MH17: Ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syninum í hans hinstu för Faðir fórnarlambs sem lést þegar MH17, farþegaflugvél Malaysian Airlines, var skotin niður yfir Úkraínu árið 2014 ferðast alltaf með bakpokann sem fylgdi syni hans í sinni hinstu för. Bakpokinn fannst nánast óskemmdur í braki vélarinnar. 10.9.2021 23:31
Rannsaka hvort viðbrögð fyrrverandi ráðherra í upphafi faraldursins hafi verið saknæm Sérstakur rannsóknarréttur franska lýðveldisins rannsakar nú hvort sækja eigi Agnès Buzyn, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Frakklands, til saka vegna viðbragða hennar í upphafi kórónuveirufaraldursins. 10.9.2021 22:50
Siglfirðingar með fótinn á gjöfinni þegar kemur að ferðaþjónustunni Siglufjörður hefur komist rækilega á kortið sem áfangastaður ferðamanna undanfarin ár. Þar á bæ er stefnt á enn frekari uppbyggingu fyrir ferðamenn. 10.9.2021 22:15
Úrskurður dómara í deilu Apple og Epic sagður mikið högg fyrir tæknirisann Dómari í máli tölvuleikjaframleiðandans Epic gegn bandaríska tæknirisanum Apple hefur úrskurðað að Apple megi ekki koma í veg fyrir að framleiðendur smáforrita beini notendum að öðrum greiðslugáttum en þeirri sem Apple býður upp á. Fréttamiðlar ytra slá því upp að úrskurðurinn sé mikið högg fyrir Apple. 10.9.2021 21:01
Falur á 770 milljónir: Gamli sendiherrabústaðurinn hús vikunnar hjá Washington Post Gamli sendiherrabústaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum er hús vikunnar á fasteignavef Washington Post. Bústaðurinn er falur fyrir rétt tæpar sex milljónir dollara, eða um 770 milljónir króna. 10.9.2021 20:37
Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú. 10.9.2021 19:13
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ragna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili eftir að þeir sviptu sig lífi. Hún segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 ræðum við við Rögnu um missinn en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag. 10.9.2021 18:00
Ótrúlegt og rándýrt listaverkasafn á uppboð vegna hatrammrar skilnaðardeilu Uppboðshaldarinn Sotheby's mun í vetur og á næsta ári halda uppboð á einstöku listaverkasafni sem sett var á sölu að skipan dómara í hatrammri skilnaðardeilu aldraðra milljarðamæringa. Selja á bestu bitana úr safninu svo hægt sé að ljúka deilunni. 9.9.2021 23:31
Fyrsta stiklan úr nýju Matrix-myndinni komin í loftið Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros hefur birst fyrstu stikluna úr The Matrix Resurrections, framhaldsmynd The Matrix-þríleiksins svokallaða. 9.9.2021 22:03
Ætlar að skylda ríkisstarfsmenn í bólusetningu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, stefnir á að skylda alla starfsmenn sem starfa fyrir alríkisstjórn Bandaríkjanna í bólusetningu. 9.9.2021 21:25