilun í lyfja­gátt setur starf­semi apó­teka í upp­nám

Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag.

Höfðu hendur í hári her­mannsins

Lögregla í suðvesturhluta Frakklands hefur náð manni sem stórfelld leit hafði verið gerð að síðan á laugardag, eftir að hann skaut í átt að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af honum vegna heimilisofbeldis.

Georg og Svan­hvít selja á Há­valla­götunni

Hjónin Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, og Svanhvít Tryggvadóttir hafa sett parhús sitt við Hávallagötu á sölu. Húsið er 212 fermetrar og með fasteignamat upp á tæpar 95 milljónir.

Handa­hófs­kennd bólu­setningar­boðun eftir ár­gangi og kyni

Boðanir í handahófskenndar bólusetningar á höfuðborgarsvæðinu hefjast í þessari viku. Dregið verður um árganga sem verður skipt upp eftir kyni. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að stuðst verði við gamaldags kerfi þegar dregið verður.

Njósnir Banda­ríkjanna með hjálp Dana séu skandall

Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana.

Sjá meira