Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kransa­kaka Jóa Fel án kökuforms

Veitingamaðurinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, deildi uppskrift að kransaköku sem er bökuð án kökuforms, þar sem hringirnir eru mótaðir í höndunum. Nú þegar fermingar eru á næsta leiti er tilvalið að huga að einföldum og góðum veitingum. Þessi kransakaka er bæði hátíðleg og auðveld í framkvæmd.

Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sótt­kví

„Mig hefur lengi dreymt um módelstörf og hef alltaf verið svolítil prinsessa, og þegar ég kynntist kærustu bróður míns, sem var þá að ljúka við ferlið, opnaði það augun mín fyrir keppninni,“ segir Heiður Sara Arnardóttir, spurð hvað hafi vakið áhuga hennar á keppninni um Ungfrú Ísland.

Gossip girl stjarna orðinn faðir

Breski leik­ar­inn Ed Westwick og eiginkona hans, leikkonan Amy Jackson eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. Fyrir á Jackson einn dreng. Hjónin tilkynntu gleðifréttirnar á samfélagsmiðlum í gær.

Tipsý bar valinn besti barinn í Reykja­vík

Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands.

Fag­aðilar gefa ó­um­beðin ráð um út­lits­breytingar: „Þú hefur þyngst“

Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum.

„Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“

„Það sem ég stend mest fyrir er andlega heilsa og sjálfstraust. Hafandi glímt við mikinn kvíða skiptir svo ótrúlega miklu máli að það séu til sterk samtök sem bjóða upp á fræðslu og aðstoð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Yngri kynslóðin er framtíðin okkar og það skiptir máli að við styrkjum og fræðum bæði okkur og þau,“ segir Helena Hafþórsdóttir O’Connor, spurð um hvaða samfélagslega málefni hún brennur fyrir.

Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópa­vogi

Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa fest kaup á glæsilegu tvíbýli við Lækjarhjalla í Kópavogi. Hjónin greiddu 137,9 milljónir fyrir húsið.

Hraðfréttaprins fæddur og nefndur

Hjónin Fannar Sveinsson, leikstjóri og sjónvarpsmaður, og eiginkona hans Valgerður Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur eru orðin þriggja barna foreldrar. Gleðitíðindunum deilir Fannar á Instagram.

Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar

Afmælisfögnuðir, árshátíðir og bjartir vetrardagar einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við Icelandair, Festi og BioEffect héldu stórar árshátíðir. 

Dreymir um að verða rit­höfundur

„Ég sækist um að verða Ungfrú Ísland til að geta orðið góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur og komið því vel á framfæri að fegurð er alls ekki bara útlit, heldur er hún blanda af ýmsum þáttum, svo sem sjálfstrausti, góðu hjarta, jákvæðni og andlegum styrk,“segir Ásta Rósey Hjálmarsdóttir, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Sjá meira