Hjörtur og Bera eiga von á barni Fótboltakappinn Hjörtur Hermannsson og kærasta hans Bera Tryggvadóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Þetta tilkynntu þau bæði á Instagram reikningum sínum í kvöld. 26.5.2021 21:16
Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25.5.2021 23:40
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokkuð samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eða um tvö og hálft prósentustig miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl á þessu ári. Minna en helmingur kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. 25.5.2021 20:28
Áslaug Arna leitar að nýjum upplýsingafulltrúa Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur vegna starfsins rennur út í lok dags. 25.5.2021 18:39
Veikindi Páls og þjófnaður á síma sagður til skoðunar Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, hafi verið stolið af honum meðan hann lá alvarlega veikur á sjúkrahúsi. Þá séu skyndileg veikindi Páls til skoðunar. 25.5.2021 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tímamót urðu í dag þegar viðskiptavinir verslana gátu í fyrsta sinn mætt grímulausir í tíu mánuði og 150 manns máttu í fyrsta sinn koma saman síðan síðasta haust. Við förum í verslanir og ræðum við fólk í kvöldfréttum Stöðvar 2. 25.5.2021 18:02
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25.5.2021 00:01
Jarðskjálfti á Reykjanesskaga Jarðskjálfti varð um fimm kílómetra norðaustan Brennisteinsfjalla um klukkan hálf tíu í kvöld. 24.5.2021 21:54
Giftu sig í flugvél til að komast hjá sóttvarnareglum Indversk brúðhjón brugðu á það ráð að láta gefa sig saman í miðju flugi svo hægt væri að bjóða sem flestum gestum í brúðkaupið, án þess að þurfa að huga að gildandi samkomutakmörkunum. 24.5.2021 21:39
Telur að Protasevich gæti verið pyntaður í Hvíta-Rússlandi Fjölskylda hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich óttast að hann kunni að vera pyntaður af stjórnvöldum í heimalandinu eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til lendingar í Hvíta-Rússlandi og hann tekinn höndum. 24.5.2021 21:24