Kvöldfréttir Stöðvar 2 Á fimmta hundruð starfsmenn eru frá vinnu á leik- og grunnskólum í Reykjavík vegna faraldursins. Skólahald næstu daga raskast. Við tökum hús á áhyggjufullum skólastjórnendum og heyrum í barnamálaráðherra um stöðuna. 3.1.2022 18:00
Aflýsa sýnatökum vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár hefur Covid-sýnatöku sem áður hafði verið auglýst á Vopnafirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði á morgun, mánudaginn 3. janúar, verið aflýst. 2.1.2022 23:59
Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. 2.1.2022 23:50
Þingkona bönnuð á Twitter vegna rangra upplýsinga um Covid Bandaríska þingkonan Marjorie Taylor Greene hefur verið bönnuð á samfélagsmiðlinum Twitter, eftir að hafa ítrekað brotið reglur miðilsins um falsfréttir í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Greene hefur sagt bannið gegn sér til marks um að Twitter sé „óvinur Bandaríkjanna.“ 2.1.2022 23:30
Margir foreldrar uggandi vegna fyrirhugaðs skólahalds Ljóst er að uggur er í foreldrum margra grunnskólabarna vegna skólahalds sem hefst nú í vikunni. Bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára hefst 10. janúar, viku eftir að skólahald hefst. 2.1.2022 22:30
Ætlaði að taka áfengislausan janúar en entist út árið „Fyrir ári síðan ákvað ég að prófa að hætta alveg að drekka áfengi. Þetta byrjaði sem veðmál við frúna, en fyrir ári voru vinkonur hennar flestar að hefja svokallaðan "Dry January". Þetta sagði hún mig aldrei geta - og ákvað ég því að taka hana á orðinu.“ 2.1.2022 21:13
Herbergjum farsóttarhúsa fjölgar um hundrað á morgun „Það má segja að við förum á fullri ferð inn í nýja árið,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við fréttastofu. Um hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að komast í einangrun á farsóttarhúsi, en á morgun bætast við hundrað herbergi. 2.1.2022 20:14
Enginn alvarlega slasaður eftir bílveltu við Suðurlandsveg Suðurlandsvegi var lokað undir Ingólfsfjalli tímabundið nú í kvöld eftir að bíll með fjóra innanborðs valt út af veginum. Enginn er talinn alvarlega slasaður eftir veltuna. 2.1.2022 20:06
Bundu niður fjúkandi þak og aðstoðuðu við sjúkraflutninga Björgunarsveitir víða um land hafa verið kallaðar út nokkuð oft í dag og sinnt ýmsum verkefnum. Gærdagurinn var einnig nokkuð erilsamur hjá björgunarsveitum, vegna veðurs. 2.1.2022 18:59
Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. 2.1.2022 18:24