Kvöldfréttir Stöðvar 2 Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að það hafi verið mistök að fresta ekki skólabyrjun líkt og sóttvarnalæknir lagði til. Hann á von á háum smittölum næstu daga. Af þeim átta sem eru á gjörgæslu er aðeins einn bólusettur. 2.1.2022 18:00
Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1.1.2022 23:01
Kryddpylsa GameTíví: Áhorfendur kjósa Áramótaþáttur GameTíví , Kryddpylsan, verður sendur út beint annað kvöld frá Arena. Þar verður farið yfir niðurstöður áhorfendakönnunar sem GameTíví hefur blásið til. 1.1.2022 22:42
Hermigervill og Unnsteinn slúttuðu Kryddsíldinni Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag. 1.1.2022 22:22
Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. 1.1.2022 21:50
Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1.1.2022 21:20
Kristófer Acox og Ólavía vörðu gamlárskvöldi saman Kristófer Acox, leikmaður Vals í Subway-deild karla í körfubolta, og Ólavía Grímsdóttir arkítektúrnemi vörðu gamlárskvöldi saman. 1.1.2022 21:06
Tveggja saknað eftir elda í Colorado Tveggja er saknað eftir gróðurelda sem skekið hafa úthverfi bandarísku borgarinnar Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hundruð heimila hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna þeirra. 1.1.2022 20:31
Yfirtaka: GunniTheGoon í Escape from Tarkov GameTíví byrjar nýja árið með leikjastreymi af af yfirtöku í leiknum Escape from Tarkov. 1.1.2022 20:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við yfir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en metfjöldi greindist smitaður á landamærunum í gær og kona á níræðisaldri lést vegna covid veikinda. 1.1.2022 18:17