Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11.2.2022 20:08
Kalla eftir úrbótum eftir að heiðin var lokuð í þrjá sólarhringa Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur skorað á Vegagerðina að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að aftur komi upp ástand viðlíka því sem varð í byrjun vikunnar, þegar vegurinn um Hellisheiði var lokaðir fyrir allri umferð í þrjá sólarhringa vegna veðursins sem gekk yfir landið. 11.2.2022 18:21
Ógætilegur akstur hafi orðið til þess að bifreiðin skemmdist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af ökumanni bifreiðar í miðborg Reykjavíkur sem var að þenja bifreið sína og aka ógætilega. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni dagsins. 11.2.2022 17:23
Kalla inn hákarl vegna óleyfilegrar framleiðslu Heildsalan Ó. Johnsons & Kaaber, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Úrvals hákarl. Ástæðan er sú að framleiðandi vörunnar er ekki með starfsleyfi fyrir framleiðslunni. 11.2.2022 17:15
Sýnatökur og bólusetning falla niður í fyrramálið Mikil skerðing verður á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á morgun, vegna ofsaveðursins sem áætlað er að skelli á landinu í nótt. Heilsugæslustöðvar verða þó opnar með lágmarksmönnun, til að sinna bráðaþjónustu. 6.2.2022 15:51
Öllu flugi Play á morgun aflýst Öllum flugferðum Play á morgun hefur verið aflýst, vegna ofsaveðursins sem útlit er fyrir að skelli á landinu í nótt. 6.2.2022 15:20
Aflýsa öllu Evrópuflugi á morgun Fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til og frá Evrópu á morgun hefur verið aflýst, vegna yfirvofandi aftakaveðurs á stórum hluta landsins á morgun. Ferðaáætlanir um 1.300 farþega raskast vegna þessa. 6.2.2022 14:20
Fjallað um farþega vélarinnar í erlendum miðlum Tveir ferðamannanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns á föstudagskvöld voru áhrifavaldar, en sá þriðji var starfsmaður belgísks fatafyrirtækis. 6.2.2022 12:29
Sprengisandur: Viðhorfsbreyting til kynferðisbrota, Sundabraut, orkumálin og bókmenntasaga Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 6.2.2022 09:40
Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. 6.2.2022 08:37