F-riðill á HM í Katar: Síðasti séns gullkynslóðarinnar Brons- og silfurlið frá síðasta heimsmeistaramóti eru bæði í F-riðli á HM sem fram undan er. Gullkynslóð Belgíu fær ekki mörg fleiri tækifæri til að standa undir nafni og vinna gull á stórmóti. 16.11.2022 11:01
E-riðill á HM í Katar: Gerast kraftaverk? Stórþjóðirnar Spánn og Þýskaland eigast við í E-riðli heimsmeistaramótsins í Katar og eiga bæði harma að hefna eftir mikil vonbrigði á mótinu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt óvænt þarf að gerast til að leið liðanna í 16-liða úrslit sé ekki greið. 15.11.2022 11:00
Aron með tvö af punktinum í stórsigri Horsens Aron Sigurðarson skoraði tvö vítamörk í 5-1 sigri Horsens á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 4.11.2022 21:30
Noregur hefur titilvörnina á sigri Keppni hófst á Evrópumóti kvenna í handbolta í dag. Mótið fer fram í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu en leikið var í A- og B-riðli í fyrst nefnda landinu í kvöld. 4.11.2022 21:00
Hristov tekur við af Glenn hjá ÍBV Búlgarinn Todor Hristov er nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hristov er vel kunnugur starfinu í Vestmannaeyjum. 4.11.2022 18:45
Utan vallar: Er KSÍ að taka brýnt samtal eða blóðuga seðla? Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í Abú Dabí á sunnudaginn kemur við landslið Sádi-Arabíu og hjálpar Sádum þannig við undirbúning sinn fyrir HM í Katar sem hefst 20. nóvember. Í því samhengi er vert er að spyrja: Hvað liggur þar að baki? 4.11.2022 08:00
Skagamaður gerði allt vitlaust í London Víkingaklapp, runkarabending og ömurleg skottilraun komu við sögu hjá Degi Jóhannssyni sem varð á örfáum sekúndum vinsælasti maðurinn á The Valley, heimavelli enska C-deildarliðsins Charlton, á laugardaginn var. 31.10.2022 07:30
„Fyrir okkur er þetta miklu stærra verkefni en fótboltaverslun“ Nýrri knattspyrnuverslun sem helguð er fótboltakonum er ætlað að breyta viðhorfum í samfélaginu. Hún opnar á þriðjudaginn kemur, 1. nóvember, og er staðsett í Faxafeni 10. Heimavöllurinn byrjaði sem vefverslun árið 2020 en hefur vaxið hratt síðan og mun opna í Faxafeni eftir helgi. 31.10.2022 07:01
Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði. 25.10.2022 07:00
Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Valsmanna hefst og línur skýrast í Meistaradeildinni Nóg er um að vera á þessum ágæta þriðjudegi á rásum Stöðvar 2 Sport. Valsmenn eiga sviðið ásamt Meistaradeild Evrópu, NFL, rafíþróttum og fleiru til. 25.10.2022 06:01