Telur ótækt að láta veiruna ganga óhindraða um samfélagið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að á hverjum degi sé unnið að því að bregðast við stöðunni á Landspítalanum, en líkt og fjallað hefur verið um eru blikur á lofti um hvort spítalinn ráði við mikið fleiri innlagnir af völdum Covid-19. Hún segir ljóst að óhindruð útbreiðsla myndi valda miklu álagi á heilbrigðiskerfið. 10.8.2021 17:55
Fleyttu kertum til minningar um fórnarlömbin í Hírósíma og Nagasaki Í kvöld fór fram kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, til minningar um fórnarlamba kjarnorkusprengjuárásar Bandaríkjanna á japönsku borgirnar Nagasakí og Hírósíma árið 1945. Samtarfshópur friðarhreyfinga hefur staðið fyrir atburðinum síðastliðin 36 ár. 9.8.2021 23:18
Geir í Ósvör óvænt orðinn andlit sardínuframleiðanda Geir Guðmundsson, sem eitt sinn var safnvörður í Ósvör í Bolungarvík, virðist vera orðinn að andliti sardínuframleiðanda í Svíþjóð. Fjölskylda Geirs hafði ekki hugmynd um að mynd af honum væri utan á sænskum sardínudósum, en framleiðandanum virðist hafa þótt vanta skegg á Geir. 9.8.2021 22:57
Andrés prins kærður fyrir nauðgun Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul. 9.8.2021 22:34
Ríkisstjórnin boðar til blaðamannafundar á morgun Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan fjögur síðdegis á morgun. 9.8.2021 20:53
Segir dómsmálaráðuneytið leggja stein í götu Landsflokksins Landsflokknum, sem stofnaður var fyrr á þessu ári, hefur verið synjað um listabókstaf. Flokkurinn skilaði á fjórða hundrað undirskrifta til dómsmálaráðuneytisins, sem synjaði flokknum um bókstaf þar sem dagsetningu vantaði á undirskriftalista flokksins. Stofnandi hans telur ráðuneytið reyna að koma í veg fyrir að framboðið nái fram að ganga. 9.8.2021 20:04
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9.8.2021 19:29
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tæplega tvö hundruð vélbyssur eru í einkaeigu á Íslandi. Langflestar þeirra eru virkar. Þrettán sinnum fleiri sjálfvirk skotvopn voru flutt inn á árinu 2020 en 2019. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.8.2021 18:00
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9.8.2021 17:32
Ósáttir við garðhýsi í Grjótaþorpinu Tveir íbúar í grjótaþorpinu eru ósáttir við svör sem þeir hafa fengið frá borginni vegna garðhýsis sem nágranni þeirra hefur sett upp. Borgin er eini umsagnaraðilinn að byggingunni, sem liggur að borgarlandi. 8.8.2021 18:55