Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Aðventukransar að hætti Skreytum hús

Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og því margir sem ætla að setja upp aðventuskreytingar um helgina. Við fengum Soffíu sem sér um Skreytum hús þættina hér á Vísi, til þess að sýna lesendum aðventuskreytingarnar á heimilinu í ár.

Þrjú ný lög á jólaplötu Björgvins Halldórssonar

Björgvin Halldórsson gaf í dag út safnplötuna Ég kem með jólin til þín en á henni má finna þrjú ný lög. Platan kemur út í dag geisladiski og á streymisveitum en um miðjan desember kemur platan út á tvöföldum lituðum vínyl.

Hættar að horfa í laumi og skammast sín

Óraunveruleikinn er nýtt hlaðvarp um ýmsa raunveruleikaþætti sem sýndir eru hér á landi, þá aðallega um þá sem varða ástina. Á bak við þættina eru Sveindís Anja Þórhallsdóttir sálfræðingur og Hildur Stefanía Árnadóttir þroskaþjálfi.

„Ég lita alltaf hárið á mér sjálf“

Svala Björgvins er fyrsti gestur Heiðar Óskar og Ingunnar Sig í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty og ræddi þar um allt á milli himins og jarðar tengt förðun, húðumhyrðu, hárinu og snyrtivörum og auðvitað tónlistinni líka.

Lyfta fólki upp með bestu plötusnúðum landsins

Stuðningsfélagið Kraftur hefur sett í loftið eigin Spotify rás þar sem helstu plötusnúðar landsins munu verða með eigin lagalista. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, kom með þessa hugmynd en hún er sjálf búin að sigrast á krabbameini og er félagsmaður í Krafti.

Skreytum hús: Hjónaherbergið gert „rómó og kósý“

„Við erum búin að vera að græja og gera ýmislegt. Við fluttum hingað inn fyrir tveimur árum , segir Ásdís Hanna Pálsdóttir en hún býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Hafnarfirði. „Hjónaherbergið hefur alltaf setið á hakanum.“

Veikindarétturinn sterkari í útópíunni Svíþjóð

Að mati barnalæknis er teymisvinna í kringum veikindi barna komin skrefinu lengra í Svíþjóð en hér heima, þó að þetta sé nú að breytast í rétta átt. Það er þó margt sem tengist fjölskyldum langveikra barna sem er betra hjá nágrönnum okkar.

Eitt tekur við af öðru og það er aldrei logn

„Það er oft þannig að foreldrar í þeirri stöðu sem ég er í, verða öryrkjar vegna þess að þeir labba á vegg, algjörlega búnir,“ segir Hildur Brynja Sigurðardóttir móðir langveikrar og fjölfatlaðrar stúlku.

Kíkja í snyrtitöskuna hjá þekktum Íslendingum í nýjum þáttum

Á miðvikudag fara af stað þættirnir Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi. Það eru förðunarfræðingarnir Ingunn Sigurðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir Sem mynda dúóið HI beauty. Í þáttunum hitta þær þekkta Íslendinga og tala um allt á milli himins og jarðar tengt förðun og snyrtivörum.

Sjá meira