Leiðtogar Talibana sagðir hafa hnakkrifist í forsetahöllinni Leiðtogar Talibana eru sagðir hafa hnakkrifist yfir því hvernig ný bráðabirgðaríkisstjórn þeirra í Afganistan er skipuð. Hávaðarifrildi er sagt hafa brotist út í forsetahöllinni í Kabúl. 14.9.2021 21:01
Hefja samstarf um nýja leið til að fanga koldíoxíð Þrír ráðherrar undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf ráðuneyta og fyrirtækjanna Ocean Geoloop AS og North Tech Energy ehf. Fyrirtækin hafa kynnt stjórnvöldum hugmyndir að nýjum leiðum við að fanga koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu. 14.9.2021 20:31
iPhone 13 lítur dagsins ljós Bandaríski tæknirisinn kynnti nýjar vörur með pompi og prakti á sérstökum kynningarfundi í dag. iPhone 13 var kynntur til sögunnar ásamt nýju Apple Watch og ýmsu öðru. 14.9.2021 20:01
Grínistinn Norm MacDonald látinn Kanadíski grínistinn Norm MacDonald er látinn eftir níu ára glímu við krabbamein. McDonald var 61 árs gamall. Hann er helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari. 14.9.2021 18:58
Sigurreifur Gahr Støre: „Við getum loksins sagt að okkur tókst það“ Jonas Gahr Støre, formaður norska Verkamannaflokksins, var sigurreifur er hann ávarpaði flokksmenn sína eftir að ljóst var að vinstri blokkin í norskum stjórnmálum hafði unnið sigur í norsku þingkosningunum í kvöld. Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins hefur viðurkennt ósigur. 13.9.2021 22:40
Breska leikkonan fannst heil á húfi Breska leikkonan Tanya Fear er fundin, heil á húfi. Lögreglan í Los Angeles mun ekki aðhafast meira vegna málsins. 13.9.2021 21:02
Niðurstöðurnar sláandi og mikilvægt að hækka lífeyri Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi vera sláandi. Könnunin dragi það skýrt fram að fatlað fólk lifi ekki af örorkulífeyri frá TR, mikilvægt sé að hækka hann. 13.9.2021 20:53
Fyrstu tölur benda til þess að átta ára valdatíð Solberg sé á enda Fyrstu tölur í þingkosningunum í Noregi benda til þess að Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre verði stærsti flokkurinn á þingi. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Ernu Solbergs forsætisráðherra muni falla. 13.9.2021 19:33
Ýmsum ráðum beitt til að tryggja viðskiptavinum bílaleigubíla Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir sumarið hafa verið framar vonum í útleigu bíla. Eftirspurnin hefur verið svo svo mikil að grípa hefur þurft til ýmissa ráða til að redda bílum fyrir viðskiptavini. 12.9.2021 20:30
Jón Sigurðsson látinn Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og ráðherra, er látinn, 75 ára að aldri. 11.9.2021 00:20