Ráðleggur skólastjórnendum í erfiðri stöðu að sofa nóg Skólastjóri Klettaskóla, sem stóð í miðjum síðasta mánuði frammi fyrir því að hundrað starfsmenn og nemendur skólans voru í einangrun eða sóttkví, ráðleggur öðrum stjórnendum sem standa í sömu sporum að sofa nóg. Þrátt fyrir mannekluna féll aðeins niður einn kennsludagur. 4.1.2022 21:51
Fella niður flug á fimmtudag Vegna þess vonskuveðurs sem spáð er í Keflavík næstkomandi fimmtudag mun Icelandair seinka eða aflýsa tilteknum flugferðum þann daginn. Farþegar munu fá nákvæmar leiðbeiningar um breytingarnar og næstu skref. 4.1.2022 20:52
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4.1.2022 18:16
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ekki er von á afléttingum sóttvarnaaðgerða á næstunni en heilbrigðisráðherra segir viðbúið að snúið verði að halda skólum opnum. Sóttvarnalæknir biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. 4.1.2022 18:00
Nýfætt barn fannst í ruslatunnu flugvélarsalernis Starfsfólk flugvallar á Máritíus fann nýfætt barn í ruslatunnu inni á salerni flugvélar sem var nýlent á vellinum á nýársdag. 3.1.2022 23:39
Sögulega djúp lægð í kortunum Lægðin sem nú stefnir á landið úr vestri stefnir í að verða fádæma djúp. Ef frá eru taldir fellibyljir er ekki vitað um margar lægðir hér á landi sem eru dýpri. 3.1.2022 22:13
Ekki komið á hreint hvort bólusett verði í skólum Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist skilja þau sjónarmið sem búi að baki gagnrýni á fyrirætlanir um að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í skólum sínum. Umboðsmaður barna hefur kallað eftir breyttu fyrirkomulagi. 3.1.2022 21:38
Yfir 400 starfsmenn skóla og frístundar í borginni í sóttkví eða einangrun Ríflega fjögur hundruð starfsmenn grunn- og leikskóla og frístundastarfs í Reykjavík eru með kórónuveiruna eða í sóttkví. Skólastarf kemur því til með að raskast næstu daga en áhersla er lögð á að yngstu börnin komist í skólann. 3.1.2022 20:09
Stór flutningabíll lokaði þjóðveginum Stór flutningabíll þveraði þjóðveg 1 við Stöðvarfjörð á Austurlandi í kvöld. Búið er að losa bílinn og hleypa umferð af stað. 3.1.2022 19:04
„Það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að halda skólastarfi gangandi“ Mennta- og barnamálaráðherra segir afar mikilvægt að hægt sé að halda skólastarfi sem eðlilegustu þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hann mun funda daglega með nýjum samráðsvettvangi um stöðu skólamála í landinu og viðurkennir að margar áskoranir séu fram undan í málaflokknum. 3.1.2022 18:10