Dómsmálaráðuneytið fer í hart við Texas vegna „hjartsláttarlaganna“ Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur stefnt yfirvöldum í Texas-ríki Bandaríkjanna vegna umdeildra laga um þungunarrof sem nýlega tóku gildi í ríkinu. Ráðuneytið segir lögin vera andstæð stjórnarskrá Bandaríkjanna. 9.9.2021 20:31
Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. 9.9.2021 19:21
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9.9.2021 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjallað hefur verið um alvarlegar hótanir, í fjölmiðlum í dag, sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hefur sætt. Hann segist óttasleginn í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur og borgarfulltrúar telja ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sínu, en maðurinn var ekki handtekinn. Kristín rýnir í málið og upplýsir okkur um stöðu þess. 9.9.2021 18:00
Dregur úr líkum á því að hlaupvatn flæði yfir þjóðveg 1 Áfram hefur dregur úr rennsli Skaftár í dag. Talið er að minni líkur séu á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1, þó að ekki sé hægt að útiloka að hlaupvatnið nái þangað. 9.9.2021 17:45
Lóðirnar hans Skúla í Hvammsvík flugu út Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu. 8.9.2021 22:33
Meðstofnandi Nxivm á leið í fangelsi Nancy Salzman, annar stofnandi kynlífs-sértrúarsafnaðarins Nxivm í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi. 8.9.2021 21:12
Sjómaður lagði Sjóvá vegna spriklandi stórþorsks sem skar hann á þumal Tryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða sjómanni 5,1 milljón vegna slyss sem varð um borð í togara útgerðarfélagsins Brims árið 2018, þegar sjómaðurinn skarst illa á hendi þegar stórþorskur sem hann var að gera að, spriklaði í höndum hans með þeim afleiðingum að sjómaðurinn skarst illa á hendi. 8.9.2021 18:25
Vilja halda samtali áfram þrátt fyrir viðræðuslit Sjúkratryggingar Íslands munu leggja til að samtal haldi áfram á millu stofnunarinnar og Læknafélags Reykjavíkur þrátt fyrir að félagið líti svo á að viðræðum þess um samninga við sérfræðilækna sé slitið. 8.9.2021 17:35
Radiohead gróf upp áður óutgefið lag til að kynna nýja endurútgáfu Breska hljómsveitin Radiohead hefur gefið út áður óútgefið lag til þess að kynna nýja endurútgafu af plötunum Kid A og Amnesiac. Hljómsveitin hefur undanfarin ár verið að kafa ofan í fjársjóðskistuna og hafa ýmsir áður faldir gullmolar litið dagsins ljós. 7.9.2021 23:22