Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ó­trú­legt sveitabrúðkaup í Hval­firðinum

Ofurhlaupaparið Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son og Simona Va­reikaité gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Innri-Hólms­kirkju í Hval­fjarðarsveit 6. apríl síðastliðinn, á tíu ára sambandsafmæli þeirra. Líf og fjör var í athöfninni og dilluðu hjónin sér út kirkjugólfið við mikil fagnaðarlæti gesta.

„Lífið verður gott þar til ég dey“

„Þegar ég horfi til baka þá hefur undirmeðvitundin mín aldrei klikkað þó ég hafi ekki alltaf haft vit á því að hlusta á hana,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill og lögfræðingur. Hún segir líf hennar hafi breyst til hins betra eftir að hún fór að standa betur með sjálfri sér og hlustað á undirmeðvitundina sem hefur varað hana við aðstæðum og einstaklingum.

Á golfsett en bíður eftir réttum kennara

Líney Sif Sandholt starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að reka hreingerningafyrirtækið LS-þrif. Hún lýsir sjálfri sér sem þrjóskri, metnaðarfullri og jákvæðri konu sem elskar að ferðast og skapa minningar með börnunum sínum tveimur.

Á­kvað eftir Fimm­vörðu­háls að æfa sig fyrir frelsið

Lilja Sigurgeirsdóttir, hreyfanleika- og einkaþjálfari lét draum sinn rætast þegar hún stóð á tímamótum í miðjum heimsfaraldri. Þá hafði hún starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í nokkur ár og taldi tímabært að söðla um.

Glæsi­legt rað­hús Ragn­heiðar til sölu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 

Hlær að sögu­sögnunum um eigin ó­léttu í Eyja­hafi

Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt.

Arna Ýr fæddi þriðja barnið í stofunni heima

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eignuðust dóttur 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. 

Sjá meira