Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. 1.5.2018 19:30
Viðræður hafnar um nýtt vatnsból á Suðurnesjum HS Orka á í viðræðum við sveitarfélögin á Suðurnesjum um staðsetningu fyrir nýja framtíðarvatnsveitu svæðisins. 1.5.2018 14:15
Ekki ólíklegt að íbúar höfuðborgarsvæðisins vakni við alhvíta jörð í vikunni Ekki er ólíklegt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni við alhvíta jörð í vikunni að sögn veðurfræðings þar sem kuldi og éljagangur eru í kortunum. 1.5.2018 13:45
Tvær launahækkanir og eingreiðslur Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara 22.4.2018 19:15
Eigum að kaupa íslenskt og borða íslenskt Íslendingar ættu að leggja aukna áherslu á landgræðslu, skógrækt og innlendan landbúnað vegna umhverfissjónarmiða. Umhverfis- og orkumál voru efst á baugi í stefnuræðu formanns Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. 22.4.2018 19:00
Segir heiminn ekki skilja hvers vegna við stundum enn hvalveiðar Framkvæmdastjóri Eldingar hefur áhyggjur af ímynd Íslands. 22.4.2018 12:54
Framhaldsskólakennarar undirrita kjarasamning: „Ég tel að þetta sé mjög ásættanlegur samningur“ Kjarasamningur milli ríkis og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum var undirritaður seint í gærkvöldi. 22.4.2018 09:05
Hvalfjarðargangaleið með Miklubraut og borgarlínu Samfylkingin kynnti helstu áherslumál flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í Gamla Bíó í dag. Efst á lista eru fyrirætlanir um að ráðast strax í framkvæmdir við borgarlínu og að Miklabraut verði samhliða sett í stokk. 21.4.2018 19:00
Landlæknir vill gögn um frestanir aðgerða Landlæknir segir brýnt að bregðast við endurteknum frestunum á stórum aðgerðum og hefur kallað eftir ítarlegum gögnum frá Landspítalanum um ástæður frestana. Hún telur þarfast að efla mönnun og segir unnið að breytingum á vinnuskipulagi hjúkrunarfræðinga í þeim tilgangi. 16.4.2018 20:00
Langar að læra dans og íslensku Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni. 13.4.2018 20:00