Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Unnur og Skafti eignuðust stúlku

Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason tónlistarfólk í Hveragerði hafa eignast litla stúlku. Fæddist hún með keisaraskurði, en Unnur Birna er í hópi þeirra 14 prósent kvenna í heiminum sem haldnar eru miklum fæðingarótta. Hún sagði sína sögu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum.

Frumsýna myndbandið við lagið Jól eins og áður

Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna og leikara frumsýna í dag lagið Jól eins og áður. Lagið er eftir Gretu Salóme og Bjarka Bomarz Ómarsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra.

Skreytum hús: Barnaherbergjum breytt í ævintýraheim

„Þegar við fluttum inn þá máluðum við og komumst svo ekkert lengra,“ segir Alda Dröfn Guðbjörnsdóttir „um barnaherbergin tvö á heimilinu sem var tekið fyrir í nýjasta þætti af Skreytum hús. Ekkert var á veggjum og herbergin því ekki fullkláruð. Skápahurðir voru farnar að gulna og gardínustangir ekki í réttri hæð.

„Ég veit að börnin mín eru stolt af mér“

Silja Rut Sigurjónsdóttir er einstæð þriggja barna móðir og eitt barnanna hennar er langveikt. Hún lét drauminn sinn rætast í ár og útskrifaðist sem flugmaður. Hún hvetur foreldra í þessari stöðu til að reyna að láta draumana rætast.

Segir endurfjármögnun „besta tímakaup sem fólk getur haft yfir ævina“

„Sjálfur hef ég endurfjármagnað þrisvar sinnum á síðustu 18 mánuðum en ég mæli með að fólk skoði sín mál á eins til þriggja ára fresti eða jafnvel oftar,“ segir fasteignasalinn Páll Pálsson. Hann ráðleggur fólki að fylgjast með fréttum um vaxtabreytingar bera saman lánið sem það er með við lánið sem það gæti fengið.

„Ég var orðin þreytt á höfnunum á vinnumarkaði“

„Ég hef rekið lítið fyrirtæki að heiman frá árinu 2018 en samhliða því verið að leita mér að vinnu þar sem ég get nýtt mína menntun, notið félagsskaps í vinnunni og gert það sem ég hef áhuga á. Hingað til hefur það ekki gengið og í byrjun árs ákvað ég að taka smá pásu í því þar sem fjöldi neitana var orðin yfirþyrmandi,“ segir Halldís Guðmundsdóttir. Eftir að vera búin að vera heima í heilt ár ákvað hún svo að skapa eigin tækifæri.

Svala afhjúpar leyndarmálið á bak við sleikta taglið

Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu.

Sjá meira