Metfjöldi sá hetjuna Albert Albert Guðmundsson var allt í öllu í 2-1 sigri liðs hans Genoa á Bari í toppslag í ítölsku B-deildinni í fótbolta í gær. Met var sett á leiknum. 27.12.2022 12:01
Rússar vilja undanþágu fyrir fatlaða íþróttamenn Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur sótt um undanþágu frá útilokun þarlendra keppenda til Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra. Forseti rússneska sambandsins segir þeir eigi að njóta vafans. 27.12.2022 11:31
Lewandowski í þriggja leikja bann eftir misheppnaða áfrýjun Barcelona Pólski framherjinn Robert Lewandowski mun ekki leika með Barcelona á Spáni næstu vikur. Félaginu tókst ekki að fá þriggja deildarleikja banni hann hnekkt. 27.12.2022 10:31
Fjölskyldu fótboltahetju meinað um brottför frá Íran Fjölskyldu Ali Daei, mestu knattspyrnuhetju í sögu Íran, var meinað um að yfirgefa landið. Fyrrum framherjinn hefur talað gegn yfirvöldum í ríkinu. 27.12.2022 10:00
Ræddi við van Dijk og fer í læknisskoðun í dag Fátt virðist geta komið í veg fyrir kaup Liverpool á hollensku HM-stjörnunni Cody Gakpo frá PSV Eindhoven. Hann mun gangast undir læknisskoðun í Liverpool-borg í dag. 27.12.2022 09:31
Sú sigursælasta í sögunni látin: „Yfirgaf þennan heim eins og hún lifði lífi sínu“ Fyrrum atvinnukylfingurinn Kathy Whitworth er látin 83 ára að aldri. Hún er sigursælasti atvinnukylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar. 27.12.2022 09:00
Ronaldo á leið í læknisskoðun í Sádi-Arabíu Portúgalinn Cristiano Ronaldo er á leið í læknisskoðun hjá sádíska félaginu Al-Nassr í aðdraganda skipta sinn til liðsins. Sádar gera sér vonir um að ganga frá samningum fyrir áramót. 27.12.2022 08:31
„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“ Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu. 27.12.2022 08:01
Ánægður að sjá Wenger: „Vonandi kemur hann oftar“ Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var að vonum ánægður eftir 3-1 sigur liðs hans á West Ham í fyrsta deildarleik liðanna eftir HM-pásu í gær. Fyrrum stjóri hans hjá félaginu var í stúkunni. 27.12.2022 07:32
„Guð minn almáttugur, hvað er ég búinn að gera?“ Fyrri þáttur heimildaþáttaraðarinnar Hamingjan er hér var frumsýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Í þáttunum er farið yfir sögu Þórs frá Þorlákshöfn. Síðari þátturinn er á nýársdag. 26.12.2022 10:00