Fjallað um Play erlendis: „Nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um“ „Þetta eru nýju flugfélögin sem þú hefur örugglega aldrei heyrt um: Breeze, Aha, Avelo, Play. Þau bjóða upp á verð sem láta þig líklega staldra við.“ 6.2.2022 08:01
„Lognið“ á undan storminum Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig. 6.2.2022 07:35
Reyndi að stinga annan mann með skrúfjárni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann í miðborg Reykjavíkur, eftir að hann hafði gert tilraun til þess að stinga annan mann með skrúfjárni. 6.2.2022 07:24
Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku. 5.2.2022 14:58
Metfjöldi greindist með Covid í gær Aldrei hafa fleiri greinst með Covid-19 hér á landi en í gær, eða 1.856. 5.2.2022 14:07
Þurfa tveggja sólarhringa veðurglugga til þess að ná vélinni á land Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið. 5.2.2022 13:45
Staðfestir ekkert um lekann: „Opnar maður ekki jólapakkann á aðfangadag?“ Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona og einn skipuleggjenda Söngvakeppni Sjónvarpsins, hvetur fólk til þess að fylgjast með sérstökum kynningarþætti fyrir keppnina í kvöld, þar sem til stendur að afhjúpa þau lög sem keppast um að verða framlag Íslands til Eurovision í ár. Fyrr í dag var greint frá því að lögunum í keppninni hefði verið lekið. 5.2.2022 13:12
Hádegisfréttir Bylgjunnar Flugvélin sem fannst á botni Þingvallavatns í gærkvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðarlega flókið verkefni bíður viðbragðsaðila þar sem vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem getur reynst köfurum hættulegt að komast að og veðurskilyrði verða slæm næstu daga. 5.2.2022 11:55
Andlát vegna Covid-19 á Landspítala Kona á sjötugsaldri lést í gær á gjörgæslu Landspítalans vegna veikinda af völdum Covid-19. 5.2.2022 11:45
Aflétta heimsóknarbanni og opna alla þjónustu í næstu viku Mikið hefur mætt á starfsfólki hjúkrunarheimila að undanförnu, vegna sóttkvíar og einangrunar starfsfólks. Framkvæmdastjóri segir þó bjartari tíma fram undan og stefnt er á að aflétta ýmsum skerðingum innan veggja hjúkrunarheimilisins. 5.2.2022 11:08