Hjálpar hundruðum íslenskra kvenna að æfa heima í stofu Sara Snædís Ólafsdóttir byrjaði með fjarþjálfun í kórónuveirufaraldrinum. Hún þjálfaði fyrst fjölskyldu og vini en nú horfa konur í yfir 30 löndum á kennslumyndböndin. Á meðal viðskiptavina Söru eru hundruð kvenna frá Íslandi, sem velja að æfa heima hjá sér. 13.9.2020 09:00
RAX Augnablik: „Ísbjörninn er svo klókur og snöggur að gera árás“ Örþættirnir RAX Augnablik eru sýndir á Vísi og í Stöð 2 Maraþon alla sunnudaga. Í nýjasta þættinum fer ljósmyndarinn Ragnar Axelsson yfir myndirnar sem hann tók í þegar hann fylgdi eftir veiðimönnum í leit að fjórum ísbjörnum úti á hafís þegar jökulstormur skall á. 13.9.2020 07:00
Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11.9.2020 13:20
Stoltar af því að sameina krafta sína Förðunarskólinn Reykjavík Makeup School tilkynnti í kvöld breytingar, þar sem þær Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir hafa bæst við eigendahópinn. Reykjavik Makeup School er elsti förðunarskólinn á Íslandi, stofnaður í október 2013 af förðunarfræðingunum Söru Dögg Johansen og Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur sem báðar hafa starfað við fagið í áratug. 10.9.2020 20:50
Krummi frumsýnir nýtt lag og myndband um utangarðsfólk Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá tónlistarmanninum Krumma Björgvinssyni. Lagið kallast Frozen Teardrops og er af nýrri breiðskífu Krumma sem er væntanleg á nýju ári. Lagið er hreinræktað „útlaga kántrý rokk“ með gospel áhrifum. 10.9.2020 12:00
Fúlt að ná ekki að dekka allt landið Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina en Eva lét það ekki stoppa sig. 9.9.2020 15:00
Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013. 9.9.2020 12:00
Selma, Björk og Salka Sól setja á svið grínverk um konur Söng og leikkonurnar Selma Björnsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Björk Eiðsdóttir sameina krafta sína og frumsýna nýtt grínverk í janúar. Þær munu allar leika og syngja í sýningunni. 9.9.2020 10:09
Allt úr engu: Rauðspretta, gulrætur og rósir Í þáttunum Allt úr engu fjallar matreiðslumaðurinn Davíð Örn Hákonarson um allt sem tengist mat og hvernig við getum nýtt hráefnið sem best og spornað við matarsóun í framhaldinu. Hann heimsækir áhugavert fólk og eldar með því frábærar máltíðir með því að nýta það sem er til á heimilinu. 8.9.2020 17:30
Vildu gefa innflytjendum og flóttafólki á Íslandi sterkari rödd Julius Pollux Rothlaender og Claire Paugham vildu með verkefninu Vestur í bláinn, heyra meira í röddum, manneskjum og tungumálum sem ekki heyrist nógu mikið í hér á landi. Hvorki í listaheiminum né á opinberum vettvangi. 8.9.2020 16:30