Evrópa grænkar á Covid-kortinu Það er orðið nokkuð grænt um að lítast á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir sjónrænt stöðu kórónuveirufaraldursins víðs vegar um Evrópu. 17.6.2021 20:55
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17.6.2021 20:41
Sænska ríkisstjórnin gæti fallið á mánudag Sænska þingið mun greiða atkvæði um vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á ríkisstjórn Stefan Löfven á mánudag. 17.6.2021 19:55
Leitinni að Ídu og Emil í Kattholti lokið Listrænir stjórnendur uppsetningar Borgarleikhússins á leiksýningu um Emil í Kattholti hafa nú hitt öll þau tólfhundruð börn sem sóttust eftir því að leika Emil eða litlu systur hans Ídu í uppsetningunni og tekið ákvörðun um hver hreppa hlutverkin. 17.6.2021 19:20
Svona var stemmningin á höfuðborgarsvæðinu í dag Það var glatt á hjalla í miðbæ Reykjavíkur og Kópavogs í dag þegar landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum 17. júní. 17.6.2021 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttum okkar á Stöð 2 segjum við frá þjóðhátíðarfögnuði Íslendinga. Við komum víða við, förum á Bessastaði, í Höfða, Hveragerði og Miðbæinn. 17.6.2021 18:09
Látin eftir slys í Hvalfirði Konan sem féll í skriðu í Hvalfirði síðastliðið þriðjudagskvöld lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í morgun. Hún hét Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir og var fædd árið 1977. 17.6.2021 17:59
Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16.6.2021 23:50
Áhrifavaldar vilja að Neytendastofa sé enn skýrari Hópur áhrifavalda, sem er fólk sem fær greitt fyrir að auglýsa vörur og þjónustu á samfélagsmiðlum sínum, kallar eftir skýrari reglum um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur í gegnum tíðina gripið til aðgerða gegn áhrifavöldum sem fylgja ekki reglum um duldar auglýsingar og gefið út sérstakar leiðbeiningar í málaflokknum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áhrifavaldar kalla eftir þessu. 16.6.2021 22:31
Eldur úr mótorhjóli barst í íbúðablokk Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu brást í kvöld við útkalli vegna elds í blokk í Jórufelli í Breiðholti. 16.6.2021 21:38