„Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina“ Íslendingur í Grikklandi segir þungt hljóð í heimamönnum vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár. 8.8.2021 18:50
„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8.8.2021 13:19
„Við erum frekar að fylgja svartsýnni spánni“ Staðan á Landspítalanum er heldur tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. 7.8.2021 18:42
Breyta reglugerð til að létta á sóttvarnahúsum Heilbrigðisráðuneytið hefur gert breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamærin vegna kórónuveirunnar. Með breytingunni verður aðgengi að sóttvarnarhúsum takmarkað og áhersla lögð á að nýta húsin fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangrun að halda. 5.8.2021 15:39
Bæta þurfi aðstöðu á vellinum ef aðgerðir á landamærum eru til langs tíma Rauður litur Íslands á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á stöðuna á Keflavíkurflugvelli, þó komufarþegum kunni að fækka á næstunni. Yfirlögregluþjónn segir stöðuna þunga og að breytinga sé þörf á vellinum, verði takmarkanir á landamærunum viðvarandi. 5.8.2021 12:56
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4.8.2021 12:51
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4.8.2021 11:34
Tveir á slysadeild eftir bílveltu í Hafnarfirði Tveir voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu í Hafnarfirði nú síðdegis. 3.8.2021 15:41
Vegkantur sem gaf sig líklega ástæða þess að rútan valt Vegkantur sem gaf sig er talinn vera ástæða þess að rúta, með fjölda íslenskra og erlendra ferðamanna innanborðs, valt í Biskupstungum í gær. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist alvarlega, að sögn yfirlögregluþjóns. 3.8.2021 11:34
„Við eigum að halda áfram að njóta góðs af því að vera vel bólusett“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir lítið meðalhóf felast í að ráðast í harðar aðgerðir á meðan lítill hluti bólusettra veikist alvarlega af Covid-19. Ljóst væri að án bólusetninga væri staðan allt önnur hér á landi. 30.7.2021 11:45