Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Lamdi á trommurnar í nokkrar vikur til að koma sér aftur í gang

„Við áttum svo mikið af fötum merkt hjólabretta merkinu Toymachine á þessum tíma, okkur fannst það eitthvað fyndið að heita það bara, þá þyrftum við ekki að gera hljómsveitar boli,“ segir leikstjórinn Baldvin Z um nafnavalið á hljómsveitinni Toymachine.

Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði

Í fyrsta þætti af Jólaboð með Evu, fengu áhorfendur að fylgjast með Evu Laufey baka rjómaostatoppa sem ættu að slá í gegn yfir hátíðarnar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum en uppskriftina má líka finna neðar í fréttinni.

Hönnuðu jólaketti úr notuðum barnafötum

Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12. Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020.

Fór hálf sjokkeruð til baka í geðshræringu

„Tíu eða ellefu ára varð ég kúskur sem þýddi að ég fékk náðarsamlegast að þræla mér út launalaust allan daginn að moka skít, teyma undir, leggja á, kenna smákrökkum og lóðsa ferðamenn um Rauðhóla. Ég dýrkaði þetta auðvitað,“ segir listakonan Rán Flygering.

Einstakur myndaþáttur Viðars Loga tekinn í ljósaskiptunum

Herferðin „Íslensk flík“ er farin aftur af stað, en verkefnið vakti mikla athygli á HönnunarMars í sumar. Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni.

Gáfu Mæðra­styrks­nefnd hand­prjónaðar ullar­húfur fyrir börn

Í dag afhentu Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Berharð Guðmundsdóttir Mæðrastyrksnefnd veglega gjöf sem innihélt meðal annars tugi handprjónaðra ullarhúfa fyrir börn. Verkefnið framkvæmdu þær með því að fá íslenskar konur með sér í samprjón, í gegnum hlaðvarpið sitt Þokan.

„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“

„Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur.

„Það opnast alltaf einhverjar nýjar dyr“

„Það er bara allt að verða klárt“ segir söngkonan Sigga Beinteins, sem undirbýr nú jólatónleikana sína. Viðburðurinn verður með óhefðbundnu sniði í ár, en vegna heimsfaraldursins verða engir áhorfendur í Hörpu og geta Íslendingar horft á tónleikana í sjónvarpi sínu eða í gegnum streymi á föstudagskvöldið.

„Við erum með hörkureynslu í farteskinu“

Erna Hreinsdóttir og Ásgrímur Már Friðriksson hafa farið af stað með nýtt hönnunar- og markaðsstúdíó þar sem þau geta nýtt einstaklega vel sína reynslu úr tískubransanum. Þau hafa síðustu vikur unnið örþætti um fatahönnun í miðborginni og fer fyrsti þáttur í loftið á Vísi á morgun.

Sjá meira