Vopnaðir lögreglumenn og lokaðar götur í næstu viku Umfangsmiklar götulokanir verða í Reykjavík í næstu viku, vegna þings Norðurlandaráðs, auk þess sem vopnaðir lögreglumenn munu sinna öryggisgæslu. Verulegar takmarkanir verða einnig á umferð um Þingvelli á mánudag. 24.10.2024 13:21
Allt næsta ár undir til að halda byltingunni áfram Hátt í fjörutíu samtök munu í dag afhenda formönnum stjórnmálaflokkanna kröfugerð og krefjast aðgerða svo ná megi fullu jafnrétti. Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá allt næsta ár, þegar 50 ár verða liðin frá fyrsta Kvennafrídeginum. 24.10.2024 11:49
Bræður létust úr ofskömmtun með tólf tíma millibili Tveir bræður létust úr ofskömmtun lyfja með tólf klukkustunda millibili í ágúst síðastliðnum. Þeir bjuggu saman í íbúð í Kópavogi og höfðu báðir verið að leita sér hjálpar. 24.10.2024 07:45
Karlmaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu Karlmaður á níræðisaldri lést í Bláa lóninu í kvöld. Í tilkynningu frá Bláa lóninu kemur fram að viðbragðsaðilar voru kallaðir að Bláa Lóninu á sjöunda tímanum í kvöld vegna erlends ferðamanns á níræðisaldri sem hafði misst meðvitund. 23.10.2024 20:53
María Rut leiðir lista Viðreisnar í Norðvestur María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Landshlutaráð flokksins í kjördæminu samþykkti listann í kvöld með öllum greiddum atkvæðum. 23.10.2024 20:37
Þau skipa lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum. 23.10.2024 19:21
„Alls ekki bjartsýn“ á að verkföllum verði afstýrt Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun. 23.10.2024 19:01
Alexandra afþakkar þriðja sætið Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. 23.10.2024 17:52
Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. 23.10.2024 15:42
„Play verður áfram íslenskt“ Flugfélagið Play mun ráðast í umfangsmiklar breytingar og dregur úr verulega úr tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á sama tíma verður aukin áhersla sett á sólarlandaferðir. Vélum og starfsfólki á Íslandi mun fækka, og sótt um flugrekstrarleyfi erlendis. 16.10.2024 19:33