Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlær að reglubreytingu: „Varði vítin sem ég þurfti“

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sagt undirbúa breytingar á reglum er varða markverði og athæfi þeirra á meðan vítaspyrnukeppnum stendur. Argentínumaðurinn Emiliano Martínez, og hans hegðun í vítakeppninni á úrslitaleik HM í fyrra, er sögð vera kveikjan að breytingum.

„Dyrnar standa Messi ávallt opnar“

Xavi Hernández, þjálfari Barcelona, segir fyrrum liðsfélaga sinn Lionel Messi vera velkominn aftur til félagsins. Samningur Messi við PSG í Frakklandi rennur út í sumar en hann á að hafa fundað með Joan Laporta, forseta Barcelona, í vikunni.

„Algjör plága sem kæfði líftóruna úr leikmönnum“

Sjónvarpsmaðurinn Richard Keys segir brottför Cristiano Ronaldo frá Manchester United vera ástæðu góðs gengis Marcusar Rashford hjá félaginu á nýju ári. Rashford hefur farið hamförum eftir heimsmeistaramótið í desember.

Veðmálafyrirtæki hverfi framan af treyjunum

Bresk stjórnvöld eru langt komin með frumvarp sem mun banna veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í ensku úrvalsdeildinni. Viðræður eru sagðar eiga sér stað milli stjórnvalda og forráðamanna félaga í deildinni.

Jónatan leitar til Skandinavíu

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, er í viðræðum um að taka við úrvalsdeildarliði í Skandinavíu að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann hefur þegar gefið út að hann haldi ekki áfram með KA-menn.

Ótrúlegt mark Óðins vekur athygli

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti leikmaður Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem tryggði farseðil sinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með eins marks útisigri á Benfica í Lissabon í gærkvöld. Eitt marka hans vakti sérstaka athygli og ekki að ástæðulausu.

„Langar að heiðra minningu Vilhjálms“

Stökkvarinn Daníel Ingi Egilsson sló tólf ára gamalt Íslandsmet á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum um helgina, eftir langt hlé frá stökkinu. Hann setur markið hátt í framhaldinu og vill heiðra minningu goðsagnar.

Sjá meira