Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bönkuðu upp á þegar ung­lings­dóttirin var ein heima og þóttust þekkja móðurina

Íbúi í Rimahverfi lýsir óþægilegri upplifun táningsdóttur sinnar af heimsókn tveggja ókunnugra kvenna á heimili sitt, þegar dóttirin var ein heima. Konurnar sögðust þekkja móðurina, sem móðirin kannaðist ekki við, og vildu fá að taka myndir í bakgarði hússins. Hún er viss um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi.

„Þetta veikinda­leyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“

Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. 

Gosinu lík­lega lokið en langt frá því að vera styst eða minnst

Allt bendir til þess að eldgosinu sem hófst í Meradölum þriðja ágúst sé lokið, að sögn eldfjallafræðings. Vika er í dag síðan virkni lagðist niður. Þetta sé ekki sambærilegt goshléum sem urðu í eldgosinu í fyrra en þá stöðvaðist virknin stundum snögglega áður en næsta hrina hófst. Nú hafi aðdragandinn hins vegar verið langur og virkni dvínað jafnt og þétt.

„Það þýðir ekki að segja nem­endum að þau megi ekki tala um málið“

Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. 

Tekur gagn­rýni Reykja­nes­bæjar til sín og segir úr­bætur á loka­metrunum

Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. 

Hafa til­kynnt þrjú mögu­leg mansals­mál til lög­reglu í ágúst

Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 

Taka þurfi á launa­þjófnaði af meiri festu en hingað til

Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 

Vilja fá fleiri sveitar­fé­lög að borðinu svo hægt sé að sinna fólki vel

Meirihluti sveitarstjórnar Reykjanesbæjar er ósáttur við þrýsting ríkisins á sveitarfélagið um að taka á móti fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn fylgi. Að sama skapi gagnrýnir meirihlutinn að ríkið hafi tekið á leigu húsnæði fyrir yfir fjögur hundruð manns á Ásbrú, án þess að ræða við sveitarfélagið.

For­setinn fyrstur far­þega í raf­magns­flug­vél

Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 

Sjá meira